BROS ...

"Wrinkles should merely indicate where smiles have been." ~Mark Twain

old-woman.jpg

Bros er aðlaðandi

Bros breytir geðinu

Bros er smitandi

Bros brýtur niður áhyggjur

Bros styrkir ónæmiskerfið

Bros heldur burt flensu og kvefi

Bros lækkar blóðþrýstinginn

Bros losar um endorfín, náttúruleg verkjalyf og serótónin

Bros er besta dópið

Bros er ókeypis andlitslyfting Wizard

 

 (safnað saman hér og þar af netinu) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Rétt hjá þér góða. Á þessari stundu vona ég að geta brosað í leikslok,knattspyrnukappleiks Íslendinga við Dani. Þá verða svo margir fúlir yfir að fréttatíma er hnikað til,vegna hans. M.b.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2011 kl. 18:26

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Farðu geðfúl inn í eitthvað fyrirtæki eða verslun og þú kemur öskuill út.

Brostu á sömu stöðum og þú færð það margfalt til baka.

Ég er búin að reyna þetta svo oft að ég skelli mér orðið úr fúla skapinu áður en ég fer inn og kem því alltaf brosandi út. Ef þú hittir fyrir fúlan starfsmann er auðvelt að fá hann til að brosa að lokum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.6.2011 kl. 22:00

3 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sú orka sem þú sendir frá þér kemur tíföld til baka - gott væri að fólk hefði það í huga þegar skammast er útí kassafólkið í stórmörkuðum, en allt of oft ber á því - en ég hef einnig frétt af afgreiðslufólki á kassa sem hefur átt verulega erfiðan dag vegna þessa, en kemur svo hresst og endurnært heim vegna þess að síðustu viðskiptavinirnir brostu til þeirra og sýndu kurteisi..........

Eyþór Örn Óskarsson, 5.6.2011 kl. 00:39

4 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Tær snilld :)

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 5.6.2011 kl. 00:39

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er stúlka, blökk á hörund, ég veit því miður ekki hvað hún heitir, sem vinnur einmitt á kassa í Bónus úti á Granda. Kassinn hennar er innst, eða fjarst dyrunum. Ef eitthvert ykkar sem þetta les fer í þessa búð, ráðlegg ég ykkur að fara að kassanum hennar.

Hún er eins og lífsgeisli, með sitt góða skap og endalaust bros. Ég held jafnvel að dauður maður kæmist ekki hjá brosa í návist hennar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.6.2011 kl. 00:50

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Allt svo innilega satt sem stendur þarna

Jónína Dúadóttir, 5.6.2011 kl. 10:32

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

ÞIÐ eruð yndisleg, með athugasemdum ykkar hafið þið komið BROSINU á heitan umræðulista, það þykir nú saga til næsta bæjar

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.6.2011 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband