"Without your body you are a no-body" .....

Umræðan um líkamann fer oft út í það að tala um útlit hans frá fagurfræðilegu sjónarhorni.  Þar eru sett ákveðin viðmið, - viðmið sem tískumógúlar og fjölmiðlar ákvarða og eru breytileg frá einum tíma til annars. 

Tískan  hefur verið mun óvægari við konur í gegnum tíðina, enda konur oftar tengdari við holdið og karlar andann. Sbr. Faðir á himnum og Móður jörð. 

Konur reiða sjálfsmynd sína frekar á útlitið en karlmenn, - og eru það að sjálfsögðu utanaðkomandi áhrif sem við tileinkum okkur. 

 

Háhæluðu skórnir með mjóu tánni eru t.d. eitt dæmi um það.  Ég sé karlmenn (svona karlmenn/karlmenn) ekki alveg í anda fara að ganga í svona óþægilegum skóm. Að vísu láta þeir sig hafa það að ganga með bindi, sem mörgum þeirra þykir býsna óþægilegur klæðnaður, en örugglega hátíð miðað við margan kvenskóinn.  Margar konur ganga í svona skóm af fúsum og frjálsum vilja, - vegna þess að umhverfið segir að það sé fallegt, jafnvel þó þær kveljist og pínist og minnir þessi siður óþægilega á fótabindingar þær sem tíðkuðust í Kína. 

 

oxford.jpg

 

 

 

 

 

 

 

rup006_l.jpg

En því miður eru þessi "fegurðar"  viðmið ekki alltaf í tengslum við það sem er best fyrir líkamann, eða honum hollast. Stundum er tískan beinlínis skaðleg fyrir líkamann. 

Hver einasta manneskja sem fæðist fær úthlutað einum líkama. Líkama sem þarf að endast í að meðaltali um 80-90 ár.  Eitt farartæki sem flytur okkur í gegnum lífið.  Við getum jafnvel hugsað um líkama okkar sem bílana okkar, þó sú líking nái aldrei að vera fullkomin, t.d. vegna þess að líkaminn hefur þann möguleika á að endurnýja sig að vissu marki. 

Við fæðumst misjafnlega hraust og sum fæðast með ýmis frávik, - og þar grípur læknisfræðin inn í og/eða hjálpartækjum er beitt.  Sumir lenda í slysum eða veikindum á lífsleiðinni sem verða til þess að farartækið virkar ekki eins og skyldi, og þá takmarkast ferð þeirra um lífið af því. Líkaminn er þó nauðsynlegur því að án líkamsstarfssemi virkum við ekki. 

"Withouth your body you are a no-body"   Að vera nobody er því að vera án líkama, en ekki að vera án vinnu, óþekktur, fátækur o.s.frv. ....  Á meðan að líkaminn fúnkerar til að halda okkur á lífi erum við some-body! 

En hér skal rætt um okkar ábyrgð og mikilvægi til að viðhalda þessu farartæki - þessu "boddíi,, fara vel með bílinn okkar, hvort sem hann er Volvo eða Benz,  eða kannski Citroen? .. 

toyota_yaris_sr.jpg

 Það vill þannig til að þegar við viðhöldum heilsu, þá vill útlitið fylgja í kjölfarið. 

Það er mikilvægt að við smyrjum vélina, fylgjumst vel með öllum mælum, notum rétt og gott benzín eða olíu,  setjum vatn á rúðupissið, skiptum um kerti o.s.frv. 

Það er líka gott að hreinsa bílinn að innan og utan. 

Við vitum alveg hvernig fer með bíla sem illa er hugsað um.  Ef við förum ekki í olíuskipti, eða gleymum að fylla á nauðsynlega vökva er hætta á að við bræðum úr vélinni.  

-----

Við þurfum að virða líkama okkar, fara vel með hann, strjúka honum og bóna svo hann endist okkur ævina á enda. Auðvitað stjórnum við ekki öllu hvað hann varðar, en viðhaldið skiptir býsna miklu máli og er á okkar ábyrgð.  

Það er staðreynd að sumir fara betur með bílana sína en líkama sinn! .. 

Hugsum aðeins um þetta, lítum inn á við og pælum í hvernig við förum með okkar líkama, og þá um leið heilsu andlega og líkamlega því allt er þetta samtengt. 

Það er aldrei nógu oft tuggið í okkur að hreyfing er eitt besta vitamín fyrir líkama og sál, og grundvallaratriði að margra mati, sem hafa gengið í gegnum þunglyndi eða aðra óvægna sjúkdóma. 

Hreyfing er besta forvörnin.  

 

807_40_1644-rusty-old-car_web.jpg

 

 Í hvaða ástandi er þitt "farartæki"? - er eitthvað sem þú gætir gert til að hugsa betur um það? 

 

 

 

 

 

 Fátt er fegurra en vel með farin antik bifreið! 

 classic-car-news-car.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Eg les með áhuga og hrifningu pistla þína, frænka góð! Þú kemur að mörgu áhugaverðu. Eftir því sem ég kemst næst vorum við faðir þinn systkinabörn. Hann var kallaður heim alltof snemma. Einhvernveginn finnst mér hugleiðingar þínar einkennast af leit að tilveru sem aldrei var. Þú fyrirgefur ef ég fer með rangt mál. Eg myndi gjarna vilja tala við þig frekar. bjorn.emilsson@gmail.com. Eg bý í USA.

Björn Emilsson, 3.6.2011 kl. 02:39

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm... já virkilega umhugsunarvert

Góða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 3.6.2011 kl. 09:40

3 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Mjög góður pistill og áhugaverður..eins og annað sem þú skrifar um :)

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 3.6.2011 kl. 11:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ALltaf góð.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2011 kl. 12:35

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Björn frændi,  skyldleikinn er víst fyrir hendi ;-)  Ég hef verið upptekin, en skrifa fljótlega!  ..  Kv. Jóhanna 

Takk Jónína, Sólveig og Ásdís! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.6.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband