Minn kæri eiginmaður ..

Elsku vinur, elskhugi og ástin mín, 

Mig langar að skrifa þér bréf svo þú þekkir vonir mínar og væntingar til þín, svo það komi þér ekki á óvart. Við konur erum svolítið þekktar fyrir að ætlast til að mennirnir okkar  skilji hvað okkur langar, en hvernig eigið þið að geta það, ekki eruð þið konur! 

Mig langar að biðja þig um eftirfarandi, og ég lofa að koma til móts við þig á sama hátt í einu og öllu;

  • Færðu mér gjafir við og við, - ég veit þú lætur ekki blómasalana segja þér að gefa mér blóm á konudaginn, en ekki gleyma því sem þú sagðir þá; "Ég gef bara konunni minn blóm þegar mér sýnist".. og hvenær kemur þá þetta "mér sýnist?"  Gjafirnar þurfa ekki að vera dýrar, aðeins gefnar af einlægni.
  • Bjóddu mér á "deit" við og við. Við þurfum ekki að hætta að eiga okkar rómantísku "rendez-vous" þó við séum farin að búa saman.
  • Komdu mér á óvart, með hlutum, uppákomum eða ferðum.
  • Komdu við í vinnunni hjá mér með eina rós, eða einn koss.
  • Nuddaðu á mér bakið og notaðu góðu ilmolíuna
  • Sestu niður með mér og setjum niður framtíðarsýn
  • Horfðu á grínmynd með mér og hlæjum saman
  • Lestu upphátt fyrir mig á kvöldin uppí rúmi
  • haltu partý með mér fyrir vini okkar
  • bjóddu mér í gönguferð
  • eldaðu fyrir mig góðan mat 
  • borðum saman við kertaljós
  • tjáðu mér ást þína og þakklæti í orðum
  • láttu renna í bað fyrir mig og kveiktu á reykelsi
  • Segðu mér frá líðan þinni, vonum og væntingum 
  • berðu virðingu fyrir sjálfum þér og talaðu fallega um þig
  • gráttu hjá mér
  • hlæðu með mér 
  • treystu mér
  • vertu mér trúr 
  • elskaðu mig
  • elskumst
  • veittu mér athygli ..

Það skal í restina tekið fram að ég á ekki eiginmann (í augnablikinu) , en ég skrifa þetta fyrir okkur öll sem ráð til að gefa okkur meira að maka okkar,  fara ekki í þann gír að taka honum/henni sem sjálfsögðum "hlut" í lífi okkar sem ekki þarf að vökva, næra og rækta

..Samband er eins og jurt sem þarf að hlúa að til að það blómstri,  það þarf ekki að taka allan listann, en kannski að hafa þetta í huga...  hvað af þessu er ÞÉR mikilvægt, og að hafa í huga setninguna um að gera fyrir aðra það sem þú vilt að þeir geri fyrir þig, það er lykilsetning í öllum samskiptum hvort sem um hjónaband er að ræða eða mannleg samskipti almennt .. 

Þú mátt alveg bæta við einhverju í athugasemdir, sem þú tekur gott ráð til að viðhalda kærleika og vináttu í sambandi ;-) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Dásamlegt og mikið satt og rétt!! Best að reyna muna þetta EF til þess kemur að maður finni sér annan mann ......er ekki í leitargírnum ennþá samt, njóta þess að vera ein :)

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 6.6.2011 kl. 14:02

2 Smámynd: Óli minn

Nú er bara að bíða eftir að einhver karlmaðurinn svari þessum lista. Ég sé strax nokkra hluti sem ég myndi a.m.k. telja fram til minnar kæru eiginkonu. Þori því hins vegar ekki.

Óli minn, 6.6.2011 kl. 15:01

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já, þetta er auðvitað bara svona "wish list" þó sumt sé forsenda annars, t.d. traustið og athyglin.  Ég held að það sem við viljum öll er að fá athygli hvort frá öðru ;-) ..

Óli, já - spennó!!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.6.2011 kl. 15:31

4 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Vissulega athyglisverð færsla hjá þér Jóhanna - mér finnst að heilbrigt og gott hjónaband hljóti að innihalda þennan lista að mestu leyti - hinsvegar tel ég varasamt í hvaða sambandi sem er, ef annað hvort fer að ætlast til að hinn aðilinn geri eitthvað sem viðkomandi langaði til - semsagt eins og þú segir "fara ekki í þann gír að taka honum/henni sem sjálfsögðum.........

Þessi óskalisti er góður en ég held að bæta megi einu við:

"kaffærðu mig ekki alveg"............

Eyþór Örn Óskarsson, 6.6.2011 kl. 17:35

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Fyllið hvers annars bikar, en drekkið ekki úr sömu skál" .. eða eitthvað svoleiðis sagði Kahil Gibran.  Svo þurfa trén að vaxa samhliða, ekki í skugga hins.

Það er eflaust ágætur siður að virða rými og mörk hins aðilans. 

Það að fylla bikar hins, má líka túlka með því að veita hinum eftirtekt. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.6.2011 kl. 18:01

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætti eiginlega að prenta þetta út og hafa á glámbekk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 18:21

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

hahahahaha.....

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.6.2011 kl. 18:24

8 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

sorry- en það er búið- af mæðrum og guðmávitahverjum að koma því inní hausinn á köllum að  VIР eigum að vera þeim þóknanlegar- við höldum yfirleitt ekki á peningunum ???  var einhver að hneikslast á MÚSLIMUM ?''

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.6.2011 kl. 18:59

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ, ..... þá er bara að endurforrita, en þeir eru nú margir bara stórágætir og kunna ýmis trix til að gleðja konuna sína ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.6.2011 kl. 19:53

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

The perfect man is gentle
Never cruel or mean
He has a beautiful smile
And keeps his face so clean.

The perfect man likes children
And will raise them by your side
He will be a good father
As well as a good husband to his bride.

The perfect man loves cooking
Cleaning and vacuuming too
He'll do anything in his power
To convey his feelings of love on you.

The perfect man is sweet
Writing poetry from your name
He's a best friend to your mother
And kisses away your pain.

He never has made you cry
Or hurt you In any way
Oh, fuck this stupid poem
The perfect man is gay.

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.6.2011 kl. 19:55

11 Smámynd: Skúmaskot tilverunnar

Gleymdir einu mín kæra. Að þessir tilburðir verða að vara lengur en ca 2 ár.

Skúmaskot tilverunnar, 6.6.2011 kl. 20:31

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góð ábending!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.6.2011 kl. 20:53

13 Smámynd: Óli minn

Ég las einu sinni frásögn eldri konu sem sagði að ein aðalástæðan fyrir því að hjónaband hennar og eiginmannsins hafi orðið jafnfarsælt og það varð hafi verið sú að hann lét aldrei hjá líða að kyssa hana og snerta á hverjum degi, alla ævi.

Óli minn, 6.6.2011 kl. 21:44

14 Smámynd: Óli minn

Svo hefur mér líka verið sagt að það sé allt í lagi fyrir karlmann að ætlast til þess að konan sé honum undirgefin og þóknanleg ... sva framarlega sem hann vinnur fyrir því.

Óli minn, 6.6.2011 kl. 21:58

15 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Karl og kona eru jöfn þó þau séu ekki eins.........

Hvort sem er í sambúð eða vinskap á enginn að undiroka annan......... Við vinnum þetta saman............

Eyþór Örn Óskarsson, 6.6.2011 kl. 22:13

16 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sjáið hve karlmaðurinn er einfaldari. Það þarf bara að henda í hann ''greasy steak'' þá er hann góður í nokkra daga. Það er ekkert erfitt kerfi í honum sem þarf að dekra með.  

Valdimar Samúelsson, 6.6.2011 kl. 22:34

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Endurtek hahahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 23:19

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Valdimar,  karlmenn hafa nú alveg gaman af smá dekri líka - þó þeir séu kannski ekki alveg eins flóknir.  Svo er þetta pinku misjafnt á milli manna. 

En vissulega eru til ýmsar grínmyndir, eins og ein þar sem konan er sýnd sem flókið mælaborð með ýmsum tökkum og rofum,  en karlinn sem einn rofi  "off" and "on" .. 

Óli - ég er sátt við fyrra kommentið þitt. Ég held að það sé ekki alvöru farsæld í ójafnvæginu og virðingaleysi komi þar í kjölfarið. 

Vona bara að einhverjir karlmenn lesi þetta og fari að dekra við konurnar sínar, - ég er alveg viss um að það er vel þegið! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.6.2011 kl. 23:25

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Gamli frændi minn kyssti ávallt konu sína bless, þegar hann fór út með ruslið.

Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2011 kl. 23:48

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ, en sætt - vonandi kysstust þau  í fleiri tilfellum!

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.6.2011 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband