2.6.2011 | 11:25
Upp úr sófanum á uppstigningardegi - síðasta útkall ;-)
Góðan dag,
Ég hef nú stofnað hópinn "Eftirlegukindur" .. en hugmyndin er auðvitað sú að kalla út þá gönguhrólfa sem hafa aðallega stundað göngu heima í sófa. Langar að fara að hreyfa sig meira en vantar bara herslumuninn. Auðvitað eru allir velkomnir að ganga með, hvort sem þeir eru sprækir eða ekki. Nóg pláss og við gleðjumst yfir góðri samveru og útivist. Þetta er svona "ganga án aðgreiningar" - ;-)
Af einhverjum ástæðum hefur það orðið mitt hlutverk í lífinu að "smala" þeim sem ganga síðastir. Þannig var það þegar ég var aðstoðarskólastjóri, - þó að sjálfsögðu gerði ég mitt besta til að innblása þeim duglegu í brjóst. Það skemmtilega er að oft verða hinir síðustu fyrstir, með breyttu viðhorfi og dugnaði. Hér má sjá: Göngur með nemendum. Þetta var auðvitað ekki í verksviði aðstoðarskólastjóra og ekki greitt fyrir sérstaklega, og ekkier ég að hvetja til göngunnar í dag til að fá greiðslu.
Ég er að gera þetta fyrir mig! .. Því ég hef þörf fyrir að hreyfa mig og þörf fyrir að gefa af mér. Vona að þú nýtir þetta tækifæri til að koma með - gangan er það létt að börn geta gengið með, ca. frá 8 ára aldri, eða eftir hvað þau eru vön.
Plan:
Mæting kl. 14:00 við vörðu sem á stendur Reykjanesfólkvangur
Ekið frá Vífilstaðavegi inn á veg 410 (til hægri) sé komið Garðabæjarmegin. Beygt til vinstri upp Heiðmerkurveg 408 og ekið í ca. 5 mínútur - eða þar til malbik endar, þá er smá spölur og varðan birtist hægra megin við veginn. Hægt er að leggja bílum á litlu stæði vinstra megin við veginn, eða við kantinn
Hafið samband við mig í síma 895-6119 eða johanna.magnusdottir@gmail.com
Á facebook er kominn hópur sem þið getið líka tengst, þó þið komið ekki endilega í þessa göngu þá kannski næstu, sem verður rölt í kringum tjörnina í Reykjavík og e.t.v. kaffihús á eftir.
Hér er tengill á Facebook - vonandi virkar hann.
Langar svo í leiðinni að auglýsa helgarnámskeið á vegum Lausnarinnar, námskeið um meðvirkni og til að gera sér grein fyrir hvað meðvirkni er. Við erum öll að minna og meira leyti meðvirk, og því er svo mikið frelsi að læra hvað er meðvirkni og hvað er bara að vera góð/ur. Stundum höldum við að við séum að gera gott en erum í raun að ala á vondri hegðun.
En - bottom læn - endilega láttu sjá þig í göngu, "YOU ARE WANTED" ..
HREYFING ER GÓÐ FYRIR HEILSUNA, SÁL OG LÍKAMA SEM FÉLAGSLEGA HEILSU.
það þarf ekkert að melda sig, þrír hafa gert það nú þegar og ég fer ein ef enginn kemur.
Verð í góðum félagsskap, hvernig sem á það er litið.
Athugasemdir
ég gengu um Selfoss bæ og læt það duga, á mínum hraða. gangi þér vel
Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2011 kl. 12:09
Takk Ásdís mín, sömuleiðis ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 2.6.2011 kl. 12:42
Ég er ekki mikið fyrir gönguferðir vegna gamals hásinaslits sem fór illa með kálfavöðva sem rýrnaði og ekki virðst vera möguleiki á að ná honum í form - þó finnst mér þægilegra að ganga úti í nátturunni og jafnvel að klöngrast á fjöll (verulega hægt) heldur en ganga á hörðu þ.e innanbæjar.......
Hinsvegar líkar mér vel við sund og stöku hjólreiðatúra (stutta) - en það er alveg frábært að fara í labbitúr á bílnum.......
Eyþór Örn Óskarsson, 2.6.2011 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.