Mest lesið á mbl.is 1. júní kl. 21:05

  1. Er hún komin með fyllingu í varirnar?
  2. Þessi kjóll er ekki flottur á öllum
  3. Uppstrílaðar stúlkur í Þórsmörkinni
  4. Ásta hefur lést 4 kíló           


1. Nicole Kidman með sjálfstraustið innsprautað í varirnar 

2. Kate Middleton dásömuð fyrir að vera í kjóllufsu sem hangir utan á henni allt of horaðri 

3. Þessi er nú saklaus, verið að taka upp myndband - 

4. Ásta borðar  NOW duft - í stað þess að lesa Power of NOW (eftir Eckhart Tolle)  þar sem hún myndi læra að sættast við sig hér og nú (ekki þegar hún er orðin grennri), -  svona kúrar virka, ég veit það - en ég veit líka að um leið og NOW duftið þrýtur eða kúrnum er hætt er hætta á að hún bæti á sig því sem NOW duftið át af og algengast er að það bæti um betur :-/  .. þess meiri verða vonbrigðin.

Tala af reynslu, það er ekki langt síðan ég var í þessu stríði. 

Nicole Kidman, Kate Middleton og Ásta verða að læra að meta sig og virða, sætta sig við líkama sinn og elska. 

Að svelta sig, borða megrunarduft eða sprauta í sig bótóx -  gerir engan hamingjusaman.

Hamingjan kemur innan frá, þegar þú finnur fyrir elskunni til sjáfrar þín/sjálfs þín þá þarftu ekki að breyta þér. Losaðu þig við skömmina, sektarkenndina og gerðu þér grein fyrir að fullkomleiki þinn felst ekki í að sníða af þér, svelta þig eða bæta í varir þínar.

Þegar þú gerir þér grein fyrir því að líkaminn er vinur þinn en ekki óvinur, þá ferðu að virða hann, þú gefur honum hollt að borða vegna þess að það er heilsuspillandi að vera allt of þung og það er heilsuspillandi að vera of létt -  en ekki bara vegna þess að eitthvað eða einhver útí bæ segir þér að þú sért ekki elsku verð eða falleg nema þú grennir þig.  Þetta snýst um að sættast við sjálfa sig og svo kemur allt hitt.

- Sjálfstraust er sexy og sjálfstraustið er ekta þegar það kemur frá innsta kjarna þínum en ekki að utan. -  Það er ekki að ástæðulausu að talað er um útgeislun, en ekki inngeislun. 

Vertu þú sjálf - komdu fram við ÞIG af þeirri virðingu sem þú átt skilið, og þú átt allt gott skilið, - ekki láta segja þér annað. 

Bonnie Ware, hjúkrunarfræðingur sem vann við að hjúkra dauðvona fólki sagði að það algengasta sem fólk sæi eftir á dánarbeði:  

"I wish I'd had the courage to live a life true to myself, not the life others expected of me."

 

 thin-perfect-body-de.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Ég er eiginlega alveg hættur að nenna að skoða fréttir á mbl.is þar sem ég finn lítið sem mig langar til að lesa.  Ég tók eftir þessum vinsælustu fréttum, og það fær mig til að hugsa að fleiri en ég finni lítið bitastætt hér, og þetta verði því vinsælast.

Billi bilaði, 1.6.2011 kl. 22:08

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst verst þegar svona "fréttir" taka alla athyglina. Hvergi er minnst á hvort 15 ára stúlka sem lýst var eftir hefur komið fram. Er þetta bara mbl.is eða er öllum sama?

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.6.2011 kl. 22:45

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég las það einhvers staðar að hún væri fundin!

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.6.2011 kl. 23:06

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gott, takk!

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.6.2011 kl. 23:10

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst kjóllinn miklu flottari á þeirri sem hafði kvenlegan vöxt.  Hinar fréttirnar hef ég ekki skoðað :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2011 kl. 00:42

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Já ég er líka stundum að pæla í þessum "mest lesna" lista " Getur þetta virkilega verið ?

hilmar jónsson, 2.6.2011 kl. 01:04

7 Smámynd: Magnús Ágústsson

min skodun a thessu #mest lesna# se hversu mikid MBL faer af peningum fyrir ad nefna einhverjar vorur eda voruflokka allaega i sumum tilfellum

Magnús Ágústsson, 2.6.2011 kl. 03:50

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála þér Jóna Kolbrún, þetta eru vonandi mistök hjá Mörtu Maríu, en þau geta haft áhrif á unga fólkið og gera örugglega!

Spurning Hilmar, hvort að áhuginn á útliti Hollywoodstjarnanna og áhuginn á að fylgjast með fólki grenna sig er svona mikill.  Sýnir kannski hvað við erum upptekin af hinu ytra frekar en hinu innra.  Þegar ég skrifaði megrunarpistla mína fékk ég mestu lesninguna.  Mun meiri en þegar ég er að skrifa um andlega mannrækt ;-) 

Magnús - ég veit ekki hvort að MBL stýrir þessu með handafli eða hvort að þetta er teljari í raun og veru,  þ.e.a.s. þetta birti raunmynd af því hversu oft er smellt á viðkomandi tengil. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.6.2011 kl. 08:37

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Billi - já spurning hvaða fréttamat er í gangi?

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.6.2011 kl. 08:38

10 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Takk fyrir góðan pistil .... segi nú sama með kjólana ..Finnst nú mun flottari sú betru vaxna :)

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 2.6.2011 kl. 08:58

11 Smámynd: Jens Guð

  Söluhæsta tímaritið á Íslandi er Séð og heyrt.  Það inniheldur einungis myndir og slúður um fræga fólkið:  Forsetann,  poppstjörnur,  kvikmyndaleikara o.s.frv.  Ástæðan fyrir vinsældum S&H er sú sama og mest lesnu fréttum mbl.is, dv.is og visir.is.   Almenningur er sjúkur í að fylgjast með fræga fólkinu;  sjá nýjustu klippinguna eða hárgreisðsluna á þeim;  sjá fötin sem það klæðist;  hverja það umgengst;  hverja það er að "deita" og þess háttar.

  Í fljótu bragði virðist þessi forvitni um fræga fólkið vera sjúk.  Hvað fær fólk út úr því að lesa um ókunnugt fólk?  Hver var að skilja við hvern?  Hver var á opnun hvaða sýningar?  Hver var að kaupa sér hús eða bíl?

  Frumorsökin fyrir forvitni fólks um fræga fólkið er ekki sjúkleiki heldur metnaður til að koma sér áfram.  Þetta er sama ástæða og þegar börn fylgjast með foreldrum sínum og eldri systkinum:  Til að læra af þeim sem betur kunna.

  Með því að forvitnast um hegðun þeirra sem vegnar vel er verið að safna í sarpinn upplýsingum sem geta komið sér vel.  Læra af hegðun sigurvegarans.

  Þetta er vel þekkt í auglýsingasálfræði.  Þegar Egill Ólafsson,  vinsæll tónlistarmaður,  er fenginn til að mæla með Toyota er það ekki vegna þess að hann sé þekktur bílasérfræðingur heldur vegna þess að frægð hans gefur bílategundinni viðskiptavild.  Sama á við um það þegar Simmi auglýsir Domino´s pizzur.

  Þessi árátta í að fylgjast með þeim sem vegnar vel er ekki bundin við mannfólkið.  Þetta er líka þekkt meðal annarra dýrategunda.  Í rannsókn sem var gerð á öpum kom þetta glöggt fram.  Öpum í einangrun voru sýnd myndbönd af öðrum öpum sem stóðu efst í virðingarstiganum.  Aparnir í einangrun urðu svo spenntir að fylgjast með myndböndunum að þeir mötuðust ekki á meðan böndin voru spiluð.

  Hinsvegar truflaði ekki matarlyst apanna þegar þeim voru sýnd myndbönd af öðrum öpum neðst í virðingarstiganum.   

Jens Guð, 2.6.2011 kl. 12:07

12 identicon

Við lifum í músarsamfélagi þar sem meginn þorri almennings hefur meiri áhuga á hverslags tittlingaskít frekar en eitthvað sem skiptir raunverulegu máli.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 12:57

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir viðbrögð - við verðum víst að taka "mannlega" þáttinn inn í þetta. Forvitni um náungann o.s.videre ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.6.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband