Hvort finnst þér verra: Honey Nut IceSave eða Venjulegt IceSave ? ...

Mér finnst bæði verra, en hef spurt mig í nokkurn tíma hvort sé skárra af tvennu illu, að samþykkja samninginn eða samþykkja ekki samninginn. Auðvitað er ég búin að lesa rök, góð og vond rök, en mikið af rökum.  Í bæði nei-inu og já-inu felst óvissa og óvissa er erfið og óþægileg.   

Hvort er nú betra Honey Nut Cheerios eða Venjulegt Cheerios? 

Eða á ég bara að henda út öllu sem heitir Cheerios og fá mér Kornflex? 

"Það sem þú veitir athygli vex" ..  segja gúrúarnir og það er svo sannarlega satt.  

Ætti maður þá bara að hætta að veita IceSave málinu athygli og þá gufar það upp, kannski eins og dögg fyrir sólu. Kannski skuldin lika? 

Óvissa er vond, en hún er óumflýjanleg .. væri gott að geta kosið þetta á burt, en ég held að það sé ekki hægt.  Hvorki Já né Nei eyðir skuldinni. 

Hvað skal taka til bragðs? .. Verð ég að velja og hver segir það?  Hver stillti mér svona upp við vegg að þurfa að kjósa um eitthvað svona erfitt.  Hvort viltu fá niðurgang eða ælupest? 

Ég er að hugsa um að sitja hjá, sitja heima bara eða skila auðu,  svei mér þá - ég get varla látið þvinga mig út í að velja á milli einhvers sem ég er svona óviss um!  Ég vel að sitja hjá og láta ykkur sem vitið svo vel hvað er rétt og rangt kjósa.  Ég skal sjá um að velja eitthvað sem ég hef meira vit á, fjármál eru bara ekki mín deild.

Viðbót: 

Svarið er því JEI .. 

Þangað til á laugardag ....

how_is_corn_flakes_made.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er reyndar hrifnari af venjulegu kornflexi. En borða það ekki nema í neyð.

Vona samt að þú hættir ekki að blogga fram á laugardag, því það er svo gott að koma hingað inn og lesa svo margt fallegt sem þú miðlar mér og öðrum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 16:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meinti auðvitað Cerios

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 16:45

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Fyrirgefðu

Axel Þór Kolbeinsson, 7.4.2011 kl. 16:48

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Hvað mig varðar er ég búinn að heyra nóg af tölum og því "hvað gæti hugsanlega gerst í versta falli ef" og "hvað megi reikna með að niðurstaðan verði ef þetta fæst fyrir hitt". Ég ætla ekki að láta "ískalt mat" ráða því hvernig ég kýs.

Ég ætla að láta réttlætiskennd mína ráða. Ég ætla að kjósa með hjartanu. Ég ætla að segja NEI!

Svo er miklu betra að fá sér ristað brauð eða hrökkbrauð með osti heldur en morgunkorn.

Emil Örn Kristjánsson, 7.4.2011 kl. 16:49

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég öfunda ykkur sem hafið tekið ákvörðun.  Ákvörðunarkvíði er vond tilfinning.    Þess vegna ákvað ég að frelsa mig undan því og teysta ykkur fyrir þessu. 

Fæ mér alltaf ristað brauð um helgar, og reyndar múslí á virkum dögum! hehe..

Sé til með bloggið, takk fyrir hlý orð Ásthildur. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 16:58

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Axel - þú þarft ekkert að biðjast fyrirgefningar..

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 17:12

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. þessi færsla var ekki í boði General Mills!

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 17:39

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 18:19

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hef ákveðið að taka að mér það hlutverk að vera sáttasemjari milli NEI-ara og JÁ-ara og vera JEI-ari.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 18:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ekki veitir af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 18:35

11 identicon

Það væri kannski best er JEI væri í boði :)

Mér finnst það nú ekki vera spurningin, að sjálfsögðu á að borga. Sú greiðsla á að koma úr þrotabúinu. En að setja ríkisábyrgð á óútfylltan víxil, það finnst mér ekki góð fjármálafræði. Mér finnst alveg sama hvort um sé að ræða já eða nei, þá virðist varla vera hægt að ræða það öðruvísi en í upphrópunum og frösum. Þessvegna líst mér svo helv. vel á þessa samantekt hjá Marínó: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1156729/

Líka þessi "litla" staðreynd að öLL ágreiningefnin skulu leyst eftir breskum lögum í hollandi, og gerðadómurinn skipaður 1 íslendingi, 1 breta og 1 hollendingi.

Larus (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:33

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meira að segja Eva Joly varar okkur við að segja já.  Hún segir nákvæmlega það sem ég er búin að vera að tala um lengi, augu heimsins eru á okkur og landinu okkar fagra. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/08/augu_umheimsins_a_islandi/

Þess vegna er ennþá ótrúlegra að einhverjir ætli að segja Já á morgun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 12:29

13 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er þæglega leiðin að sitja hjá, en ekki endilega ábyrg leið. Sá sem er meðvirkur á erfitt með að standa með sjálfum sér, kallar það að nenna ekki að standa í neinu veseni, en bíður samt þannig upp á meira vesen oft á tíðum. Ég ætla að segja nei og standa með sjálfri mér og Íslenskri þjóð. Ég ætla ekki að taka á mig ábyrgð sukkarana, sem að senda nú þjóðinni fingurinn og halda sínu sukki áfram einhversstaðar út í heimi. Nei, Nei, Nei!

G.Helga Ingadóttir, 8.4.2011 kl. 13:18

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lýst vel á það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 13:51

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Svara þessu hér.

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 14:33

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

http://naflaskodun.blog.is/blog/naflaskodun/entry/1157449/

Sorry - vantaði hlekkinn ;-)

Mér finnst ekki endilega ábyrgt að kjósa þegar maður er klofinn í afstöðu. Ég gef ykkur sem eruð fullviss í  ykkar sök því mitt atkvæði. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband