Samskipti - hamskipti

Fékk eftirfarandi sent í tölvupósti, að vísu á ensku en leyfði mér að þýða og koma með athugasemdir. 

An Excerpt from
The 100/0 Principle
eftir Al Ritter

Hver er áhrifaríkasta aðferðin við að skapa og viðhalda frábæru sambandi við aðra?  Það er 100/0 meginreglan. Þú axlar fulla ábyrgð á þér og á sambandinu, býst ekki við neinu á móti (eða 0 á móti). (Þarna er verið að tala um skilyrðislausan kærleika, þar sem ekki er alltaf verið að ætlast til einhvers í staðinn ekki: "If youll scratch my back I will scratch yours" ..

Þetta er fæstum okkur eðlislægt að ætlast ekki til að fá eitthvað til baka. það þarfnast mikils sjálfsaga og skuldbindingar í sambandinu og að vera meðvituð um að gefa og gera 100 prósent. 

Þessi 100/0 meginregla gildir í samskiptum okkar við fólk sem er okkur of mikilvægt til þess að vera sífellt að dæma það, eða bregðast við því í stað þess að velja okkur viðbrögð gagnvart því.  Þetta getur átt við starfsfélaga, viðskiptavini, fjölskyldu og vini.

Hvernig gerum við þetta þá? 

Stig 1 - Taktu ákvörðun um að þú getir látið sambandið ganga upp.. gerðu það síðan.  Berðu virðingu fyrir hinni manneskjunni og sýndu henni hlýhug,  hvort sem hún á það skilið eða ekki. 
                                                         000000
 

Stig 2 - Ekki búast við neinu í staðinn, núll og nix.

 000000

Stig 3 - Ekki leyfa neinu sem hin manneskjan segir eða gerir (hversu pirrandi sem það er)að hafa áhrif á þig.  Með öðrum orðum, ekki bíta á agnið. 

(- þetta er svaka góð samlíking,  þá hugsum við okkur að við séum fiskurinn og hinn aðilinn veiðimaðurinn - um leið og við pirrumst, ergjum okkur, eða látum hafa neikvæð áhrif á okkur, erum við búin að bíta á agnið, föst á önglinum og dinglum þar, kveljumst jafnvel vegna þess) 

000000

Stig 4 -  Hafðu úthald, með því að halda tign þinni, virðingu og hlýhug.  Við gefumst oft of fljótt upp, sérstaklega þegar aðrir svara ekki í sömu mynt.  Mundu að búast ekki við neinu á móti. 

Stundum, reynist sambandið ögrandi, jafnvel eitrað, þrátt fyrir  100% staðfestu og sjálfsaga. Þegar það gerist þarftu að forðast að vera sá eða sú sem er uppfullur af þekkingu, "Hinn Vitandi" (stundum kallað beturvitringur) og skipta yfir í hlutverk  "Þess Lærandi" .. Forðastu yfirlýsingar/hugsanir hins vitandi,  eins og "þetta mun ekki virka" "Ég hef rétt fyrir mér, þú rangt"  "Ég veit þetta en þú ekki"  "Ég skal kenna þér"  "Þannig er þetta bara"  "Ég þarf að segja þér það sem ég veit" o.s.frv. 

Í staðinn skaltu nota yfirlýsingar/hugsanir þess sem Lærir eins og "Leyfðu mér að finna út úr aðstæðum og  átta mig á því sem er í gangi."  "Ég gæti haft rangt fyrir mér." "Ég er að pæla hvort að þetta hefur eitthvað gildi."  o.s.frv.   Með öðrum orðum, sem Lærandi,  sýndu áhuga, vertu forvitin/n. 

Mótsögnin í meginreglunni

Þetta getur hljómað undarlega, en eftirfarandi er mótsögnin: Þegar þú tekur einlæga ábyrgð á sambandi, velur hin manneskjan, oftar en ekki, lika að taka ábyrgð.  Þar af leiðir að þetta 100/0 samband breytist fljótlega yfir í eitthvað sem lítur út eins og 100/100. Þegar það gerist, verða straumhvörf í lífi einstaklinganna sem um ræðir, lið þeirra, stofnanir og fjölskyldur. 

--

Fyrirsögn mín var samskipti - hamskipti. Hér að ofan skrifaði ég straumhvörf.  Getur verið að við getum lært af þessu?  Hvernig eru samskiptin í dag.  Erum við alltaf að ætlast til að fá borgað?  Erum við fúl út í allt og alla því að okkur finnst við vera að gera allt fyrir alla en fáum ekkert til baka.  Getur verið að það sé vegna þessa viðhorfs, að vera með tilætlunarsemi?   Við foreldrar ættum kannski að hugsa þetta, makar o.s.frv. 

Hvað finnst þér? Getur þetta passað?  Ég gæti haft rangt fyrir mér? Undecided

Annars er sagt að  einhver maður hafi sagt einhvers staðar: 

„Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"  ... talandi um meginreglur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna ég hef reynt það á eigin skinni ekki bara einu sinni heldur oftar, að hafa átt erfið samskipti við aðrar manneskjur, um leið og ég ákvað að breyta minni hugsun og hugsa fallega til þeirra og skilja þeirra sjónamið og fyrirgefa, þá breyttust þær líka, alveg án þess að ég talaði nokkru sinni við þær um þetta, nú er ég í góðu kærleiksríku sambandi við báðar þessar konur, sem eru sitt úr hvorri áttinni.  Þetta er því skínandi bjartur sannleikur og ekkert annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér þetta mikilvæga innlegg Ásthildur, ég trúi þessu svo sannarlega sjálf. Hef stundum þurft að taka U beygju í samskiptum, en auðvitað kemur maður þá í raun út sem sigurvegari að lokum.

Ég ætla að vera dugleg að æfa mig í þessu, æfingin skapar meistarann eins og sagt er! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.4.2011 kl. 21:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega og þegar maður upplifir svona sterkt og mikið, þá bæði lærir maður af því og er þakklátur fyrir upplifunina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvað eru eiginlega "aðrar manneskjur"? Við skynjum annað fólk og búum til mynd af því í okkar eigin huga. Fólkið er alveg jafn mikið til þar, og fyrir utan. Við getum aldrei nokkurn tíma fullkomlega skilið raunverulegt eðli annars fólks. Ekki frekar en við getum skilið okkur sjálf. Við verðum alltaf að skapa einhverja mynd sem við notum til eiga samskipti við fólkið, en við skulum ekki trúa að þessi mynd sé sönn.

Ásthildur virðist skilja þetta mjög vel. Úr því við erum á annað borð að búa til þessar manneskjur/myndir, af hverju ekki búa til góðar og fallegar manneskjur?

Þeir sem aðhyllast kenningar Búdda tala stundum um að allir hafi í sér eitthvað sem kalla má Búdda eðli. Þeir hafa eðli sem er gott og upplýst en geta samt þjást af rangri sýn vegna fáfræði, reiði og eða græðgi. Ef þessar hindranir eru fjárlægðar kemur hin raunverulega, góða mannaskja alltaf í ljós.

Í samskiptum við aðra erum við alveg jafn mikið að hafa samskipti við okkur sjálf. Við fáum ALLTAF eitthvað í staðinn. Það sem við látum frá okkur hefur áhrif á okkur sjálf. Þannig kemur það alltaf til baka. 

Látið ljós ykkar skína, þið eruð frábærar

Hörður Þórðarson, 7.4.2011 kl. 01:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hörður, það er alveg hárrétt, og ég reyni að lifa eftir því.  Það sem ég sendi frá mér fæ ég tífalt til baka, þess vegna verð ég að reyna að senda eins oft og ég get fallegar hugsanir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 09:03

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpa! Af hverju erum við ekki vinir on þí blog?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.4.2011 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband