Fram, fram, fylking, forðum okkur háska frá því ræningjar oss vilja ráðast á ...

Fram fram fylking,

forðum okkur háska frá

því ræningjar oss vilja ráðast á.

Sýnum nú hug, djörfung og dug.

Vakið, vakið vaskir menn

því voða ber að höndum.

Sá er okkar síðast fer

mun sveipast hörðum böndum.

 

Eins og í þessum leik, "Fram, fram, fylking,  sem flest okkar þekkja, þurfum við að velja. Ekki að velja epli eða appelsínu,  heldur að velja Já eða Nei. Þeir sem ekki taka þátt í "leiknum" segja auðvitað ekki neitt. 

Þjóðin fer í halarófu og togar hitt liðið yfir á sitt svæði og enginn veit fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu hvernig fer.  Mér finnst svolítið sorglegt að mikil harka virðist vera komin í "leikinn" og menn farnir að taka býsna djúpt í árinni við þá sem fyrirfram hafa lýst yfir sínu vali. 

Kostirnir eru eiginlega báðir vondir, það er ekkert svart né hvítt í þessu og engin/n getur lýst yfir að hann eða hún hafi höndlað stóra sannleikann.

Hver og ein/n verður að fylgja SINNI sannfæringu, við verðum að virða hana og virða hvert annað.

Það má með kannski segja að ræningjar hafi ráðist á okkur,  eins og segir í textanum hér að ofan.  Reyndar á mun fleiri vígstöðvum en hvað IceSave varðar. 

Sýnum nú hug, djörfung og dug!  Hver og ein/n verður svo að gera það upp við sig hvað í því felst.  

Þú mátt svo gjarnan taka þátt í skoðanakönnunni hér til vinstri Wizard

gka3galm.jpg

 


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þrír búnir að taka þátt í skoðanakönnun, .. koma svo!!!..  annað liðið er komið með 3 aðila í reiptogið!

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 18:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er búin að svara, Neiið auðvitað hjá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 18:20

3 identicon

NEI

gisli (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:24

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir þátttökuna Ásthildur og Gísli!

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 18:28

5 identicon

NEI ... að sjálfsögðu!

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:40

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Nú hafa sextán manns tekið þátt og leikurinn er enn mjög ójafn ..  Takk fyrir þátttökuna Egill Þór og þið öll sextán!

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 19:01

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

14 Já og 3 Nei ... er þetta vegna þess að færri sem segja Já koma inn á Moggablogg, eða er þetta raunverulegur munur?  Hvað haldið þið?

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 19:11

8 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæl Jóhanna

NEI ER EINA RÉTTA SVARIÐ ÞAÐ SEGI ÉG

Jón Sveinsson, 5.4.2011 kl. 00:49

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei er líka svarið mitt :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2011 kl. 02:30

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir þátttökuna! ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 08:05

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það vantar í koznínguna,

~Löngu búinn að kjóza lángt utan kjörztaðar að zegja nei !~

& ekki zmáorð um það meir.

Steingrímur Helgason, 5.4.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband