Hver skrifaði (fyrir hönd þjóðarinnar) upp á Icesave víxilinn?

Ef ég hefði skrifað upp á víxil hjá vinum mínum, hann félli á mig, þannig að það kæmi í minn hlut sem ábyrgðarmanns að borga víxilinn - væri ég voða glöð að fá bara að kjósa um hvort ég ætlaði að greiða hann eða ekki.  Að sjálfsögðu myndi ég kjósa NEI ég ætla ekki að borga.  EN það er ekkert í boði fyrir mig, svoleiðis ganga málin ekki.   Ef ég gerist ábyrgðarmaður þá hreinlega verð ég að borga, annars lendi ég í slæmum málum.

Hvernig er þetta með Icesave?  Var ríkið ábyrgðarmaður eða ekki fyrir þessa menn sem settu þetta í gang?   Er eitthvað í boði að kjósa um þetta aftur og aftur?   Kæmi nýr og betri samningur eftir þrjóðaratkvæði númer tvö, eða yrðum við sótt til saka og boðin upp fyrir að borga ekki? 

Ef við erum ábyrg sem þjóð verðum við að axla þá ábyrgð og þá styð ég Bjarna Benediktsson í þessari ákvörðun sinni.  Ef við erum ábyrg sem þjóð og neitum að borga erum við eins og hverjir aðrir siðleysingjar.  Hverjir voru þeir annars sem skrifuðu upp á að tryggja Icesave reikninga,  upprunalega, fyrir hönd þjóðarinnar? 

Ef einhver getur svarað þessum spurningum mínum yrði ég voða þakklát, svo ég átti mig á hvar ég á að standa í þessu máli.  Ég held að margir svona "venjulegir" Íslendingar hafi ekki hugmynd um hvar þeir eigi að standa.  En ef við ætlum að kallast heiðarleg þjóð verðum við að standa við þá ábyrgð sem við höfum tekið okkur á hendur. 

Ef enginn hefur skrifað upp á neitt fyrir hönd Íslands þá, og aðeins þá, þurfum við sjálfsögðu ekki að borga.  

 


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Eru ekki einhverjir beturvitringar sem kunna svör við þessu? .. Hver samþykkti upprunalega, fyrir hönd þjóðarinnar, að tryggja Icesave reikninga?  Og ef að það var samþykkt - verðum við ekki bara að bíta í það súra, og við komandi aðili eða aðilar biðjast afsökunar að hafa kallað þetta yfir þjóðina?  Hverjir eru þeir? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.2.2011 kl. 09:00

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Tengdi þetta yfir á Facebook og fékk ágætar útskýringar!

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.2.2011 kl. 09:23

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þetta kom frá henni Dúu sem er lögfræðimenntuð:

Það er og var í gildi tilskipun sem við samþykktum sem aðilar af EES samningnum sem kveður á um ábyrgð á innistæðum og lög á grv. hennar. Hins vegar eru ekki allir sammála um túlkun þessarar tilskipunar. Þar kveður á um að ríkið skuli koma ...á fót tryggingarsjóði. Sem við og gerðum. Það má deila um hvort það hafi verið nóg að koma þessum sjóði á eða hvort að hann eigi að dekka allar innistæður. Það er lagalegur vafi á túlkun tilskipunarinnar, t.d. eins og hvort hún eigi við um þegar það verður efnhagshrun. M.a.s aðilar innan ESB eru ekki á einu máli um túlkun hennar. Þess vegna er lögmætur og réttmætur vafi um að við berum ábyrgð á Icesave. Ef að þetta væri allt kristaltært þá væru Englendingar og Hollendingar auðvitað búnir að sækja rétt sinn á annan hátt en að paufast samningaleiðina við okkur ár eftir ár. Sumir vilja meina að rétt sé að láta þá sækja rétt sinn og skera úr um allan vafa í gegnum dómstólaleiðina en það hafa þeir ekki viljað gera. Ég sé enga glætu í því að taka á okkur skuldir sem vafi leikur á um að við berum ábyrgð á.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.2.2011 kl. 09:25

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Vinsamlegast setjið gæsalappir þar sem við á!!

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.2.2011 kl. 09:25

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Svavar Gestsson var aðal samningarmaður vegna fyrsta Icesave samningsins ef þú ert að spyrja um það.

Hann kom með þann samning eins og gamall bóndi sem þarf að leita fjár í blindhríð og kemur snjóugur inn, þannig að það sér ekki í hann og segir; ég náði þessu en það fórst margt fé.

Menn voru í losti á þessum tíma og vissu ekki hvað var að gerast.

Stjórnkerfið var í losti og var varla starfshæft. Þjóðin var í losti. Það voru allir miður sín.

Þegar skip strandar í óveðri reyna menn að gera það sem rétt er á þeirri stundu, að bjarga skipverjum.

Ég ætla ekki að dæma Svavar Gestsson. Ég held að hann hafi reynt að gera það besta við þær aðstæður sem þá ríktu. Að reyna að koma þjóðinni í skjól.

Var það ekki þetta sem þú varst að spyrja um Jóhanna?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.2.2011 kl. 09:31

6 identicon

Þetta er barnaleg umfjöllun hjá þér Jóhanna. Hvar hefur þú verið síðustu tvö árin ?

Íslendingar eru ekki skyldugir að veita ríkisábyrgð á Icesave-kröfum nýlenduveldanna. Það er þess vegna sem þjóðsvikararnir reyna að færa kröfurnar í búning laga frá Alþingi.

Nægir peningar eru í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi til að mæta forgangskröfum, en þessar forgangskröfur þarf að skilgreina þannig að almenningur á Íslandi verði ekki krafinn greiðslu.

Enginn getur skuldbundið Íslendinga til fjárútláta nema þjóðin sjálf. Sú framandi hugmyndafræði að almenningur beri ábyrgð á gerðum stjórnvalda, á hvergi heima nema í glatkistunni. Undirlægjuháttur frammi fyrir erlendu valdi er ekki mönnum sæmandi.

http://altice.blogcentral.is/

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 09:33

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæll Þorsteinn og þakka innleggið, reyndar var ég að spyrja hver samþykkti upphaflega að tryggja reikningana sem væru stofnaðir hjá Icesave bankanum eða hvað sem það hét.  Ekki hver gerði fyrsta samkomulagið eftir á.

Svarið kom eiginlega frá vinkonum minni sem ég vitnaði í hér að ofan (en gleymdi að visu að setja gæsalappir utan um en set það því hér aftur:

 "Það etilskipun sem við samþykktum sem aðilar af EES samningnum sem kveður á um ábyrgð á innistæðum og lög á grv. hennar.r og var í gildi  Hins vegar eru ekki allir sammála um túlkun þessarar tilskipunar. Þar kveður á um að ríkið skuli koma ...á fót tryggingarsjóði. Sem við og gerðum. Það má deila um hvort það hafi verið nóg að koma þessum sjóði á eða hvort að hann eigi að dekka allar innistæður. Það er lagalegur vafi á túlkun tilskipunarinnar, t.d. eins og hvort hún eigi við um þegar það verður efnhagshrun. M.a.s aðilar innan ESB eru ekki á einu máli um túlkun hennar. Þess vegna er lögmætur og réttmætur vafi um að við berum ábyrgð á Icesave. Ef að þetta væri allt kristaltært þá væru Englendingar og Hollendingar auðvitað búnir að sækja rétt sinn á annan hátt en að paufast samningaleiðina við okkur ár eftir ár. Sumir vilja meina að rétt sé að láta þá sækja rétt sinn og skera úr um allan vafa í gegnum dómstólaleiðina en það hafa þeir ekki viljað gera. Ég sé enga glætu í því að taka á okkur skuldir sem vafi leikur á um að við berum ábyrgð á."

Vegna þess að einhver vafi var á, var ákveðið að fara út í samninga í staðinn fyrir að láta Hollendinga og Englendinga sækja þessa peninga til okkar og fara dómstólaleiðina.  Nú virðist þó deilt um hvort það hafi verið rétta leiðin, sumir vilja fara dómstólaleiðina og aðrir samþykkja samning númer 2,  eins og t.d Bjarni Benediktsson. 

Eins og kunnugt er hafnaði þjóðin samningi nr. 1 

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.2.2011 kl. 09:38

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Loftur, ég set hana fram á barnalegan hátt - eða einfaldan hátt, ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir svo marga.  Þetta er svona Icesave for "Dummies" - akkúrat fyrir kannski fólkið sem hefur ekkert sett sig inn í umræðuna.  Ég er nokkuð viss um að það sé stór hluti þjóðarinnar sem hefur kannski bara flotið með og gert eitthvað vegna þess að það fylgdi sínum stjórnmálaflokki.  Ég er ekki í stjórnmálaflokki.  Tek það fram.  Pólitík þarf að setja fram á einfaldan, eða barnalegn máta til að sem flestir skilji.  Ég er með nógu mikið sjálfstraust til að vera talsmaður - eða talskona fyrir okkur einfalda fólkið. 

Öll innlegg eru velkomin til að skýra málin. 

Farin á námskeið!! Ekki í Icesave að vísu ;-) 

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.2.2011 kl. 09:43

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. það er ekki að ástæðulausu að ég kallaði eftir "Besserwisserum"

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.2.2011 kl. 09:44

10 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þjóðin var dugleg að hafna samningi nr.1 enda var hún komin inn í hlýindi eftir að Svavar kom henni í skjól.

Það er réttaróvissa og ágreiningur í þessu máli og málaferlum fylgir alltaf áhætta.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.2.2011 kl. 09:45

11 identicon

Til að byrja með var þetta vandamál búið til þar sem útibú landsbankans voru ekki skráð í dótturfélag í bretlandi eða hollandi. Því var eftirlit á höndum FME og Seðlabankans ásamt því að innistæður voru tryggðar í tryggingasjóði innstæðueiganda og fjárfesta hér á landi.

Bresk og hollensk stjórnvöld reyndu fyrir hrun að fá Icesave útibú færð í dótturfélag frá íslandi, gekk ekki.

Svo kom hrun og lokaðist á innistæður, meðan voru stjórnvöld hér heima að tryggja að allir myndu fá allt sitt út úr fölnu bönkunm hér heima.

Þá fóru Bresk og hollensk stjórnvöld að hafa áhyggjur að Tryggingasjóður gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar, bréf frá viðskiptaráðuneytinu til breska fjármálaráðunetisins sagði orðrétt 5.október 2008.

"Ef þörf krefur mun íslenska ríkisstjórnin styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nauðsynlegs fjár til að sjóðurinn geti uppfyllt kröfur um lágmarkstryggingu, ef svo færi að Landsbankinn og útibú hans í Bretlandi gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar.“

Yfirlýsing forsætisráðherra frá 8. október 2008 „Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.“

ásamt símatali 7.október milli fjármálráðherra íslands og bretlans.

11. október árituðu íslensk stjórnvöld samkomulag við hollendinga um lánaskilmála vegna útgreiðslu lágmarksinnistæðutrygginga til hollenskra innistæðueiganda. Árni Matt tilkynnti á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðsins 11. október 2008. Á samt því kom tilkynning frá fjármálaráðuneytinu „Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.“

Á ECOFIN fundi í Brussel í nóvember 2008 var reynt að klóra í bakkan og reynt setja fram dómstólaleið sem gekk ekki.

Ekki nóg með heldur var icesave farið að koma í veg fyrir afgreiðslu um efnahagsaðstoð hjá AGS, í 9 lið viljayfirlýsingar til AGS stendur til að fá þá aðstoð sagði orðrétt

"„Við höfum einsett okkur að koma á traustu og gagnsæju ferli í samskiptum við innlánshafa og lánveitendur hinna yfirteknu banka. Unnið er skipulega að sambærilegu samkomulagi við alla þá erlendu aðila sem hagsmuna eiga að gæta gagnvart Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta hér á landi í samræmi við lagaramma EES. Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar.“

Þannig að ég held að það séu ansi margir sem þurfa að biðjast afsökunar.

Árni Páll Jónsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 09:57

12 identicon

Er þetta mál ekki komið á lokastig, allir sem að málinu hafa komið, telja að um það þyrfti að semja. Tel að í upphafi hafi átt að vísa því til dómstóla og fá skorið úr um lögmæti krafna gegn íslenska ríkinu. Sú leið var ekki farin þannig að ég tel þá sjálfstæðismenn sem leggja lóð á vogarskálarnar til að ljúka málinu menn að meiri.´"Það er samt verulega beiskur biti að kyngja skuldum óreiðumanna".

Aðalsteinn Jónsson. (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 12:13

13 identicon

 

Það er rétt Árni að margir eiga eftir að biðjast afsökunar og margir eiga skilið að dúsa í fangelsi. Það eru ekki bara þeir sem ollu efnahagshruninu, heldur ekki síður þeir sem stöðugt neita að gæta hagsmuna almennings. Fortíðinni verður ekki breytt, en á framtíðina verðum við að hafa áhrif til góðs. Eitt veigamesta verkefnið er að koma á samstillingu í samfélaginu.

 

Það er rangt hjá þér að útibú Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hafi verið sérstakt vandamál sem hægt hafi verið að leysa með dótturfélögum. Þessi lönd meðhöndluðu útibúin eins og þau væru dótturfélög og tóku þar með til sín lögsögu sem þau hafa ekki. Eftir hrunið gerðu þau þetta aftur með yfirtöku útibúanna og aðgerðum Breta gegn okkur með beitingu hryðjuverka-laganna.

 

Nú hafa þessi ríki og raunar Evrópuríkið í heild sinni viðurkennt sjálfstæði Íslands og þar með lögsögu. Efnislega snýst Icesave-deilan um sjálfstæði Íslands og þar með lögsögu yfir Landsbankanum og öllu sem Icesave-málinu fylgir.

 

Tilvitnanir í viljayfirlýsingar embættismanna hafa ekkert að segja í þjóðréttarlegu tilliti. Þeir sem framkvæma án fullgilds umboðs eru bara að tala fyrir sjálfa sig og geta orðið ábyrgir að lögum fyrir ólöglegar gerðir sínar. Árni, þú gerir umræðunni ekkert gagn að endurbirta það sem allir þekkja og allir vita að er ekki kjarni málsins.

 

http://altice.blogcentral.is/

 

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 12:15

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ágætu samantekt hjá Árna Páli. hérna koma smá viðbætur of skýringar

"Ef þörf krefur mun íslenska ríkisstjórnin styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nauðsynlegs fjár til að sjóðurinn geti uppfyllt kröfur um lágmarkstryggingu, ef svo færi að Landsbankinn og útibú hans í Bretlandi gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar.“

Á þessum tíma var engin leið að íslenska ríkið gæti staðið við þetta. það vissu allir sem að þessu komu. Neðanmáls í þessu plaggi er tilgreint að þetta skuli gert í samræmi við lög um innistæðutryggingar á evrópska efnahagssvæðinu, en þar stendur skýrum stöfum að ríkisábyrgðir á honum séu í reynd bannaðar og allir sem skipta máli í þeirri umræðu eru orðnir samála.  Ráðherra getur þessu utan ekki skuldbundið ríkissjóð með þessum hætti og því er raunverulega fyrirvari á þessu um að lög þessa efnis fari í gegn um íslenska þingið.

""Yfirlýsing forsætisráðherra frá 8. október 2008 „Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.""

Við þetta var, og hefur verið staðið að svo miklu leiti sem hægt hefur verið.  

""11. október árituðu íslensk stjórnvöld samkomulag við hollendinga um lánaskilmála vegna útgreiðslu lágmarksinnistæðutrygginga til hollenskra innistæðueiganda. Árni Matt tilkynnti á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðsins 11. október 2008. Á samt því kom tilkynning frá fjármálaráðuneytinu „Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur.""

Þetta er vitanlega  gert með fyrirvara um að hægt verð að koma slíkum samningi í gegn um íslenska þingið og aftur er tekið fram að  þetta  skuli gert á grunvelli gildandi regla um innistæðutryggingar á ees.

""Á ECOFIN fundi í Brussel í nóvember 2008 var reynt að klóra í bakkan og reynt setja fram dómstólaleið sem gekk ekki.""

Þarna er í reynd verið að benda Bretum og Hollendingum á að ef þeir borgi sjálfir fyrir innistæðutryggingarnar sem þeir og gerðu þá sé það á þeirra ábyrð. 

Upp frá þessu verður Bretum og Holendingum ljóst Íslendinga hafi ekki í hyggju að greiða þeim annað en það sem lög gera ráð fyrir. Þá upphófst leikur þar sem Bretar og Hollendingar reyndu að innheimta “ kröfuna” með því að beita áhrifum sínum í  IMF til að þvinga fram greiðsluvilja sem enn hefur ekki borið árangur.

Guðmundur Jónsson, 5.2.2011 kl. 13:15

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hvað varðar titilinn hjá þér þá er hægt að svara honum, núverandi ríkisstjórn skrifaði upp á víxil fyrir okkar hönd eftir að icesave nr.2 kom í hús, forsetinn hafnaði því svo í raun þá er staðan þannig núna að enginn hefur skrifað upp á víxil fyrir okkar hönd, þrátt fyrir margar tilraunir núverandi ríkisstjórnar og nú xD.

Það er tekið fram í þessum ESB lögum að ríkið beri ekki ábyrgð á innistæðum ef það hefur komið á fót innistæðutrygginga sjóði sem var gert hér í Íslandi, þessi sjóður var tekin í gegn af ESB stofnun skömmu fyrir hrun og stóðst hann lágmarkskröfur eins og flestar innistæðutrygginga stofnanir í evrópu.

Þetta dæmi með að ef þú skrifar upp á víxil og þess háttar á bara ekki við hér, ég man ekki eftir að hafa skrifað upp á víxil um að tryggja eitthvað fyrirtæki í einkaeigu, sem er í raun það sem bankarnir eru, þeir eru ekki ríkistryggðir frekar en næsta fyrirtæki hér í bænum, ríkið er ekkert frekar bótaskyllt í þessu þar sem banki hefur fengið aðila til að leggja inn pening á reikninga hjá sér (þrátt fyrir að vera með eftirlit) frekar en ríkið er skyllt til að greiða út bætur fyrir fólk sem er brotist inn hjá (ríkið í formi lögreglu er jú með eftirlit þar líka ekki satt?), ef þessi fyrirtæki hafa verið að fela eða svíkja undan með því að falsa gögn og þess háttar þá eru þessir menn glæpamenn og á að draga þá fyrir rétt.

Þú talar um siðleysi að borga ekki til baka, hversvegna er það siðleysi að vilja ekki borga ólögbundankröfu sem þú hefur aldrei séð áður né kannast nokkuð við? ef einhver Jón af götunni sem telur þig skulda sér pening fyrir eitthvað sendir þér rukkun í pósti ferð þú beint út í banka og borgar af því að annað væri siðleysi?

Er ekki meira siðleysi hjá ríkisstjórninni að vinna á móti sínum eigin landsmönnum við að troða ólögbundinni kröfu upp á land og þjóð, fyrsta greiðsla vegna Icesave sem er bara vextir, taktu eftir því þetta eru vextir hljóðar upp á hvað (21-26) milljarð króna, ég held að fólk sé orðið dofið fyrir krónutölum, þetta er alveg svívirðileg fjárhæð sem þarf að greiða í erlendum gjaldeyri, einnig hefur ekki nokkur maður hugmynd um hver endanlegur kostnaður fellst í þessum afarkostum sem er Icesave 3, þessar tölur sem búið er að henda fram eru miðaðar við bestu mögulegu útkomu, samt vill fólk samþykkja þetta.

Hvað með siðleysið í ríkisstjórninni að sækja ekki rétt okkar Íslendinga gegn Bresku ríkisstjórninni sem felldi banka hjá okkur og sá til þess að fallið í þessar kreppu var öllu verra heldur en það hefði verið.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.2.2011 kl. 14:26

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Jóhanna! Að gefnu tilefni vil ég benda þér á að í bloggi Friðriks Hansen Guðmundssonar er að finna 5 Umsagnir þær eru;  frá InDefence,lögspekingum,Seðlabanka,Gam Managemeat,Jfs greiningar. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2011 kl. 17:25

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki man ég eftir að hafa skrifað upp á sem ábyrgðarmaður fyrir skuldum Landsbankans. Ég hef þá verið mjög fullur.

Theódór Norðkvist, 5.2.2011 kl. 19:38

18 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Samkvæmt stjórnarskránni voru þessar undirskiptir ekki annað en samningur með fyrirvara um samþykki þjóðar og þings, þannig að undirskriftirnar voru ekki meira bindandi frekar en að ég hefði sem einhver Jón á Íslandi farið og skrifað undir.

Eyjólfur G Svavarsson, 6.2.2011 kl. 01:32

19 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hundurinn liggur einmitt þarna grafinn. Það skrifaði enginn upp á þessa skuld einkabankans Landsbankans. Það er enginn ríkisábyrgð á þessari skuld, enda er hún ekki til í bókhaldi ríkisins. Frumvarpið sem liggur fyrir Alþingi gengur einmitt út á að samþykkja ríkisábyrgð á þessari kröfu og koma ábyrgðinni yfir á skattgreiðendur hér á landi. Það er ekki hægt að skuldbinda ríkið nema með fjárlögum, með lögum frá Alþingi. Slík skuldbinding er ekki til í dag. En þegar Icesave hefur verið samþykkt á Alþingi þá verður hún til. Það kann að vera að einhverjir ráðherrar eða embættismenn hafi farið út fyrir sitt ábyrgðarsvið og samþykkt í samtölum við erlenda ráðamenn að ábyrgjast þessa kröfu, og þeir þurfa að taka ábyrgðina af því, en það gerir skattgreiðendur ekki ábyrga. Þannig lít ég nú á þetta. Og hver eru þeir nú sem stofnuðu til þessarar skuldar í Landsbankanum gamla? Er verið að reyna að gera þá persónulega ábyrga, eins og okkur skattgreiðendur? Ég veit ekki til þess.

Jón Baldur Lorange, 6.2.2011 kl. 01:35

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Jóni Baldri í þessu máli...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2011 kl. 01:42

21 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt Jón Baldur:

Það er einhvernvegin þannig að Icesave kröfu menn og stuðningsmenn þeirra Íslenskir, telja sig ekki þurfa að færa rök fyrir sínu máli, enda hafa kröfuhafarnir að líkindum aldrei verið beðnir um þau.

En það er alveg sama hvaða rök eru tiltekin gegn þessu máli og það er alveg sama hverjir það eru sem halda því fram að okkur beri ekki að borga Icesave, það virkar ekki á þetta fólk.  Ískalt hagsmuna mat B. Ben eru ekki rök.    

       

Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2011 kl. 07:33

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir öll innleggin ykkar, ég les þau og melti. Ég er að reyna að sjá "ljósið" í þessu, hvað sé hið rétta í stöðunni - og velta því fyrir mér á alla mögulega kanta. Pólitískt, efnahagslega, siðferðilega o.s.framvegis. 

Þetta er, finnst mér, líka spurning hversu siðað það er af ríkisstjórn að velta þessum þunga bagga á herðar hinum almenna borgara.  Á mót spyr örugglega einhver hversu siðað það er að standa ekki við skuldbindingar sínar.  Mér finnst að fleiri séu á því máli að í raun séu þetta EKKI skuldbindingar ríkissins.   

Mér finnst líka áhugaverðar umræðurnar um "hvað ef" farið verður fyrir dómstóla.  Menn eru hræddir við þá leið,  en sumir halda fram að sú áhætta sé ekki meiri en sú að skrifa undir nýja Icesave samninginn, sem ég hef séð að er stundum kallaður Icesave III.  

Niðurstaða: Þetta varðar okkur öll og er grafalvarlegt mál, þess vegna verður að kynna þetta (á einfaldan máta).  Hvaða niðurstöður og afleiðingar við erum að tala um?  Annars vegar ef samningur er undirritaður og hins vegar ef að við neitum að skrifa undir.  Eflaust veit enginn nákvæm svör við því, ég hef lesið getgátur og hugmyndir á öðrum síðum.  

Svona hvað andlegu hliðina varðar, þá er óvissa mjög slítandi - og svolítið verið að bera í bakkafullan lækinn hjá þjóðinni.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.2.2011 kl. 09:16

23 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Á mót spyr örugglega einhver hversu siðað það er að standa ekki við skuldbindingar sínar

Þetta er nú einmitt málið, Íslenska ríkið er ekki með neinar skuldbindingar að borga þessa afarkosti sem eru Icesave 3, aftur á móti þá er ríkisstjórnin ekki að standast sínar skuldbindingar í að verja sína þegna gegn ólögvörðum kröfum frá erlendu ríki, t.d. hvers vegna er bresku og hollensku ríkisstjórninni svo mikið í mun að við viðurkennum þessar skuldir?, við þess er einfalt svar, því það eru engar skuldbindingar sem hanga á okkur út af þessu máli.

Það er ekki eins og breskir og hollenskir borgara sem áttu inni á þessum reikningum séu ekki að fá krónu fyrir sinn hlut, ekki má gleyma að þessar ríkisstjórnir tóku þá ákvörðun án samráði við íslenska ríkið að borga út lágmarkstryggingu til sinna borgara úr sínum tryggingasjóðum, tryggingasjóðum sem eru einmitt til þess að greiða fyrir svona hluti.

Niðurstaða: Þetta varðar okkur öll og er grafalvarlegt mál, þess vegna verður að kynna þetta (á einfaldan máta).  Hvaða niðurstöður og afleiðingar við erum að tala um?  Annars vegar ef samningur er undirritaður og hins vegar ef að við neitum að skrifa undir.  Eflaust veit enginn nákvæm svör við því, ég hef lesið getgátur og hugmyndir á öðrum síðum.

Það er mikið rétt, það veit það enginn nákvæmlega hvað gerist, það er búið að henda fram nokkrum tölum sem gætu hugsanlega staðist við bestu hugsanlegu útkomu á þessu máli, en það er hvergi talað um hvernig þetta endar ef allt fer í kalda kol hér, og nota bene það er ekki verið að tala um þessa endurgreiðslu, heldur er verið að heimta vexti, flest allur kostnaður sem menn hafa reiknað út þetta eru ekkert nema vextir.

Ef farið er dómstólaleiðina þá og við töpum því þá getum við allavegana notað okkar eigin gjaldmiðil til að borga þetta án vaxta og landsbankinn og hans eignir færu allir til okkar til að nota til að greiða þetta niður, en ekki skipt upp á milli þjóðanna eins og Icesave 3 kveður á.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.2.2011 kl. 11:48

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Halldór,  hvað finnst þér um þennan pistil, þar sem talað er um að dómsmál sé mun áhættusamara?

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.2.2011 kl. 11:56

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mig langar að benda á þessa grein sem ég skrifaði 2009.

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.2.2011 kl. 12:08

26 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Áhugavert efni sem þú visar í frænka. Og svo vil ég benda þér á pistil minn í morgun um málið: Við segjum já við löglausum kröfum Breta og Hollendinga.

Jón Baldur Lorange, 6.2.2011 kl. 14:20

27 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Halldór,  hvað finnst þér um þennan pistil, þar sem talað er um að dómsmál sé mun áhættusamara?

Þarna er hann að tala um bestu fáanlega útkomu á Icesave og verstu fáanlegu útkomu á dómsstólum, munurinn á vöxtum og þess háttar skiptir í raun ekki máli þar sem við höfum rétt á að borga þetta í krónum (hægt að ganga frá því hér á landi), hann tekur ekki með inn í afleitt tap á því að þurfa að punga út endalausu magni af erlendum gjaldeyri sem þarf að fá lánaðan með tilheyrandi vöxtum, einnig er vert að taka fram að það veit enginn fyrir víst hvað icesave 3 kemur til með að kosta.

Ef allt fer á versta veg með Icesave 3 vs allt fer á versta veg með dómsstóla þá erum við betur sett með dómsstólana því þar fáum við að greiða í krónum og fáum allt sem skilast út úr skilanefnd bankanna (þ.e. sölu á eignum). 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.2.2011 kl. 19:42

28 identicon

Loftur Heritable og KS&F voru dótturfélög tryggð af FCSC, samt í eigu banka hér á landi. Tryggingasjóður breta og breska ríkið greiddu innistæðueigendum tapið þar.

Ekki eru þeir að rukka okkur fyrir það tap er það? Nei

Icesave var tryggt í tryggingasjóði hér á íslandi, íslensk stjórnvöld ákváðu að allir innistæðueigendur hér á landi væru "save" því stjórnvöld myndu redda málunum.

Ef dómstóll myndi skera úr um lögmæti gæti hann litið svo á að þarna hafi verið "skrifað upp á víxilinn", það gefur auga leið. Ef stjórnvöld ákváðu að allir hér heima væru tryggðir hlytu breskir og hollenskir innistæðueigendur í icesave að hljóta eins meðferð enda í sama trygginasjóði.

En svo það komi fram vill ég persónulega að skorið verði úr þessu máli fyrir einhverjum dómstóli.

Árni Páll Jónsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 00:43

29 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef dómstóll myndi skera úr um lögmæti gæti hann litið svo á að þarna hafi verið "skrifað upp á víxilinn", það gefur auga leið. Ef stjórnvöld ákváðu að allir hér heima væru tryggðir hlytu breskir og hollenskir innistæðueigendur í icesave að hljóta eins meðferð enda í sama trygginasjóði.

Sæll Árni, í þessu féllust neyðarlögin á sínum tíma, þ.e. ríki geta beitt neyðarrétti sínum ef þau sjá fram á að það komi í veg fyrir stórfellt tjón eða eitthvað því líkt í sínu landi, það er búið að reyna á þessi neyðarlög í réttum og hefur enginn hingað til dæmt þau ólögleg, svo að þessi biti er held ég eitthvað sem við ættum að óttast lítið ef kemur að dómsstólum í þessu máli!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.2.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband