Ráð fyrir Nýja árið í anda Anthony Robbins .. með "dashi" af innblæstri frá Dale Carnegie

Ég var að hlusta á myndband frá Anthony Robbins þar sem hann gefur góð ráð inn í nýja árið. Okkur finnst oft eins og okkur sé gefið nýtt tækifæri með nýju ári - reyndar er nýtt tækifæri að gefast okkur á hverri nýrri sekúndu sem hefst í lífi okkar. Heppin við! 

En svona í stuttu máli sagt þá eru ráð hans eitthvað á þá leið: 

Tökum okkur tíma tíma fyrir þankahríð og rifjum upp allar dásamlegu stundirnar frá sl. ári. Hverjir voru topparnir á árinu?  Það sem hélt þér uppi og gaf þér nýjan eldmóð?   Gerum (skriflegan) lista yfir allt sem var gaman og það sem við erum stolt af.  Hvaða ákvarðanir voru góðar - og hvaða stundir voru góðar? Er ekki ástæða til að endurtaka það? Byggðu á þessu.

Þegar búið er að tína fram það góða, þarf að hyggja að fortíð - því að að fortíð skal hyggja ef að framtíð skal byggja! 

Þá er komið að því að íhuga hvað var ómögulegt á árinu - hvað gekk ekki upp og hvað líkaði þér ekki?  Gott að gera sér grein fyrir því,  því ekki viljum við endurtaka það á næsta ári.  Til að byrja að nýju þurfum við að læra af fortíðinni.  Hvað er hægt að læra af fortíð og hvað er þá hægt að gera öðru vísi?  Þetta er ekki gert til að berja sjálfan sig fyrir það eða fá samviskubit, aðeins til að læra.  Skrifaðu þetta líka niður.

Þegar þetta er búið er hægt að fara að hugsa: 

Hvað ætlar þú að skuldbinda þig til að gera árið 2011?   Hver eru markmiðin?   Nýtt ár - nýtt líf fyrir suma.  Nýr möguleiki.   Allt sem þú þarft til að breyta er að taka ákvörðun! .. Þitt er valið. Hugurinn flytur okkur hálfa leið.  Ef þú ákveður breytingu, getur þú framkvæmt hana.  En þú verður að vera skýr hvað þú vilt.   Skilgreina vel.  

Hvað þýðir að skilgreina vel?  Það er t.d. ekki nóg að segja:  Í ár ætla ég að bæta samband mitt við manninn minn/konuna mína.  Þú verður að setja niður á blað hvernig þú ætlar að gera það! ..

Það sem þú gerir skiptir þá miklu máli.  Það þýðir ekki að segjast vilja og/eða ætla að eiga gott samband eða hjónaband,  en gera ekkert í því.  Segðu maka þínum frá tilfinningum þínum, að þú elskir hann,  virðir,  þyki vænt um hann o.s.frv.  Við þurfum öll á því að halda reglulega.  Þú gætir planað óvissuferð fyrir ykkur,  eða komið á óvart á einhvern hátt. 

Það er einnig gott að hafa mælanleg markmið og dagsetningar, t.d. í staðinn fyrir að segja að þú ætlir að mála baðherbergið á árinu niður á blað, skrifar þú að  fyrir 3. apríl ætlir þú að vera búinn að mála baðherbergð. 

Að skrifa niður er MJÖG mikilvægt - og það er búið að sanna það að skrifanleg markmið nást mun frekar en þau sem við setjum okkur í huganum.  

Ég vil endilega deila þessu með sem flestum, því þess fleiri sem ná sínum markmiðum í lífinu þess meiri vigt á hamingjuvog heimsins. Smile

Sem sagt við setjum fram hvað okkur langar að gera OG hvernig við ætlum að gera það! ..skrifum það líka niður. Okkar meginmarkmið í þessu lífi hlýtur að vera hamingjusöm svo það er líka gott að gera sér grein fyrir því hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm? Um leið og við erum hamingjusöm, eigum við auðveldara með að gefa af okkur og lýsa öðrum.  Hamingja þín er hamingja mín. 

Gangi okkur vel! 

p.s. Eitt af mínum markmiðum er að reka mína eigin hugræktarhreyfingu, -  hvernig?

1) Ég er að vinna að heimasíðu til að kynna hana, og planið að hún verði tilbúin eigi síðar en 10.jan 2011.

2) Ég er að byrja með námskeið - fyrsta hefst 10. janúar 2010 og hefur heitið "Tjillað í tilfinningunum" en þar verð ég með stutta hugvekju, síðan er farið í hugleiðslu og á eftir er það sem fólk upplifir rætt.  Þetta er mjög sniðugt fyrir t.d. þá sem eru í tilvistarkreppu og átta sig ekki á hvað er að bögga það. Þá sem eru á krossgötum í lífinu og bara hvern sem er.  - Námskeiðið verður fjögur mánudagskvöld, og kostar 8000.- krónur á mann,  sem er svipað og einn sálfræðitími. Staðsetning: Súðarvogur 7.  Hægt er að hafa samband við undirritaða í tölvupósti johanna.magnusdottir@gmail.com  til að fá nánari upplýsingar á meðan heimasíðan er ekki komin í gagnið,  eða hreinlega stökkva til og bóka sig - Smile   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér líst vel á þetta hjá þér Jóhanna og hvet sem flesta til að mæta.

Ég veit að þú hefur af miklu að miðla og enginn verður svikinn af þessum námskeiðum.

Jón Ríkharðsson, 19.12.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér fyrir Jón.

Jóhanna Magnúsdóttir, 20.12.2010 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband