"Hún bar harm sinn í hljóð" þetta þótti mjög kúl - þar til .....

Ég er ekki að mæla með því að fólk þyrpist öskrandi út á götur að upplýsa um sorgir sínar og sár. Nei, nei .. en þessi hrósyrði "Hann bar harm sinn í hljóði" eða "hún bar ekki tilfinningar sínar á torg" .. er eitthvað sem má endurskoða hvort að er í raun eitthvað til að hrópa húrra fyrir eð mæra fólk fyrir í minningargreinunum.

Manneskja sem byrgir inni tilfinningar og sorgir verður yfirleitt bitur og reið.  Þetta er eins og graftarkýli sem bara stækkar en aldrei er kreist og greftrinum hleypt út.  Ojbara annars hvað þetta er eitthvað ljót samlíking.  Eigum við kannski frekar að líkja þessu við goshver? 

Ég held það sé manneskjum hollast að sletta úr sér janfóðum og það fer að bóla á vonbrigðum, leiða, sorg, kvíða o.s.frv..  frekar en að safna þessu upp og gjósa svo stóru gosi.  Eða þá að gjósa ekkert og enda kannski inni á hjúkrunarheimili  fullur af reiði og vonbrigðum, og hver veit hvernig fólk gýs þá? 

Sumir þurfa hjálp - og má þá hella smá grænsápu til að hjálpa við útrásina! 

Ég held s.s. að við verðum beygð á sálinni ef við höldum öllu inni, það þurfa allir á vinum að halda eða sálusorgara til að tjá sig við.  Sumir segja blogginu frá sorgum sínum,  virðum það bara.  Sumir segja fjölskyldu sinni og/eða vinum.  Auðvitað er betra að hafa eyru til að hlusta og manneskju til að deila með.  

Um leið og harmi er deilt,  þá minnkar hann.  Það er líka bara stærðfræðilega rétt. 

Berum ekki harm okkar í hljóði,  það gerir okkur kræklótt og beygð á sálinni. 

Þetta var svona hugvekja föstudagsins, en nú er komið að matseld! Smile

p.s. er að byrja með námskeið "Tjillað í tilfinningunum" sem er þannig byggt upp að ég kem með innlegg, síðan er farið í "andlegt ferðalag" og slökun í ca. 20 mínútur og svo tilfinningar ferðalagsins ræddar.  Verið óhrædd við að leita upplýsinga og sendið mér póst johanna.magnusdottir@gmail.com 

Námskeiðið er fjögur mánudagskvöld, fyrsta skipti 10. janúar - og stendur frá 20:00 - 22:00.  Upplagt að demba sér,  hvort sem maður er í gleði eða sorg.  Staðsetning:  Súðarvogur 7 í Reykjavík,  húsnæði Lausnarinnar.  Kaffi, te og kósýheit ;-)

Þetta verður ekki leiðinlegt! Wink

p.p.s. 

Er með fimm ára nám í guðfræði að baki - s.s. óvígður prestur (látið það ekki fæla frá ;-)) 

Kennsluréttindi á framhaldsskólasviði.

Fimm ára starfsreynslu sem aðstoðarskólastjóri framhaldsskóla.

Lærði hugleiðslu og slökun í tvö ár. 

Kenndi sjálfsstyrkingu og tjáningu. 

Var leiðbeinandi á námskeiði "Líf eftir skilnað" 

Var með námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir konur í Víðistaðakirkju. 

Hef farið á ótal námskeið tengd mannlegum samskiptum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta, graftarkýli, goshver, reið .... böl ...

Ég hélt allir Íslendingar væru í raun Írskir, eða papp ættar, sem ber með sér að það eina sem við kunnum til hlítar.  Það er að bölva og ragna, og láta í ljósi reiði okkar með sál og líkama.

Ekkert fjandans innibirði hér

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki bara það Jóhanna mín, heldur er víst komið í ljós að tár hafa lækningamátt, og innibyrgð reiði gefur manni allskona kvilla, svo sem bakverki og innri mein. Þess vegna er best að loka ekkert svona inni, heldur setja það strax út fyrir líkaman.  Takk annars fyrir góða færslu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2010 kl. 23:11

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Bjarne Örn, takk fyrir innleggið.  Ef þú bara vissir hversu margir eru bældir og hafa falið sínar tilfinningar.  Gott hjá þér að byrgja ekki inni!

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 00:38

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ásthildur mín, gott þú minntist á tárin - gráturinn er svo sannarlega hreinsandi og leiðinlegt þegar maður heyrir af fólki sem getur ekki grátið. Ég þekkti einu sinni konu sem var svona stífluð - hún hafði ekki grátið í mörg ár, en fékk hjálp við það að lokum og leið að eigin sögn "eins og fiðrildi" á eftir.

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 00:40

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Best er að gráta við hlustun á góðri tónlist. Það er alveg yndisleg tilfinning.

Hörður Þórðarson, 18.12.2010 kl. 09:07

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála þér Hörður,  ég á mér mín "uppáhaldsgrátlög" ..

Við þekkjum það líka mörg að það er þegar fallegir tónar fara að hljóma í jarðarförum að við náum ekki lengur að halda aftur af grátinum,  jafnvel þó maður hafi bitið á jaxlinn í gegnum fallega minningaræðu!  

Tónlistin spilar á tilfinningarnar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 09:17

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Verðum að hjálpa okkur sjálf,ég treysti eingum til að leysa mín sálarlegu vandamál,verð að gera það sjálf og hef gert og geri með jóga og öðru. Það sem bjargaði mér þegar ég misti minn heittelskaðan var að hlusta á musik alltaf, alla daga og nætur til að komast yfir sorgina.Við manskepnurnar erum svo ólíkar.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 18.12.2010 kl. 14:41

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl Sigurbjörg, - í raun hjálpum við okkur alltaf sjálf, en það getur verið gott að yrða líðan okkar við aðra. Fólk fer svo sannarlega misjafnt að, ég þekki reyndar mann sem sagðist sinn eigin sálfræðingur lengi - það reyndist ekki góð sálfræðiráðgjöf, án þess að ég fari dýpra í það.

En það er rétt, misjafnflega förum við mennirnir að - og ef að hægt er að létta af sér biturð, reiði eða öðru sem um sig getur grafið með sjálfum sér og tónlist eða jóga þá er það auðvitað hið besta mál. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 15:18

9 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta. Svar.Við reynum alltaf að hjálpa okkur sjálfum,en stundum þurfum við á öðrum að halda,en hverjum á maður að Treysta,það er spurninginn.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 18.12.2010 kl. 16:46

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Margir treysta á fjölskyldumeðlimi og/eða vini eða vinkonur.  Sumum finnst betra að leita til hlutlausra fagaðila.  Við erum með sálfræðinga, presta, lækna eða aðra lifsráðgjafa sem gefa sig út fyrir að hlusta  - en það þarf hver og einn að finna sinn aðila.  

Ef að manneskja hefur lent í alvarlegu trúnaðarbroti, getur verið erfitt að byggja upp traust á öðrum manneskjum.  Sjálf hef ég aðallega hjálpað ungu fólki og endað í einhverjum tilfellum hjá barnaverndarnefnd eða geðdeild, eða vísað á meðferðaraðila eftir því sem við á.  Sumum hef ég getað liðsinnt sjálf.  Í hópavinnu er þagnarskylda og hef ég ekki lent í því að það myndist trúnaðarbrestur í hópnum.  Einmitt öfugt - þ.e.a.s það myndast einhvers konar gagnkvæmt traust, þegar allir í hópnum deila sínu. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband