Skóli er skóli, en skóli er ekki Óli ....

Það er mikilvægt í öllu þessu uppnámi í kringum Ólaf Hauk Johnson, skólastjóra og eiganda Hraðbrautar  og hans gjörninga eða ekki gjörninga að aðgreina starf skólans,  þ.e.a.s. starf kennara og nemenda frá hans ytra starfi og gjörðum.

Menntaskólinn Hraðbraut er fyrst og fremst menntastofnun og það býsna góð, þó ég segi sjálf frá sem aðstoðarskólastjóri.  Skóli sem hefur þjónað hundruðum nemenda mjög vel,  sumum hverjum þannig að þeir fundu sína réttu hillu í lífinu. 

Í raun má segja að það vanti úrræði fyrir nemendur sem hafa fallið út úr skólakerfinu og vilja komast inn aftur,  þar ganga mjög margir á læstar dyr framhaldsskóla - og þá 100% ríkisrekna.  Auðvitað hefur Hraðbraut ekki pláss fyrir alla sem hrekjast á milli skólastofnana og þeir verða að vera býsna ákveðnir til að læra svona ofurhratt!  En margur týndur sauður hefur nú samt ratað þarna inn hjá okkur og sá hinn sami fundið sig bara býsna vel. 

Nei, - Menntaskólinn Hraðbraut er ekki Ólafur Haukur Johnson ekki frekar en að Samskip er ekki Ólafur Ólafsson,  nú eða kirkjan Karl biskup. 

Það er kannski sá munur á Ólunum og Kalla að þeir eru eigendur líka en ekki Karl. 

Sú sem þetta ritar var sæmd titlinum "sál skólans"  af nemendum á árshátíð 2. júní sl.  Nú ef að Óli væri skólinn þá væri ég "sál Ólafs"  Woundering  ... 

Ríkið/ Menntamálaráðuneytið ætti núna að taka sig saman í andlitinu, og aðeins að líta í eigin barm fyrir að hafa ekki fylgst betur með málum, að reglugerðum væri fylgt eftir,  starfsfólk fengi að ganga í stéttarfélag án átaka og gæta að hag nemenda fyrst og fremst og að sjálfsögðu umsýslufólki nemenda; kennaranna og annars starfsfólk.  Skólinn hefur staðið sig vel,  þrátt fyrir allt og allt,  og þeir sem hann hafa sótt og foreldrar bera þess best vitni.

Stjórn skóla á að skipa af fagaðilum, og  fulltrúa frá ríkinu líka en ekki á að samþykkja einhvers konar "Tantebestyrelse"  jafnvel þó að þar fari hið vænsta fólk.  Slíkt er bara ekki í lagi og ber bara merki einkavinavæðingarinnar.  Vonandi lærum við nú öll eitthvað af þessu,  en plís, plís, plís, þessi skóli verður að fá að lifa,  það þarf bara að taka til og gera rétt. 

Hraðbraut er valkostur í íslensku skólakerfi sem ekki er til annars staðar.  Að sjálfsögðu ekki einungis valkostur fyrir þá sem eru að reyna í 2. eða 3. sinn við framhaldsnám.  Einnig  valkostur nemenda sem eru að koma úr grunnskóla  sem þurfa mikla áskorun,  valkostur þeirra sem hentar að sitja í lotukerfi,  valkostur nemenda sem hefur leiðst í skóla og valkostur þeirra sem hafa jafnvel lent í einelti. Það er reynsla mín eftir sex ára starf. 

Slíkur valkostur er vandfundinn annars staðar.  Við skólann starfa fyrsta flokks kennarar og starfsfólk og þetta fólk á skilið allt hið besta. 

Ég var orðin lasin af leiðindum vegna alls þess sem á hefur gengið í vetur og það gekk reyndar  býsna nærri mér. Þess vegna ákvað ég að ég þyrfti að hætta og var það reyndar ábending frá lækni.

Líkingar ná bara ákveðið langt, það er nú samt slæmt ef að "Sál skólans" er orðin veik,  en ég er viss um það að hana má hressa við og gleðja og  auðvitað er hið innra starf skólans,  menntun nemenda og uppbygging þeirra hin eiginlega sál skólans. Auðvitað hefur skólastjóri tekið þátt í því líka - það má ekki horfa fram hjá því. Hann kom líka starfinu á koppinn, en vonandi hrindir hann því ekki af honum aftur. 

En sem sagt, ítreka að skólinn er skóli, ekki Óli. Umræðan verður að fara fram á því plani, hér á ekki að vera um gróðabusiness að ræða,  þó að sjálfsögðu eigi allir fái sín sanngjörnu laun fyrir sína vinnu, líka skólastjóri - og ef að einhver heldur að framhaldsskóla eigi að reka sem business þá er sá hinn sami á villigötum.

Vonandi læra allir af sínum mistökum,  hvert sem litið er.  Það þarf að standa vörð um heimilin og það þarf að standa vörð um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,  líka Menntaskólann Hraðbraut. 

 

 Við afhendingu viðurkenningar - "Sál skólans"  

                                                                                           

- Oddur nemendaráðsformaður og ykkar einlæg glöð á góðri stundu._tskriftarveisla_inga_lara_16_juni_2010_209.jpg_tskriftarveisla_inga_lara_16_juni_2010_208.jpg


mbl.is Ríkisendurskoðun gerir úttekt á Hraðbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi skóli er algjör nauðsyn, ég myndi gráta ef skólanum yrði leyft að falla með þessu leiðinda máli.

Þessi skóli var sko alveg himnasending fyrir mig!

Ég er ánægð með þig Jóhanna að láta í þér heyra, ég hugsaði það sama þegar ég sá fréttirnar, að þó að Óli hafi gert mistök, þá má það ekki bitna á skólanum!

Tinna Borg (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta innlegg Tinna mín, ég tel að það sé mjög mikilvægt að sem flestar raddir heyrist til stuðnings starfi skólans - raddir nemenda, foreldra og starfsfólks.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fékk líka þessa athugasemd við fyrra blogg um Hraðbraut:

Dóttir mín gekk í Hraðbraut og var glöð og hamingjusöm í skóla, nokkuð sem hún hafði ekki upplifað í mörg ár. Hún fékk góða kennslu og þarna létu kennara og annað starfsfólk sér umhugað um nemendur sína. Við höfum ekkert nema gott að segja um skólastarfið í Hraðbraut, vona innilega að skólinn standi þetta af sér og haldi áfram að starfa í sama anda og áður.

Sigrún (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 11:45

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 23:00

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hér er tengill á fyrra bloggið - smellið HÉR

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 23:02

5 identicon

Vegna vankunnáttu minnar ætla ég nú ekki að gefa neitt út hvort mér finnist Ólafur skólastjóri hafi gert mistök eða ekki, að þá vill ég endilega senda ykkur (Hraðbraut) minn stuðning með orðum í sambandi við að halda Menntaskólanum Hraðbraut áfram starfandi.

Sem fyrverandi "týndur sauður" að þá get ég vottað það að Hraðbraut hjálpaði mér að finna mína hillu í lífinu :) og spiluðu allir þættir þar inní, hvort sem það var skólinn, náms uppbygging eða starfsfólk skólans.

Glaður mun ég hjálpa ef ég get því ekki vil ég sjá þennan skóla leggjast niður.

Kv Ívan Þór Ólafsson "fyrverandi týndur menntasauður :)"

Ívan Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 06:42

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Ívan minn,  í morgun kom DV út með meiri fréttir.  Það sorglega við þann fréttaflutning er að hann er allur á neikvæðu nótunum og einnig margar rangfærslur.  Hvergi er minnst á það jákvæða starf sem unnið hefur verið í skólanum, vitnað í fyrra blogg mitt sem er jákvætt blogg um starf skólans,  en aðeins setningin sem ég tala um svörtu hliðina, þ.e.  að ég voni að þessi svarti blettur hafi ekki áhrif á innra starf skólans. (Svarti blettur = fjármálatilfærslur Ólafs)  Ekki hef ég hugmynd hvort þær eru lögbrot,  en fróðir menn og konur hafa sagt mér að þær séu a.m.k. siðbrot - sé þetta rétt með farið, sem fram kemur í fréttunum.

Blaðamaður DV hringdi í mig og sagði ég við hann að nemendur væru það sem skipti máli,  en það virðist a.m.k. ekki vera aðalmál þeirra. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.7.2010 kl. 06:54

7 identicon

Þótt starfandi sé í þeim geira (fjölmiðlageiranum) að þá er ég tilneyddur til að segja að fjölmiðlar á Íslandi huga oft ekki um gæði frétta sinna heldur frekar krassandi æsifréttamennsku sem einungis er rituð til að auka á sölu.

Ég var loks að lesa mig í gegnum eldri blogg og færslur og sá ég að þú hefur sagt starfi þínu lausu. Ég ætla nú ekki að hneyklsast á því :) en verð þó samt að segja að með brotthvarfi þínu frá skólanum að þá hefur stórt skarð verið hoggið í hann sem erfitt verður að bæta. Hlakka til að sjá hvaða vetvangur það er sem þú tekur þér næst fyrir hendi enda handviss um að þú átt eftir að brillera þar svo ég sletti nú smá :)

Ívan Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 08:28

8 identicon

Ég er hjartanlega sammála Ívani, góðvini mínum og fyrrum skólafélaga.

Sumir hlutir, já og stofnanir, skilja eftir sig einungis góðar minningar og Hraðbraut er sannarlega stak í því mengi (smá fræðifroða til að slá um sig með ;)).

En að öllu gamni slepptu þá væri það stórkostlegur afleikur að knésetja þennan frábæra skóla !!

Leitt að heyra að þú sért að segja starfi þínu lausu Jóhanna, þú varst alltaf sál Hraðbrautar.

runar (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 11:21

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með tilnefninguna sál skólans þú átt hana svo margfalt skilið.

Þetta með að segja starfi þínu lausu ætla ég ekki að dæma um, en veit svo vel að ef manni lýður ekki vel þá vinnur maður ekki vel heldur og það bitnar fyrst og fremst á manni sjálfum, þetta er þitt líf sagði mætur maður við mig um daginn og lifðu því eins og þér þykir best, segi þetta við þig Jóhanna mín.

Skólinn verður að halda áfram það er engin spurning, en hvernig  get ég ekki út talað mig um.

Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2010 kl. 11:59

10 identicon

Það er mikill missir fyrir hraðbraut að missa þig Jóhanna, þú varst svo rosalega stór partur af skólanum.

 En ég tek undir með Tinnu, vona að skólinn falli ekki með þessu leiðindarmáli, það væri algjör synd.

Sif Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 15:04

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað getur skóli aldrei orðið sál eihvers hvort sem hann er skólastjóri eða eitthvað annað.  En þessi maður hefur svo sannarlega sett svartan blett á skólann, og vonandi skilar rannsókninn sannleikanum, og ef satt reynist að hann hafi gert það sem hann er sakaður um, þarf hann einfaldlega að fara frá og aðrir að taka við.  Væntanlega þú mín kæra, sem er svo sannarlega treystandi fyrir hverju sem er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2010 kl. 10:19

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka ykkur innleggin Milla og Ásthildur

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.7.2010 kl. 06:48

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

..og auðvitað knús á ykkur Ívan og Rúnar,  gamlir uppáhaldsnemendur!

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.7.2010 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband