22.6.2010 | 07:02
- 4,9 kg eftir viku 4 - mjónublogg
Undanfarna daga hef ég aðallega verið að blogga um ein hjúskaparlög. En nú skal taka pásu og upplýsa um árangur í "opinberu aðhaldi" þar sem ég hef breytt mataræði og heldur aukið við hreyfingu. Kalla það í gamni "Siberíukúrinn" ...
Það hjálpar nú smá að nú er hundur á heimilinu tímabundið sem lætur ekki segja sér að hann fái ekki að fara út að ganga, og það helst á hverjum degi!
Ég var að vonast til að missa 900 grömm þessa viku, til að ná sléttum 5 kílóum frá upphafi 25. maí, en það voru 800 grömm og það er samt stórgóður árangur. "Body Mass Index" eða þyngdarstuðull er 25.5 en eins og ég hef upplýst er það stefnan að komast niður í eða niður fyrir 24.9 sem er kjörþyngd. Nú vantar aðeins 2.1 kg í það!!!
Nokkuð "sukk" var á minni 16. júní, en þá fékk ég mér rauðvín og smá veislumat. Það var s.s. "svindl vikunnar" en ég hef leyft mér svona svindl ca. einu sinni í viku. Ég var svo með smá eftirmiðdagsboð á 17. júní og þá bjó ég til svaka mikið salat, en keypti kökur og fínerí fyrir gesti líka, sem ég snerti að sjálfsögðu ekki. Gulrótarkakan var hryllilega freistandi, en sumir láta alltaf eins og gulrótarkaka sé voða holl, en það er auðvitað bara blekking, þar sem t.d. kremið er gert úr rjómaosti og flórsykri. Mæli s.s. ekki með henni.
Ég tók mynd af salatinu mínu, en það vara bara svona klassískt fullt af alls konar grænmeti og fræjum, og svo kjúklingalundir, notaði sesamolíu til að hafa tilbreytingu og síðan balsamic gljáa frá Sollu til að skreyta og bragðbæta. Skreytti líka með vínberjum, nammi, namm.
Efir viku 4. - 4,9 kg (-800 gr á viku)
Hér er tengill á blogg eftir viku 3. - 4,1 kg (-200 gr á viku)
Hér er slóð á blogg eftir viku 2. -3,9 kg (-900 gr á viku)
Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg (- 3000 gr á viku)
Og hér startið, 25. maí 2010.
Ef þessu er deilt á fjórar vikur eru það 1,225 kg á viku sem er meira en nóg.
Það sem ber að varast er m.a. að:
- Borða ekki eða of lítið!
- sleppa úr máltíðum
- sleppa morgunmat
- gleyma að drekka vatn
- borða of stóra skammta
- borða seint á kvöldin
Ég mæli með því að halda svona "opinbera" dagbók, það veitir mér mjög mikið aðhald að falla ekki í freistni.
Athugasemdir
Dugleg stelpa
Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2010 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.