15.6.2010 | 07:20
Komin yfir 4 kg þröskuld eftir viku þrjú
Ég þori nú varla að skrifa fleiri mjónublogg á meðan öll þessi detox umræða er í hámæli, en mitt aðhald er á þann hátt að ég borða bara það sem ég veit að er mér hollt og gott.
Ég greindist með bólgur í vélinda og var oft með magaverki, þess vegna m.a. tók ég kaffi út af matseðlinum. Áfengi fékk að fjúka líka og er það bara hressandi, ekki heldur að ég sakni þess eins mikið og kaffisins. Snakk, sætindi (sælgæti og kökur) var strokað út, snakk og unnar kjötvörur sömuleiðis og svo felst það líka í tilrauninni að sleppa mjólkurvörum.
Ég tek vitamín eins og kalk og D- vitamín og lýsi. Enn er ég að vinda upp göngurútínu, ætlaði reyndar að ganga á Helgafell í gær með góðum konum, en þurfti að fresta því og gekk því í ca. 40 mín um miðbæinn og kringum tjörnina með hund sem hélt mér við efnið! .. Á sunnudag gengum við systur líka í klukkutíma hressandi morgungöngu í yndislegu veðri.
En vigtin miðað við síðustu viku fór 200 grömm niður, það þýðir ekkert að svekkja sig á að hún fór ekki meira, enda væri það kannski abnormal þegar á heildina er litið. Allt niður á við er gott og nú hef ég náð -4.1 kg af síðan 25. maí. Lokatakmark er 7 kg, svo 2,9 er eftir. En þá er ég að sjálfsögðu orðin PERFEKT og það er "dammdararamm" fyrir: SJÁLFA MIG. Ég náði reyndar neðar í vikunni, en vigtin sem gildir er þriðjudagsmorgunvigtin.
Ef þessum -4,1 kg er deilt á 3 vikur eru það nákvæmlega 1,3666666.... kg á viku .. sem er reyndar enn yfir mörkum, en 500 gr - kíló er mjög gott.
Núna er ég aldrei uppþanin, hringarnir "dingla" á puttunum, ég drekk heilsute og vatn eins og vindurinn og bara glöð og sátt við lífið. "We are just body" las ég hjá Anthony Robbins, kannski er það galdurinn, að þegar okkur líður vel í líkamanum þá erum við heilli og glaðari.
Í dag, eftir 3 vikur eru komin - 4,1 kg
Hér er slóð á blogg eftir viku 2. -3,9 kg
Og svo hér eftir viku 1. - 3,0 kg
Og hér startið, 25. maí 2010.
Og nú er bara að halda áfram og ganga glöð út í lífið og drekka vatn og meira vatn sem á að vera þjóðareign og er fjöregg okkar Íslendinga og við verðum að halda því þannig, allt annað er galið.
( http://kkjartansson.files.wordpress.com/2009/12/water-supply1.jpg)
Athugasemdir
Dáist að þér elskan, þú ert bara flott í þessu það er nú einu sinni þannig að ef maður nær tökum á málum og lýður vel með það þá heldur maður áfram og þetta verður lífsstíll, segir ein sem er að berjast við að ná tökunum, en það tekst núna.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2010 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.