Mjónukvöldmatur enn og aftur ..... og sendibréf frá Hönnu Birnu

fiskur_002.jpg

Ég ætlaði að versla lax á heimleiðinni úr vinnunni, en steingleymdi því.  

Rölti mér því út í Pétursbúð þar sem ég keypti Lambhagasalat á 305 krónur,  ýsuflak roð - og beinhreinsað (það skiptir auðvitað öllu Shocking) á 580.- krónur og svo átti ég restina í ísskápnum,  tómata, gúrku, rauðlauk, hvítlauk og jalapeno.  

Steikti fiskflökin úr örlítilli kókosfeiti frá Sollu, kryddaði með herbamare jurtasalti og sítrónupipar. 

Einfalt, gott og grennandi.  Eins og alltaf má borða kotasælu með svona mat og/eða mango chutney.  Við Vala mín deildum þessu fiski á salatbeði og líður léttum og ljúfum á eftir.  Sko, það þarf ekki alltaf að hafa kartöflur með fisk, eða grjón.  Íslenskt bygg væri t.d. ferlega passandi með þessu ef fólk vill meira meðlæti. 

Að sjálfsögðu drukkið dásamlegt vatn úr krana með! ;-)  Að vísu sett í glas! 

p.s. ætlaði að fara að blogga um bréfið sem ég fékk frá Hönnu Birnu: Kæra Jóhanna........ hvað?

.. en ég fór í svo vont skap við það að ég hætti við.  Ég frábið mér aftur á móti fleiri sjálfshólsbréf á sparibréfsefni frá tilvonandi fyrrverandi borgarstjóra.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband