Hundur og "svolítið" ofvirk stelpa ...

johanna_vala.jpg

 Dóttir mín, sem er á 24. aldursári hefur alltaf verið mikið fyrir dýr, og þau reyndar fyrir hana líka.  Reyndar gildir það sama um börn. Þar er einnig gagnkvæm aðdáun.  

Þegar hún var sjálf barn var hún býsna vel virk og þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Mitt hlutverk var að finna verkefni. Það var næstum því sama hvað ég bauð upp á hún tók því með gleði. Allt annað en að vera aðgerðarlaus.  Á tímabili tók ég upp á því að leyfa henni búa til kertakökur, en þá lét ég vatn i skál og svo fékk hún mismunandi lit kerti og lét vaxdropana falla i skál. Það virkaði róandi.  Svo var það, þegar hún var tæplega fjögurra ára að við fengum okkur labradorhundinn Hnetu og þá fékk hún heldur betur leikfélaga, og reynar öll börnin mín þrjú.  En Vala var þannig að þegar hún fór í fýlu eða átti erfitt, lagðist hún í körfuna hjá Hnetu og hvíslaði að henni sínar raunir.

Vala fór til Ameríku fyrir tveimur árum, og bjó þar um skeið. Þar sem hún var ekki með græna kortið fékk hún sér sjálfboðavinnu á hundamunaðarleyingjahæli, "animal shelter" ..  Þar voru hundar af öllum stærðum og gerðum og sumir sem höfðu verið hjá vondum eigendum.  Einn veikburða hvolpur dró athylgi Völu að sér,  en dýralæknarnir sögðu að hann myndi eflaust ekki lifa þar sem hann vildi ekki borða.  Það kom að sjálfsögðu við hjartað í dýravininum Völu og til að gera langa sögu stutta fór hvolpurinn að borða úr lófa hennar þegar hún var búin að sinna honum um tíma.  Ekki var aftur snúið þar sem þarna höfðu tekist með þeim "gagnkvæmar ástir" Heart Hún ætleiddi s.s. hvolpinn og hann fékk nafnið Simbi. 

myndum_bjarga_4640.jpg

Vala flutti svo heim til Íslands sl. haust, en Simbi varð eftir hjá fv. kærasta, en Vala er búin að vinna sleitulaust síðan við að fá alls konar leyfi, sprautur og réttindi til að flytja Simba heim, auk þess sem kostnaður hefur verið gríðarlegur, en ekki í digran sjóð að sækja.  Simbi er ekki hár í loftinu, en heldur sjálfur að hann sé voða stór. Hann er alltaf í góðu skapi. 

Jæja, þegar öll leyfi vorum komin (og það gekk ekki þrautalaust) fór Vala til Bandaríkjanna að sækja Simba og  þann  22. mars sl. kom hann svo heim með flugi en fór beint í Einangrunarstöðina að Höfnum til dvalar í mánuð.  Þegar Vala kvaddi voffann sinn í búri á flugvellinum í Orlando grét hún mikið,  og það var svo mikið drama að nærstaddir voru víst farnir að fella tár líka. 

En í gær, þann 27. júní var Simbi laus úr einangrun, þar var hann reyndar glaður og kátur og vel um hann hugsað.  Þegar að Vala mætti að sækja hann hoppaði hann upp um alla veggi af gleði í orðsins fyllstu merkingu, svo starfsfólk stöðvarinnar veltist um af hlátri. Kannski ekki í orðsins fyllstu.

Vala gat ekki beðið með að sýna "ömmu" vofann, en ég hitti hann síðast í október 2008,  þegar ég heimsótti hana til Florida.  Hann kom  í heimsókn í vinnuna í gær, yndislegur og sætur.  

Nú kúra þau saman inni í bóli,  Simbi er svo mikið krútt að hann er næstum eins og einn af böngsunum sem maður sér raðað á barnarúm en er rólyndishundur.   Nú er Vala að leita sér að íbúð á sanngjörnu verði fyrir sig og "soninn"  svo ef þú sem lest veist um íbúð til leigu,  máttu gjarnan senda skilaboð til mín á johanna.magnusdottir@gmail.com   Hunda-amman leigir sjálf og getur bara tímabundið, fyrir náð og miskunn, hýst Simbann.  

valaogsimbi.jpg Simbi og Vala Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndisleg saga, Simbi og Vala  eru æðislega flott
Knús í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk sömuleiðis Milla mín!

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.5.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dóttir þín og hundurinn hennar eru bæði flott á myndinni af þeim. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.5.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband