Sjálfsagi er allt sem þarf ... fyrir fólk sem vill létta sig

Ég held það sé ekki tilviljun að ég er búin að léttast um 1,3 kg á tveimur dögum bara með breyttu mataræði.  Ég er aldrei svöng, kannski pinku á kvöldin svo ég fékk mér 1/2 banana í gærkvöldi.

Auðvitað fara fyrstu kílóin hraðast, en sjáum til. 

Sjálfsblekking hvað varðar mataræði er ansi algeng. Þ.e.a.s. fólk segir: "Oh, ég borða svo lítið en samt fitna ég" .. EN kannski er fólk ekki alveg meðvitað hvað það er að borða og hvað er fitandi. 

Allt sem er með svokallaðri transfitu er mjög óhollt og sum matvara er þannig að hún er ávanabindandi. "Einu sinni smakkað, getur ekki hætt" ..  Líklegast er það sama trixið hjá matvælaframleiðendum og tóbaksframleiðendum.  Ég tek það fram að ég er ekki sérfræðingur og langt í frá, tala bara af reynslu og því sem ég hef heyrt. 

Börnin vilja ekki síður borða niðurskorna ávexti séu fyrir þau lagðir heldur en nammi eða snakk og það er okkar að bjóða upp á það.  Nýlega bjó ég til "eplavatn" sem var ekki flóknara en svo að ég skar niður epli og setti í vatnskönnu. Frænkur mínar þriggja ára komu í heimsókn og fannst voðalega spennandi að fá eplavatn að drekka, en mér leiðist að bjóða hvort sem er börnum eða fullorðnu fólki upp á gosdrykki.  Að sjálfsögðu má setja alls konar ávexti út í vatn og það er tilbreyting. 

Í dag verða kökur í vinnunni svo ég ætla að taka með mér epli og vínber til að freistast ekki.  Það er alltaf gott að hafa með sér eitthvað í staðinn svo þú sitir ekki með tóman disk. 

Jæja, kominn tími á sturtu og sól og kannski fallegan kjól! Kissing

morgaes.jpg

 

Set í gamni hér mynd frá dimmission nemenda í síðustu viku, við erum þarna nokkrar starfskonur og svo nokkrar mörgæsir, bara gaman! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá einmitt nokkrar svona mörgæsir á vappi við Miklubraut og velti því fyrir mér úr hvaða skóla þær væru.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 09:53

2 identicon

Þú getur verið stolt af mér kæra systir, ég sit núna og flakka um netheima, með gulrót í annari og  grænt te í hinni.

Binni (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 14:50

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 27.5.2010 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband