Júróvisjónmjónusalat á fyrsta degi "Síberíukúrs" ..

Þessa stundina er ég að ofnbaka kjúklingabringur, setti örlitla kókosfeiti frá Sollu út á til að gera smá djúsí.  Kryddaði með "lemon-and pepper dill" kryddi, það er svona kvörn sem fæst í Bónus og smá Herbamare salti (öll heimili verða að eiga það)  Grilla þær aðeins í restina.

Set í skál, ferskt spínat og salat svona bara úr poka, gjarnan smá rucola líka, eða hvaða salat sem til er í ískápnum.  Sker niður tómata, gúrku, papriku, avocado, vínber .. gaman að raða því fallega, t.d. tómötunum að hluta til á barmana á skálinni og paprikuna,  en mín skál er víð eins og sést á meðfylgandi mynd!

Kannski eitthvað fleira sem ég finn,  já nammi, namm,tamari  ristuð graskersfræ, en eins og allar seiðkonur vita þá virka graskersfræ vel á kynhvötina,  bara svona ef einhvern langaði að vita!  Wizard  Svo er bara eftir að skera bringurnar sem eru tilbúnar í þunna strimla og bæta þeim í salatið .

Af því þetta er "Síberíukúrssalat" erum við ekkert að gúffa á þetta dressingu, nema helst úr ávöxtum eða einhverju meinhollu, en stelst til að setja 2 -3 tsk ólífuolíu og um leið sker ég niður 2-3 sultaða hvítlauksgeira og strái yfir..  Kryddað með salti og pipar (bara úr kvörn auðvitað) ekkert matarsaltsbull. 

Auðvitað má sá eða sú sem ekki er á Síberíukúr setja sína dressingu út á eftir á, eða t.d. fá sér feta ost með eða parmesan.  

eurovisionveisla_002.jpg

 Voila - komið!  Fyrir mér skiptir útlitið á matnum máli, því það er skemmtilegra að borða fallegan mat en ljótan.  Vona að ég verði ekki ásökuð um fordóma af neinum toga! 

 

 

 

 

 

 

eurovisionveisla_001.jpgReyndar grillaði ég "Buffalo" leggi fyrir börnin í partýinu, svo þau fengju ekki of mikla hollustu, svo er kristallinn kominn á sinn stað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sólskinssósa frá Móður Náttúru var höfð út á, Hulda systir bjargaði því og mæli með henni, létt og leikandi  - Til hamingju Ísland!

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.5.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalega girnilegt !

www.zordis.com, 25.5.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nammi namm hvað þetta hljómar vel

Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband