29.4.2010 | 20:16
Hvernig væri að "þjóð" kirkjan færi að lifa í núinu?
"Prestar vildu lýsa yfir stuðningi við ný hjúskaparlög á prestastefnu en fengu það ekki.
Vísað til biskups og kenningarnefndar" Hef þetta eftir presti sem var á prestastefnu.
Lýðræðislegt?
Jæja, ég hef ákveðið að segja mig úr þjóðkirkjunni, en mun endurskoða afstöðu mína þegar nefndin hefur lokið störfum.
Hef ekki geð í mér til að tilheyra stofnun sem fer í manngreinarálit - á meðan Guð gerir það ekki.
- við erum til NÚNA, Guð er NÚNA -
Love all serve all
Tóku ekki afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Hefur þú farið ein/n í bíó?
Nei - aldrei 23.2%
Einu sinni 19.0%
Nokkrum sinnum 19.2%
Oft 19.5%
Fer alltaf ein/n 19.2%
694 hafa svarað
Nýjustu færslur
- Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann ef...
- Það er til nóg af peningum í heiminum, en ekki nægur kærleik...
- Mætti taka alla flugelda úr umferð fyrir mér ..
- Ég vil þakka þessu fólki fyrir að vera fulltrúar þjóðarinnar ..
- Nóg af landi, nóg af mat, nóg af peningum .... en ekki nógu m...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- milla
- roslin
- asthildurcesil
- martasmarta
- huxa
- ollana
- amman
- jodua
- kt
- beggo3
- stjornlagathing
- zordis
- nonniblogg
- sunnadora
- evaice
- muggi69
- larahanna
- don
- zeriaph
- adalbjornleifsson
- jenfo
- ieinarsson
- svanurg
- siggith
- lehamzdr
- jon-o-vilhjalmsson
- luther
- sigvardur
- siggisig
- saemi7
- percival
- agbjarn
- reykur
- valdimarjohannesson
- thorhallurheimisson
- maggadora
- icekeiko
- olijon
- omarbjarki
- maggimur
- huldumenn
- arunarsson
- minos
- ragnarbjarkarson
- joklamus
- einar77
- omnivore
- beggas
- skrekkur
- bookiceland
- ammadagny
- elfarlogi
- elisae
- ameliafanney
- elnino
- diva73
- hildurheilari
- hronnsig
- huldagar
- bassinn
- kuldaboli
- krisjons
- kjana
- kristjan9
- lausnin
- lenaosk
- wonderwoman
- meistarinn
- bjornbondi99
- siggifannar
- sattekkisatt
- athena
- dolla
- stefanjul
- summi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 7
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 339947
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kona með prinsip
Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2010 kl. 20:48
En þjóðkirkjan þarf fólk eins og okkur eða það er mín niðurstaða eftir umhugsun dagsins.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þetta í dag. Ítök svartstakkanna eru enn of mikil að mínu áliti.
knús !
Ragnheiður , 29.4.2010 kl. 21:13
NÚ LÍST MÉR Á ÞIG JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR!!! og megir þú aldrei líta til baka.
Svartstakkarnir hafa þó rétt fyrir sér, hjónaband samkynhneigða er synd samkvæmt biblíunni, og þar við situr. Löngu kominn tími á að kasta þeirri aumu skruddu hvort eð er, hún er meingölluð og í engu samræmi við nútímann.
Og smá leiðrétting:
- við erum til NÚNA, Guð er ER EKKI TIL -
Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.4.2010 kl. 21:24
hérna sjáðu þetta Jóhanna
Ragnheiður , 29.4.2010 kl. 21:34
Ég er orðin þreytt á að vera eins og meðvirk eiginkona að reyna að verja gjörðir sjúks eiginmanns.
Ég er búin að skrifa þúsund milljón orð til að verja samkynhneigða fyrir trúarofstækismönnum - og verst þykir mér þegar óréttlætið kemur frá þjóðkirkjunni. Kirkju sem boðar að við eigum að elska náungann eins og okkur sjálf. Kirkju sem boðar (á að boða) kærleika og ást til allra og boða Guð sem fer ekki í manngreinarálit.
Ég mun standa áfram með og styðja presta innan þjóðkirkjunnar til góðra verka, enda þar heill hellingur af vel gerðu og vel meinandi fólki, vinum mínum og vinkonum, sem sjá náungann í aðeins víðara ljósi en einungis ofan í buxurnar hjá honum.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.4.2010 kl. 21:39
Takk fyrir tengilinn Ragga, Bjarni er eitt af þessum ljósum heimsins.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.4.2010 kl. 21:48
Siggi - ég efast ekkert um að fyrir þér og af þínum sjónarhóli er Guð ekki til, en af mínum og fyrir mér er Guð til. Við skulum virða það við hvort annað.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.4.2010 kl. 21:49
Æj ég skil þig svo vel Jóhanna mín. Manni er skapi næst að grenja bara yfir þessu en það gerir ekkert gagn.
Við ....nú man ég ekkert hvað ég ætlaði að segja ...en góða nótt Jóhanna mín
Ragnheiður , 29.4.2010 kl. 21:55
Þú ert manneskja sem svo sannarrlega er fædd með frjálsan anda, sem ekki lætur bæla sig. Þetta er einmitt það sem prelátarnir kalla að hluusta á hjarta sitt, en geta þó ekki.
Ég hneigi mig djúpt fyrir yður.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2010 kl. 22:17
Ég hvet þig til að standa við stóru orðin, hvað sem verður, því þú átt ekki hiug með þessum steingervingi, sem þessi stofnun er. Hvað er það sem þér þykir vert að halda í þar, sem þú finnur ekki annarstaðar, eða bara hreinlega í sjálfri þér. Ég botna eiginlega ekki í þér með það.
Það er kominn tími á að við förum að virða sannleikann og hafna þessum yfirdrepslega þykistuleik, sem trúarbrögð eru.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2010 kl. 23:17
Ef þú skynjar þinn guð í núinu, þá sé ég ekki að þú þurfira að leita langt yfir skammt.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2010 kl. 23:18
Egó á engan guð svo alt þetta opinbera kjaftæði skiptir engu máli fyrir hommann mig hér - en fyrir þá sem eru "líkkynhneigðir" eins og ég er og vilja trúa á eitthvað sem geir þeim lífið betra finnst mér að þessi blessaða þjóðkirkja eigi að fá að fara sömu leið og sú sænska verða ótengd og ekki þéna aura á okkur sem ekki trúum
Jón Arnar, 30.4.2010 kl. 04:29
Jón Steinar, takk fyrir að hneigja þig djúpt. Þetta mál var nú eiginlega síðasta hálmstráið í því að ég gæti hugsað mér að vera skráð í þjóðkirkjuna undir núverandi stjórn. Kirkjan er ekkert undanskilin þeirri spillingu og siðleysi sem hefur verið á Íslandi þar sem allir eru að ota sínum tota og einkavinavæðing er við lýði.
Það er komin tími til af aftengja ríki og kirkju, það er himinn og haf á milli trúarsannfæringu manna innan kirkjunnar og það verður ekki hægt að neyða sannfæringu upp á fólk og á ekki að gera.
Kirkjan er enn við sama heygarðshornið og 2007 Sterk öfl innan kirkjunnar standa á móti og þau virðast vera ráðandi öfl, jafnvel þó þar sé um minnihluta að ræða.
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 07:25
Jónína Dúadóttir, 30.4.2010 kl. 08:09
Sæl Jóhanna mín, ég varð afar leið er ég las fréttirnar í gær, þau reyna að teygja lopann svo lengi sem þau geta.
Ég er nú að hugsa um, að halda mér í þjóðkirkjunni, allavega að sinni ég trúi á guð í þeirri mynd sem ég sé hann, en hef nú aldrei farið mikið í kirkju, eigi síðan ég var í sunnudagsskóla í Laugarneskirkju, hjá séra Svavari. Ef ég byggi fyrir sunnan mundi ég fara og hlusta á séra Jónu Bolladóttur og hennar góða mann Séra Bjarna í laugarneskirkju, svo er minn uppáhaldsprestur séra Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur, þetta fólk er mannlegt.
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2010 kl. 09:03
TIl hamingju með að standa með sjálfri þér og þeim sem þetta bitnar á Jóhanna mín. Ég skil þig vel og er stolt af þér. Ætli það séu ekki 20 ár síðan ég gekk úr kirkjunni, það var vegna hroka og yfirgangs sóknarnefndar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 09:25
Þú hefur tekið mjög mikilvægt skref í átt að virða mitt trúleysi með því að segja þig úr Reichskirkjunni, og ég fagna því. Fyrst nú get ég tekið undir með þér, að við getum virt hvort við annað þessar mismunandi trúarskoðanir. Mér fannst halla mikið á mig áður að þurfa að virða þínar trúarskoðanir í ljósi hversu mikið vægi Reichskirkjan tekur sér með valdi og ofbeldi í þjóðfélaginu.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.4.2010 kl. 13:58
Sæl verið þið,
Ég er mannlegur og ég er búinn að vera að velkjast í þessari tilveru í bráðum 60 ár. Á þeim tíma hafa orðið breytingar, og breytingar eru ekki auðveldar. Það er þægilegast að ekkert breytist og allt haldi áfram að vera eins og það hefur alltaf verið. Jafnréttisbaráttan hefur t.d. tekið á taugarnar, en þegar upp er staðið þá vill maður ekki fara til baka, heldur fram á við. Sama á við um málefni samkynhneigðra. Allir hafa sína fordóma og það er bæði gott og nauðsynlegt að manni sé bent á þá, og að manni takist að hemja þá með skynsemi og þekkingu.
Lengi skildi ég ekki hvers vegna samkynhneigðir gáfu einfaldlega ekki bara skít í Guð, fyrst hann var búinn að sýna þeim puttann. En svo lærðist mér að þetta er ekki um Guð, heldur um sjálft samfélag okkar mannanna. Við sköpuðum Guð að mínu mati og það vorum við sem ákváðum hvað honum finnst. Það er kominn tími til að við breytum því hvað honum finnst. Það er í okkar valdi.
Ég horfði á þetta myndskeið sem Ragnheiður miðlaði til okkar og það geislaði af því kærleik og visku. Það er stórkostlegt að þetta skuli koma frá kirkjunnar mönnum. Ég vona að Bjarna muni takast að opna augu þeirra starfsbræðra sinna og systra sem enn trúa því að rétt og rangt búi ekki í sjálfri mannssálinni, heldur utan hennar.
Theódór Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 22:17
Sammála þér Theódór - ég held að enginn geti orðað þetta betur en Bjarni Karlsson svo ég ætla að setja tengilinn inn hér aftur.
SMELLA HÉR
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 22:33
p.s. talað er um kynhlutlaus hjúskaparlög, og ég þarf varla að taka það fram að ég var meðflytjandi í þessari tillögu.
"Hjónaband er sáttmáli um ást í gagnkvæmri tryggð" .. segir Bjarni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.4.2010 kl. 22:37
Mikið rosalega lýst mér vel á þig. eða eins og ég skrifaði á facebook færslu hjá mér... "samkynhneigðir mæta umbirðarlindi og skilningi - hvarvetna í samfélaginu- nema innan kirkjunnar sem gefur sig út fyrir að boða "umbirðarlindi og ást"."
Kirkjan er tímaskekja og er ég að spá í að gera það sama og þú og segja mig úr þjóðkirkjunni. Ég hef verið tregur hingað til. Ekki vegna þess að að mér sé vel við þennan söfnuð heldur vegna þess að ég hef einfaldlega ekki nennt því- en núna er líkast til komin ærin ástæða.
Brynjar Jóhannsson, 1.5.2010 kl. 03:20
Jóhanna, ég sé ekki fyrir mér hvernig þú heldur að prestunum hafi "ekki fengið" að lýsa stuðningi við ný hjúskaparlög. Ertu að segja mér að prestar stjórni ekki prestastefnu Prestafélags Íslands? :S
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.5.2010 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.