Fólk er sem gróðurnálar í öskunni ..

Gróðurinn er farinn að kíkja upp úr öskunni, og í svip sá ég mynd af kreppunni sem er eins og aska yfir landinu okkar, en gróðurinn er fólkið sem hefur fundið sér nýjan farveg, farið nýjar leiðir eftir atvinnumissi, farið að virkja hæfileika sína sem lágu niðri til hönnunar og annarra góðra framkvæmda og/eða til sjálfsræktar.

Ég veit ekki til þess að íslensk hönnun hafi staðið í eins miklum blóma eins og hún gerir í dag. 

Ekki eru allir svo lánsamir að hafa svona auka-hæfileika í farteskinu, eða möguleikann á að nýta sér hæfileika sína, en stundum vantar líka aðeins viljann. 

Það er varla góð tilfinning að  fastur undir öskulagi atvinnuleysis, en vonandi hafa sem flestir og helst allir sterka rót og sterkan vilja og gefast ekki upp á að leita upp á við,  að koma höfðinu upp úr öskunni. Koma síðan fram sem grænar gróðurnálar.

gras.jpg

 


mbl.is Nálar í öskunni og gróðurinn af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 29.4.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband