Saga fyrir Ísak Mána sem á afmæli 27. apríl

Elsku Ísak Máni dóttursonur minn á afmæli á morgun, 27. apríl 2010 verður hann sex ára, hvorki meira né minna. Máni á heima langt frá ömmu sinni, í smábæ á Jótlandi sem heitir Hornslet.  Við Máni eigum okkar svanasögur, sem við segjum saman fyrir svefninn þegar amma er hjá honum og þessi verður sögð í tilefni afmælis Mána. 

maninuna.jpg

Þetta er saga fyrir svefninn. 

Þú leggst í mjúka yndislega rúmið þitt,  andar djúpt inn og út. Svo finnur þú hvernig kroppurinn verður allur slakur og þungur og sekkur hægt og rólega ofan í dýnuna.  Þú liggur með slakan líkamann og lokuð augun, en fyrir ofan þig er ljósið sem þú tekur inn í kroppinn.  Inn um höfuðið, niður í hálsinn, niður eftir bakinu, niður í rass og læri, alveg niður í kálfa.  Þar breytist hvíta ljósið í krók sem krækir í rautt ljós og dregur upp eftir fótunum,  svo verður ljósið appelsínugult, þá gult þegar það fer í gegnum mallakút, svo grænt og kitlar hjartað og þá blátt við hálsinn eins og mjúkur klútur, upp, upp og upp í ennið og þar verður ljósið fjólublátt, og þá erum við komin að hvíta svaninum sem bíður þín.

 

 

Máni sest á bakið á svaninum mjúka og yndislega og knúsar hann pinkulítið.  Svanurinn ætlar að fljúga með Mána alla leið til Íslands, en fyrst fljúga þeir hægt og rólega upp í dökkbláan himin, og þá sjá þeir margar stjörnur, gylltar, rauðar, bláar og grænar og sjá að litla Hornslet fjarlægist, húsið þeirra og húsið hennar Bedste og farfar verður pinkuoggulítið.  Stjörnurnar verða fleiri og stærri og himininn stórkostlega dimmblár. 

Svanurinn flýgur langt, langt og Mána finnst gott að hjúfra sig að mjúkum fjöðrum. Smátt og smátt nálgast hann Ísland!  Hann sér húsið hans afa og Birnu í sveitinni, sér Nótt og nú er líka kominn lítill frændi - hann Anton Örn, úúú gaman að sjá nýjan frænda! ..  Svanurinn lætur þau öll vita að þau eigi að koma í garðinn hjá ömmu á Ránargötunni.  Svanurinn flýgur yfir Kleifarásinn, þar sér Máni Tryggva Klemens, besta vin sinn og þeir svindla pinku og láta svaninn lenda og Tryggvi Klemens stekkur á bak og þeir skríkja af gleði þegar þeir sjá hvorn annan vinirnir.

krutt_tryggvi_og_mani_985260.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svanurinn flýgur aftur upp, og stefnir á Ránargötuna, en þar bíður amma og Vala og allir á Íslandi sem Mána þykir vænt um. Tobbi og Ásta auðvitað líka og allir í fjölskyldunni.  Það er sól og gott veður og amma búin að setja vatnsúðarann í gang, svo að Máni og Tryggvi Klemens geta hoppað í sólinni og svo fer restin af fjölskyldunni að hoppa og leika sér.  Amma er svolítið klikkuð og hún hoppar líka.

amma_og_mani.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svona eru nú sögurnar sem amma segir Mána sínum fyrir svefninn. 

Svo förum við með bænirnar hans afa/langafa.

Vertu Guð faðir, faðir minn, 

í frelsarans Jesú nafni, 

hönd þín leiði mig út og inn, 

svo allri synd ég hafni. 

Vertu nú yfir og allt um kring

með eilífri blessun þinni, 

sitji Guðs englar saman í  hring

sænginni yfir minni. 

Guð geymi þig, 

Góða nótt. 

"Umma" Kissing

Til hamingju með afmælið elsku Ísak Máni minn. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á líka dótturson sem heitir Ísak Máni hann verður 7 ára þann 14 ágúst næstkomandi.  Til hamingju með þinn Ísak Mána

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2010 kl. 00:24

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sniðugt!  Takk fyrir kveðjuna. (þessi er broskall dagsins)

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.4.2010 kl. 06:58

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eitt skábarnabarnið mitt heitir Ísak Máni og hann er rétt orðinn 5 ára Til hamingju með þinn

Jónína Dúadóttir, 27.4.2010 kl. 07:33

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með ömmuna þína Ísak Máni og til hamingju með daginn bæði tvö

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2010 kl. 10:12

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með ömmustrákinn þinn

Ásdís Sigurðardóttir, 27.4.2010 kl. 12:37

6 identicon

Knús.... prófa að segja honum hana... en you know... ekki það sama og amma!

Eva Lind Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 06:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með snáðann Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2010 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband