TÁP OG FJÖR OG FRÍSKIR MENN

Til hamingju með BÓNDADAGINN synir Íslands. 

MINNI KARLA

Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.

Aldnar róma raddir þar,
reika svipir fornaldar
hljótt um láð og svalan sæ,
sefur hetja' á hverjum bæ.
Því er úr doðadúr,
drengir, mál að hrífa sál,
feðra vorra' og feta' í spor
fyrr en lífs er gengið vor.

Höf texta: Grímur Thomsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  íslenskir karlmenn þeir eru sko alls engar gungur, íslenskum karlmönnum vefst ekki tunga um tönn  la la la la   eki veit ég afhverju, en ég hef aldrei hrifist af karlmönnum í jakkafötum ( sem vinnufötum) en ég elska íslenska karlmenn

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2010 kl. 14:07

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég man eftir að hafa sungið fyrra erindið oft og margssinnis á sal í grunnskóla, finnst það flott og Föðurlandsins freyja. Vekur uppi minningar, strákarnir þurftu að standa upp á meðan stelpurnar  sátu og þeir sungu og öfugt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.1.2010 kl. 03:31

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

auðvitað meina ég Fósturlandsins freyja... fattaði það strax þegar ég birti athugasemdina!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.1.2010 kl. 03:32

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.1.2010 kl. 09:11

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Stóðu sem stuðlaberg,á gömlum merg.Unnu Dani með glæsibrag.

Ingvi Rúnar Einarsson, 23.1.2010 kl. 22:08

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki man ég eftir að hafa séð seinna erindið í þessu ljóði áður, takk fyrir birtinguna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.1.2010 kl. 03:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er orðin dálítið sein með hamingjuóskirnar.  En til hamingju samt íslandskarlmenn.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2010 kl. 11:32

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þakkir...

Steingrímur Helgason, 25.1.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband