Færsluflokkur: Bloggar
4.11.2013 | 10:15
Hvers væntir Drottinn af þér? ...
Ein stutt og góð prédikun:
Hvað á ég að koma með fram fyrir Drottin, fram fyrir Guð á hæðum?
... Maður, þér hefur verið sagt hvað gott er og hvers Drottinn væntir af þér:
þess eins að þú gerir rétt, ástundir kærleika og þjónir Guði í hógværð. (Míka 6.6,8)

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2013 | 07:30
Jóhanna Magnúsdóttir, umækjandi um Staðastaðarprestakall
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum, a.m.k. ekki neinum sem þekkir mig eða til mín, að ég hef verið í "framboði" - ein af átta umsækjendum um Staðastaðarprestakall. Ferlið hefur tekið um mánuð og í dag, laugardag 2. nóvember er gengið til kosninga, og standa þær yfir frá 10:00 - 18:00 í dag og ekki ætti talning að taka langan tíma því á kjörskrá eru innan við 300 manns og væntanlega kjósa ekki allir. - Þetta er spennandi því við erum öll frambærileg, og það hef ég heyrt að gangi manna á milli. - Til gaman birti ég hér töflu af heimasíðunni, þar sem kemur fram hvaða efni var vinsælast. Heimasíðan sem ég gerði í tilefni þessarar umsóknar er www.kirkjankallar.wordpress.com.
All Time
Set hér inn mynd af mér í mínu fínasta pússi með uppgreitt hárið, en þarna er ég einmitt á leið í stórafmæli eins meðmælanda míns, sextugsafmæli Dr. Gunnlaugs A. Jónssonar. Bak við mig er málverk eftir frænku barnanna minna, Þorbjörgu Höskuldsdóttur, sem ég hef átt síðan 1982, en það er einmitt af Snæfellsjökli, heitir Rauð jörð og birtist á forsíðu lesbókar (einhverjir muna eftir henni) Morgunblaðsins á sínum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2013 | 08:15
Dagbók 27. október og Bjúgnahátíð 2013
Eftirfarandi er skrifað upprunalega í dabók mína sem umsækjanda um Staðastaðarprestakall á Snæfellsnesi:
Gott kvöld góða fólk,
Rólyndis dagur er að baki, - dagur þar sem spilað var Yatzee og etin súkkulaðikaka. "Ekta" sunnudagur, hvíldardagur sem tekinn var heilagur, ef svo má að orði komast. Stundum þurfum við jú að "anda." -
Ég fór tvær ferðir á Snæfellsnesið í gær, en upphafsreiturinn var frá Birkimóum í Skorradal, fyrri ferðin lá til frú Ólafar Brynjúlfsdóttur í Haukatungu, þar sem ég þáði kaffi og meðlæti, og hún sagði mér frá fjölskyldu sinni, sigrum og sorgum. Augljóslega dugnaðarkona, sem líður vel í eigin félagsskap, og mættu margir hafa slíkt að fyrirmynd, en er líka ánægð þegar að húsið hennar fyllist af afkomendum um helgar og er það víst ósjaldan, enda stór hópurinn og nýlega búnir að fæðast tvíburadrengir.
Síðar um kvöldið lá leiðin á Bjúgnahátíð í Langaholti, en þangað renndum við, ég og bóndinn ásamt tveimur dætrum hans, í dásamlega fallegu veðri, þó eitthvað blési. -
Við vorum fleiri umsækjendurnir sem vorum mætt í "bjúgnapartý" en þar voru mætt þau Davíð Þór ásamt sinni konu , Páll Ágúst ásamt hrokkinhærðri dóttur sinni sem lítur alveg eins út og Katrín amma Snæhólm, en við erum góðar vinkonur og það er ekki leiðum að líkjast að líkjast þeirri konu! .. Arnaldur var mættur með sixpensarann og svo voru Þau mætt Bára og hennar maður, en hún átti í morgun hálfrar aldar afmæli og óska ég henni til hamingju með það! - Ekki amalegt að vakna á afmælisdaginn í Langaholti, en við gistum þar fyrir hálfum mánuði síðan, - og höfðum sjaldan sofið betur! -
Á staðinn var mættur "Celebrity" ljósmyndari frá Birtingi og eru nú allar líkur á að við munum birtast í menningartímaritinu Séð og Heyrt! ..
Stilltum við okkur upp fyrir manninn, - en við Jón minn höfðum ekki beint "puntað" okkur upp fyrir bjúgnaveislu, en vorum að sjálfsögðu snyrtileg til fara, einhvern veginn kalla bjúgu ekki á besta pússið!
Bjúgnahátíðin minnti mig að hluta til á aðra hátíð sem ég sótti um árið, en það var það sem við kölluðum "Ruslmyndahátíð" í kvikmyndaklúbbnum Deus Ex Cinema, en þar horfðum við á þrjár rusl-bíómyndir í röð, snæddum ruslfæði (pylsur af öllum gerðum) og rusl-sælgæti (skræpótt). - Á þeirri hátíð hafði gestgjafinn, Leifur Breiðfjörð, myndlistarmaður skorið rúnir og mynstur í pylsur - til að aðgreina þær, t.d. pólskar pylsur frá Bratwurst. Síðan voru mynstrin teiknuð á blað og merkt. -
Þau sem stóðu að Bjúgnahátíð 2013 eiga hrós skilið, en það voru m.a. Keli Vert, Rúna kona hans, Svava Svandís móðir Kela, Árni, Eyþór, Þorri bróðir Kela og svo útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson, og eflaust fleiri sem ég veit ekki deili á, en hvað um það, villibráðarkvöldið var frumlegt, en Bjúgnahátíðin ekki síður. - Grilluð, soðin, steikt bjúgu, rónahryggur - (bjúgu - opnuð og pensluð m/barbikjú), bjúgnasnakk, en það voru þunnar bjúgnasneiðar þurrsteiktar á pönnu, bjúgnasalöt, bjúgnakarrýréttur o.fl. - auk alls meðlætis, hefðbundins sem óhefðbundins. - Sú yngsta af okkur var fegnust "mjóu bjúgunum" - en það voru reyndar pylsur.
Til að svolgra niður bjúgunum var í boði að smakka reyktan Steðja, Blávatnið reyndist okkur að vísu vel til þess.
Við erum auðvitað að sýna okkur og sjá aðra, við umsækjendur, - þegar við mætum á viðburði sveitarinnar, - en mikið er ég þakklát fyrir að hafa sótt um, því að annars hefði ég eflaust ekki látið mér detta í hug að sækja bjúgnahátið - svona í hreinskilni sagt. En þetta er og verður okkur ógleymanlegt! -
Svo erum við orðin stofnfélagar í bjúgnavinafélaginu í þokkabót!
Keli Vert við kræsingarnar
Ástandið er sem sagt "win-win" eins og er sagt í viðskiptalífinu, - allt að vinna og engu að tapa. Því hvernig sem fer í prestskosningum 2. nóvember nk. tel ég mig hafa unnið, unnið það að kynnast náttúru og mannlífi á Snæfellsnesi - og er enn að kynnast, fólki sem er eins og náttúran magnað, frumlegt og skemmtilegt! -
Kynningarsíðan mín er www.kirkjankallar.wordpress.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2013 | 11:11
Dagbók umsækjanda um Staðastaðarprestakall ..
Ég er ein af átta umsækjendum um Staðastaðarprestakall - sem telur sex sóknir, Búðasókn, Hellnasókn, Staðastaðarsókn, Staðarhraunssókn, Kolbeinsstaðasókn og Fáskrúðarbakkasókn. Ég hef á heimasíðu framboðsins, haldið úti dagbók, - svona til að leyfa kjósendum í sóknunum og öðrum áhugasömum að fylgjast með aðdraganda kosninga, en það verður kosið 2. nóvember nk. í félagsheimilinu Breiðablik í Eyja-og Miklaholtshreppi. -
Síðan mín er www.kirkjankallar.wordpress.com
En hér kemur færsla dagsins:
Góðan og gleðilegan dag,
Í dag er 45 ára afmælisdagur Lottu "litlu" systur. - Af því tilefni ætlar hún að bjóða upp á amerískar pönnukökur í hádeginu, og síðan er stefnan að fara uppí sveit, hún með dætur sínar, tvíburana Ísold og Rósu, og ég með ömmubörn Ísak og Elisabeth. -
Til hamingju með afmælið elsku Lotta systir, - það er pinku erfiður þessi afmælisdagur, því þetta er sá fyrsti eftir að við misstum Evu okkar og líka mömmu okkar. Öll tímamót eru þröskuldar í sorgarferli. Það þekkja þau sem hafa reynt og flest höfum við reynt.
Þarna eru þessar tvær eðalkonur, sem fóru úr jarðvistinni á þessu ári, Eva Lind dóttir mín og Valgerður (Vala) mamma mín, en myndin er tekin 2007 þegar nafna hennar móður minnar, Jóhanna Vala, dóttir mín, var kosin Ungfrú Ísland. - Þá var kátt í "höllinni" og þær glöddust ekki minna systirin og amman, yfir titilinum, heldur en ungfrúin sjálf.
-
Myndin hér að neðan er svo tekin 2009 - í lok dags þegar við fjölskyldan höfðum gengið Síldarmannagötur, frá Botnsdal í Hvalfirði yfir í Skorradal og erum komin þarna á pallinn við bústað Björns bróður míns og Addýjar mágkonu, og dönsuðum smá línudans, en þarna er það einmitt afmælisbarn dagsins, lengst til hægri að kenna okkur, Addý í miðjunni og ég lengst til vinstri - síðan horfir Birta bróðurdóttir á og hlær að tilburðunum!
Ég skrifaði ekki dagbók í gær, þann 18. október - en það var afmælisdagur Dóra heitins, (Halldórs Heiðars Jónssonar) pabba hennar Addýjar mágkonu og reyndar, frænda barnanna minna því fv. tengdapabbi og pabbi hennar voru bræður. -
Okkar litla Ísland
Í morgun rifjaði ég upp hugvekju sem ég flutti á aðventu 2009, en hana má lesa ef smellt er HÉR en þar minnist ég m.a. á engil sem ég færði mágkonu minni og aðdraganda að því.
Í þessari hugvekju skrifaði ég m.a.:
"Við höfðum rætt það á leiðinni að við byggjumst max við 12 manns, en þarna var mun fleira fólk og það sem mér brá svolítið við, var að meirhlutinn var börn og unglingar. Ég gladdist því að börnin eru uppáhalds fólkið mitt, en brá því að hugvekjan mín var allt of þung fyrir börnin svo ég ákvað að "fleygja" henni og tala við þau á þeirra tungumáli og fá viðbrögð frá þeim, sem þau vissulega gáfu og tóku þátt.
Sagan sem ég lagði upp með var um brotinn engil, en það var stytta sem ég hafði keypt til að gefa mágkonu minni sem var að missa pabba sinn. Ég var alltaf "á leiðinni" til að fara til hennar með engilinn og geymdi hann í tölvutöskunni minni, en af einhverjum orsökum tafðist ég við það, eða setti annað í forgang. Svo loksins þegar ég ætlaði að taka engilinn upp, þá var hann; .. ég spurði börnin hvort þau vissu .. og þau giskuðu á rétt; engillinn var brotinn.
Ég var heppin, því ég hafði keypt tvo engla, einn fyrir mig sjálfa. Ég ákvað þá að gefa henni minn engil. En sagan fjallaði að sjálfsögðu um það að við eigum ekki að bíða með að gefa. Ekki að bíða með að sýna vinarþel því ef við bíðum of lengi brotnar kannski engillinn í töskunni."
Ég er glöð að ég fékk tækifæri til að vera með þessu prúðbúna fólki kvöldstund. Notalegur og afslappaður andi ríkti og ég fékk svona "itch" að hreinlega flytja upp í sveit, það er að vísu ekki í fyrsta skiptið."
Ein af athugasemdum við færsluna var frá Sigurbjörgu Ottesen en hún hljóðar svona:
"Ég hreinlega varð að kvitta við þessa bloggfærslu hjá þér en ég rakst á nafn "kirkjunnar minnar" á flakki mínu um mbl.is
Ég er semsagt móðir einnar dömunnar á fyrsta bekk í krikjunni og gærkvöldið var frábært og mér þótti yndislegt hvernig þú talaðir til barnanna, dóttir mín talaði einmitt um konuna og englasöguna áður en hún fékk "góða nótt kossinn" í gærkvöldi eftir messuna og hvað hún ætti sniðuga stelpu að halda að það væri tannkrem inn í súkkulaðinu
Ég er nú ekki hissa á að þú hafir fengið þetta "itch" að flytja upp í sveit, enda er þetta dásamlegasta sveit landsins! hahah
Takk fyrir frábæra kvöldstund.
Sigurbjörg Ottesen"
Já, ég fékk "itch" eins og ég kalla það, og öllum þykir sín sveit fallegasta sveitin, - sem er bara dásamlegt. Þarna er Sigurbjörg líka að vísa í aðra sögu sem ég segi gjarnan fyrir jólin, um tannkremið inní súkkulaðinu, en ég ætla að geyma hana þar til í desember í ár, Guð einn veit hvar hún verður flutt.
En aftur til dagsins í dag, - við ætlum í Borgarfjörðinn í dag, og þiggja grill í kvöld í boði bóndans í Skorradal.
Við áttum notalegan dag í gær, og í gærkvöldi leyfði ég börnunum að velja að horfa á mynd eða spila, og þau völdu að spila, svo ég gleymdi mér alveg og við spiluðum nýtt spil sem kallast Zingo (svipað og Bingó) langt fram eftir kvöldi, ég og börnin. -
Það er margt framundan, er með beiðnir um fyrirlestra, kennslu og einkaviðtöl, meira en nokkru sinni, og hef lofað mér í kennslu í sjálfstyrkingu og námstækni á skrifstofubraut í Símenntunarmiðstöð Vesturlands í lok október og eitthvað fram í nóvember. -
Það er mikil æfing í æðruleysi að vita ekki hvert stefnir, vegna þess að ég á 1/8 möguleika á að verða kosin prestur í Staðastaðarprestakalli, það þýðir miklar breytingar og sjónarhóllinn verður þá frá Snæfellsnesi og starfsstöðin og heimilið þar.
Ég á mér stóra drauma um það, og draumar geta ræst <3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.10.2013 | 10:09
Feður, dætur og fyrirgefningin ..
Hugvekja skrifuð að morgni dags 16. október 2013.
Ég hef verið að lesa svo sorglegar fréttir undanfarið, sem innihalda samskipti feðra og dætra. Þið vitið um hvaða fólk ég er að tala. Það skiptir ekki öllu máli, - og þessi pistill fjallar ekki um einstök mál heldur bara almennt um þessi tengsl, og það sama gildir um tengsl milli annarra í fjölskyldunni, hver svo sem þar eiga í hlut. Auðvitað gæti þetta verið móðir og sonur, eða systir og bróðir.
Öll þessi vondu samskipti eiga sér rætur í sársauka. EInhver segir eitthvað eða gerir eitthvað út frá eigin sársauka.
Er allt þetta fólk sem tilheyrir sömu fjölskyldunni tilbúið til að ganga ósátt til hinstu hvílu? - Hvað ef að einhver deyr og sátt hefur ekki verið náð?
Það er svo sorglegt að horfa upp á ættingja, jafnvel í valdabaráttu, um eitthvað sem eyðist, þ.e.a.s. þessi völd flytur enginn með sér inn í eilífðina. - Sálin fer með okkur inn í eilífðina, sál sem hefur e.t.v. ekki náð að fyrirgefa. Og eftir verður sál sem heldur nær ekki að fyrirgefa, sál sem situr uppi með að vera búin að missa e.t.v. barnið sitt og kvaddi það ekki með sátt. -
Í mínum huga er fátt sorglegra.
Mér finnst þetta líka ákveðið vanþakklæti fyrir lífið. Að eiga dóttur eða eiga föður, að eiga son, að eiga móður, en ná ekki að njóta þess að eiga samskipti við hvort annað.
Sum sár eru svo djúp að þau er erfitt að heila, en þar finnst mér að guðsfólkið, eða sem telur sig trúa á kærleiksríkan Guð, ætti einmitt að biðja Guð um lækningu og heilun. Biðja Guð um að hjálpa sér við fyrirgefninguna.
Ég hef litla trú á illskunni, hvað sem hver segir. Ég trúi að hún sé til, en ég trúi að það sé hægt að afvalda hana með elskunni.
Ég trúi ekki öðru en að faðir liggi andvaka að geta ekki talað við dóttur og að dóttir liggi andvaka að geta ekki talað við föður. Þetta er tap á báða bóga. -
Fyrirgefningin er stærsta gjöf sem hægt er að gefa sjálfum sér. Hún þýðir ekki að við höfum samþykkt gjörðir eða orð hinna, hún þýðir að við sleppum tökum á reiði, gremju, og öllu því sem hið vonda vill að við höldum fast í. Ég trúi að við getum snúið á illskuna með því að samþykkja hana ekki, og gera hana ekki að okkar. -
Við syndgum öll einhvern tímann, sum í smáu önnur í stóru. Við gerum öll mistök einhvern tímann.
Þegar ásakanirnar birtast á víxl í blöðunum - er það réttur vettvangur til fyrirgefningar? - Munu ásakanir á víxl leysa málin?
Ef við viljum raunverulega ná bata og betra lífi, þrátt fyrir að vondir hlutir hafi gerst, - þá þurfum við að sýna skilning en ekki stunda það sem kallað er "The Blaming Game." -
Hættum að leita að sökudólgum og förum að skilja AF HVERJU hlutirnir gerast, eða fólk hegðar sér á ákveðinn hátt. það er miklu farsælli leið til að leysa flest mál og deilur.
Lífið er of stutt og of mikilvægt til að því sé lifað í deilum, ekki gera ekki neitt, eins og þar stendur, enginn einstaklingur getur verið hamingjusamur hvort sem sál hans er plöguð af skömm vegna vondra leyndarmála eða lifir með sál sem nær ekki að skína vegna reiði og gremju.
Með von í hjarta að þessi skrif hjálpi til skilnings á mikilvægi þess að eyða ekki lífinu til einskis .. okkar dýrmæta lífi.
Ég missti föður minn sjö ára gömul, - mikið vildi ég óska að ég hefði mátt lifa með honum, ég missti dóttur mína á þessu ári, mikið vildi ég óska að ég hefði mátt lifa með henni. -
Prestur getur hjálpað í milligöngu - prestur sem hefur skilning, þroska og lífsreynslu. Prestur sem veit hvað RAUNVERULEGA skiptir máli. -
Það er m.a. ástæðan fyrir köllun minni til prestsþjónustu.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2013 | 06:40
Hvernig iðkum við þakklæti?
Hvað er lífsfylling? -
Það hlýtur að fela í sér að við séum sátt og ánægð með það sem við höfum.
Andheiti við lífsfyllingu er lífstóm, ekki að það sé orð sem við notum.
En lífstómið er tómleikatilfinning. Tilfinning að það vanti eitthvað í lífið, okkur skorti, við söknum o.s.frv. -
Í bók sem heitir "Women, food and God, an unexpected path to almost everything" - lýsir höfundurinn Geneen Roth því hvernig við reynum stundum að fylla á þetta tilfinningatóm með mat. -
Við getum skipt út þeirri hugmynd með mörgu öðru sem við reynum að nota - en dugar ekki, því við erum að kalla eftir tilfinningalegri næringu en fyllum á með fastri fæðu eða veraldlegum hlutum af ýmsum toga.
Það sem vantar er oftar en ekki friður, ást, sátt, gleði, - eitthvað andlegt sem ekki er hægt að fylla á með mat.
Hér er komið að þakklætinu.
Þegar við þökkum það sem við höfum, og stillum fókusinn á það, förum við að upplifa meiri fullnægju og minna tóm. - Þá látum við af hugsuninni um skort. -
En þakklæti er ekki bara eitthvað sem við hugsum, heldur þurfum við að ganga lengra, og "praktisera" þakklæti. -
Ég er nú ein af þeim sem hefur fundist pinku "fyndið" og e.t.v. öfgafullt að biðja borðbænir fyrir mat, en líklegast er það ein fallegasta þakkarbænin, að þakka fyrir að fá að borða, því það er ekki sjálfsagður hlutur alls staðar í heiminum. -
Þó við förum ekki að taka upp þá iðju, nema kannski hvert og eitt svona sér fyrir sig, þá er það að iðka þakklæti eitthvað í þeim dúr.
Það sem ég hef kennt á námskeiðunum mínum er t.d. að halda þakklætisdagbók, - þá skrifar fólk niður daglega, yfirleitt á sama tíma dags það sem það er þakklátt fyrir, e.t.v. þrjú til fimm atriði. Þetta þarf að iðka til að það komist upp í vana.
Hugrækt virkar eins og líkamsrækt, - það dugar ekki að æfa skrokkinn einu sinni og halda að við séum komin í form. Við þurfum að endurtaka æfingarnar aftur og aftur og gera það að lífsstíl eða nýjum sið í okkar lífi. -
Þakklætið fyrir líka þannig, - að þakka daglega eða a.m.k. reglulega þó það sé aðeins 2 -3 í viku. -
Það er nefnilega þannig að þakklæti er undirstaða lífsfyllingar, sáttar, gleði og ýmissa góðra tilfinninga.
Þakka þér fyrir að lesa!
Sáum fræjum þakklætis og uppskerum .........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2013 | 17:08
Ekki setja brosmerki yfir bensínmælinn ..
Jákvæðni er kostur, það að trúa er kostur og til að ná árangri, þurfum við að hafa trú á eigin getu, ef ekki við hver þá? -
En í allri jákvæðninni þurfum við líka að vera raunsæ - sjá það sem raunverulega að til að geta gert breytingar í okkar lífi.
Ef bíllinn er bensínlaus, dugar svo sannarlega ekki að setja brosmerki yfir mælinn og trúa því að hann sé fullur af bensíni. - Það má frekar flokka það undir afneitun á vandamáli.
Það lagast ekki, og alls ekki, við límmiðann. -
"You have to see your pain to change" - sagði sálfræðingurinn. - Eða þú þarft að sjá sársauka þinn til að breytast." - Um leið og við sjáum hann, sættumst við við hann og út frá sáttinni hefst nýr vöxtur. - Við förum ekki bara að óskapast yfir tómum bíl - eða pæla hver gleymdi að fylla á hann siðast. Við tökumst á við þann starfa að fylla á tankinn, og keyrum svo áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2013 | 09:57
"Missti lífsviljann eftir að hafa farið inn á kommentakerfi DV" ..
Eftirfarandi er dagbókarfærsla sem ég færði í morgun, 6. október 2013, á heimsíðu framboðs míns til embættis sóknarprests í Staðastaðarprestakalli. Þar er m.a. umfjöllun um þessa fyrirsögn, en þetta heyrði ég í útvarpinu á leið til vinnu. - En lesist nánar hér:
Góðan dag elskurnar,
Í gær ávarpaði ég ykkur með vinur/vinkona - og nú eruð þið "elskurnar" - því við erum auðvitað öll elskur og elskuð. Það er alltaf einhver sem elskar okkur, og ekki verra ef við gerum það sjálf.
Það hefur ekkert með sjálfselsku að gera, s.s. í merkingunni að vera eigingjörn. Heldur merkingunni að virða sig og þykja vænt um sig, elska sig nógu mikið til að vilja sér gott.
Námskeiðið mitt "Lausn eftir skilnað" - gekk vel, það voru átta konur sem voru mættar í þetta sinn. Það er fullkomin stærð á hópi, en sjö - tíu er viðmiðið þar sem farið er í tilfinningavinnu, eins og ég kalla það. Það er mikilvægt að halda utan um slíkan hóp með alúð, trausti og elsku.
Um leið og fólk safnast saman í ákveðnum tilgangi, er komið samfélag - eða félagsleg festi, eins og er talað um í félagsfræðinni. Þessi festi á ekkert skylt við hálsfesti, en ég notaði hana samt til að útskýra í kennslunni, - að hver manneskja er eins og perla, og síðan þegar við komum saman myndum við perlufestar.
Við tilheyrum mörgum perlufestum, en erum jafnframt ótrúlega flott ein og sér. Það eru því alltaf perlur sem mæta á námskeiðin mín, perlur sem eru ólíkar, en allar jafn verðmætar, enda skapaðar af sama skaparanum!
Ég gerði nú ekki mikið meira þennan daginn en að leiðbeina á námskeiðinu, - ég hafði skrifað svolítið um morguninn, en keyrði svo upp í Skorradal seinni partinn og mætti beint í Spaghetti Carbonara - sem var allt of gott. Við horfðum svo á þátt með Sigga Hlö og skellihlógum að danstöktunum hans. Þar var hún mætt hún Sigga Lund, en við erum orðnar ágætis vinkonur í gegnum stutt en mjög ánægjuleg kynni. Ég hef stundum spjallað í útvarpsþættinum hennar, þar sem hún spyr mig út í pistlana mína.
Síðan var tekin pása frá sjónvarpinu og Jón bóndi, Kolbrá dóttir hans og ég spiluðum Yatzee - sem okkur finnst ekki leiðinlegt! - sem endaði með sigri bóndans. Ég hef svo gaman af því að spila, hvort sem það er spil eins og Fimbulfamb, eða Kani.
Vegna þess að ég vaknaði fyrir sex í gærmorgun, var ég orðin lúin tók ég "Power nap" eða orkusvefn í sófanum, svo ég næði aðeins að rabba við bóndann fyrir svefninn. - Það er gott að vinda ofan af deginum, ræða um það sem við höfum verið að sýsla o.fl.
Í gærmorgun á leiðinni í vinnuna heyrði ég brot af viðtali við mann sem sagði: "Ég fór inn á kommentakerfi DV og missti lífsviljann" - og það var auðvitað bara húmor, svolítið svartur, en ég held það átti sig flestir á hvað hann meinti. Það er svo lýjandi að lesa niðurrífandi athugasemdir og neikvæðni. - Neikvæðni er smitandi og það að beina athyglinni stöðugt í neikvæðan farveg og að því sem miður fer eykur á neikvæðni.
Á námskeiðinu rifjaði ein konan upp fyrir mér bók sem heitir Power, og er eftir höfund "The Secret" - "The Power" er "LOVE" - þ.e.a.s. kærleikurinn, ástin, elskan. Mér finnst orðið elskan svo fallegt, og milt, kærleikurinn er oft smá töffari, ef segja má að orð séu töffarar. Ég fór inn á Youtube og hlustaði á hluta af þessari bók, og fékk innblástur til að skrifa eftirfarandi:
Jákvæðar hugsanir eru hugsanir um það sem við elskum, - langar í o.s.frv. - Neikvæðar hugsanir eru hugsanir um það sem við elskum ekki, og langar ekki í. Hugsum um það sem við elskum, meira en það sem við elskum ekki. -
Tölum um það sem við elskum Við elskum heilsu, elskum hamingju, tölum um það sem gekk vel í dag og þökkum það sem gladdi okkur í dag. Tölum um kosti makans, kosti barnanna, kosti vinanna, kosti okkar sjálfra. -
Það sem þú veitir athygli vex
Tökum ákvörðun um betra líf - stillum fókusinn á gleðina og það og þau sem við elskum. -
Elskan er hin jákvæða orka lífsins, elskum meira og óttumst minna.
Ég held að það væri snjallt að hafa eftirfarandi tilvitnanir úr Biblíunni í huga þegar við erum að tjá okkur um og við annað fólk.
"Talið ekki illa hvert um annað, systkin." Jakobsbréfið 4.11
"Verið góðviljuð hvert við annað, miskunnsöm, fús til að fyrirgefa hvert öðru eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið ykkur." Efesus 4.32
og svo aðal:
"Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar."
Efesus 4.29
Það missir enginn lífsviljann ef hann les það sem er uppbyggilegt, og það ER hægt að beita uppbyggilegri gagnrýni.
Sólin er farin að skína í Skorradalnum, kettlingarnir tveir Mia og Bomba farnir að leika og ég kippti tánum inn undir sængina ..
Góðan dag og þökkum fyrir að það er alltaf einhver sem elskar okkur, og ef við eigum erfitt með að elska okkur sjálf þá gerir Guð það - skilyrðislaust.
Það er m.a. dásemdin við elsku Guðs.
Það er einver svona "Oh, what a beautiful morning" fílingur í mér. Vonandi í þér líka
Síðan mín er www.kirkjankallar.wordpress.com
(Ljósmyndari Jón Friðrik)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2013 | 12:41
Staðastaðarprestakallið kallar á okkur átta ...
Heil og sæl sambloggarar á Moggabloggi sem og önnur sem lesa. - Ég er að sækja um embætti sóknarprests í Staðastaðarprestakalli og er m.a. með síðu þar sem ég er að kynna mig og hægt að skoða ef smellt er HÉR.
Svo er ég með stuðningssíðu á Fésbókinni og hún er HÉR.
Þakka allan veittan stuðning og meðbyr.
Ykkar einlæg,
Jóhanna Magnúsdóttir, cand. theol.
![]() |
Átta sóttu um stöðu sóknarprests |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.10.2013 | 14:01
"Ég er ennþá með sólina í hjartanu" ... krúttfærsla
Ég starfaði um skeið í grunnskóla Borgarfjarðar, Hvanneyrardeild. Þar eru kennsla fyrir börn í 1. - 4. bekk, en síðan fara þau í 5. bekk á Kleppjárnsreyki.
Ég bauð nemendum nokkrum sinnum upp á létta hugleiðslu, þar sem við tókum sólina inn í hjartað, eins og ég kalla það.
Daginn eftir eina slíka hugleiðslu, þar sem ég stóð frammí í matsal skólans snemma morguns, mætir lítil skotta og kemur í útigalla og kuldaskóm og hallar sér að dyrastafnum og tilkynnir mér hátíðlega:
"Ég er ennþá með sólina í hjartanu" :-)
Börn eru bara dásamleg, og gaman ef við gætum tekið sólina svona auðveldlega inn.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)