10.11.2009 | 21:57
Bloggtorrek ..
Ég kastaði út DoctorE
Þá kom hjörðin og sagði Meeee..
Þá hló ég og opnaði aftur
en úr því varð mikill kraftur
og áfram rifnaði kjaftur
Sæmundur var ekki glaður
með konu sem stundaði þvaður
stríðið hélt sínu striki
mín siða sem skítur á priki
hér eittþúsund gestir einn daginn
úff hvað var argur einn gæinn!
Inn komu menn og konur
og þar meðal Theódórs sonur
sem rekur bestan "bar"
ég alloft hangi þar
Þar saknar mín Jón Steinar mest
sem kann allt og veit nú best
að eigin háværa mati
en það er að sjálfsögðu allt í plati
því geltandi hundar bíta ekki
það af reynslu minni þekki
en svo mætti Gunna óglöð með Tedda
ég ætlaði að reyna því að redda
en það tókst ekki vel
og mér varð ekki um sel
Gunna fór að ræða um dóp
þá settist ég klofvega á minn sóp
flaug svo út í fagra nótt
þar sem að mér var sótt
ákvað vanstillta bloggið að geyma
og hafa það kósý heima..
Athugasemdir
Ég er löngu búinn að fyrirgefa þér og gleyma þessu dæmi.
Peace!
DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:56
Góð Jóhanna.
Jón Steinar kann að hnoða saman orðum, hann hlýtur að svara þér a.m.k. með ferskeytlu
Kristinn Theódórsson, 10.11.2009 kl. 23:11
Þetta er góður lestur. Takk fyrir torrekið :-)
nicejerk (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 23:37
Hahahaha en en hvar var ég í málinu öllu ?
Ragnheiður , 11.11.2009 kl. 00:33
Flott hjá þér Jóhanna
Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2009 kl. 01:39
Þótt af illkvittni Jóhanna klóri í kaun
þá snertir það prakkarann ekkerí raun.
Þótt hann viti ekki neitt
þá veit hann það eitt
að hann saknar sko Jóhönnu alls ekki baun.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2009 kl. 03:44
Góóóóð
Jónína Dúadóttir, 11.11.2009 kl. 05:51
Mér finnst þetta nú vera nokkuð skemmtilegt
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2009 kl. 08:20
DoctorE hann fer með friði
hann kann þá, eftir allt, mannasiði!
Sko! Jón Steinar hnoðaði vísu
í afneitun lifir um söknuð til skvísu
nicejerk kíkti hér inn á mig
af kurteisi þakkaði fyrir sig
Kristinn kom auðvitað líka
án hans er ei fullkomin trúlausra klíka
Ragga spurði: "Hvar er ég kona" ?
ávallt í mínum huga, svona, svona
og Jónína góóóóð með brosið bjarta
hellir úr sínu hófsama hjarta
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.11.2009 kl. 08:26
Milla mætt líka í morgunsárið
það hreyfir ei við henni moggabloggsfárið
með kærleika án landamæra
hún ávallt mun ljósið mér færa
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.11.2009 kl. 08:57
Hahha jaaá ...þarna kom það.
Ragnheiður , 11.11.2009 kl. 13:53
Ja, nú er ég hlessa - alveg eins og klessa - missti af að hér voru læti - en sé að fólk ræður sér vart fyrir kæti.
Knús á þig elskan, hef ekki verið í tölvustuði, en hér sé stuð og GUÐ.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2009 kl. 15:54
Ásdís mín hlessa sem klessa
missti af því þegar ég var að messa
en ávallt við göngum með Guði
í sjóðandi, bullandi, myljandi stuði
Ragga svo skellir sér á lær
þegar ljóðlínur um sig fær
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.11.2009 kl. 16:41
Þú ert nú bara flottust, knús til þín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2009 kl. 17:42
Sæl ég hef afrekað það einu sinni að vera kastað út af bloggsíðu og það af geistlegum manni. Reyndar voru deilurnar ekki tengdar trúmálum heldur annað eldfimt ágreiningsefni.
Sigurður Þórðarson, 11.11.2009 kl. 18:37
Enn kemur Milla með bros og knús
tek henni á móti kát og fús
Siggi út af síðu eitt sinn var kastað
hver getur þennan sómamann lastað?
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.11.2009 kl. 18:59
Ef hendi ég gæti veifað,
þá mundi það verða save-að,
og sagt,að eii yrði þér neitað
að gera allt sem öðrum er meinað.
Þetta er nú bara bull, en ég meina það samt.
Segðu bara alltaf þína meiningu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2009 kl. 19:59
Allir eru vinir á blogginu
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 20:24
Öll dýrin í skóginum eru vinir
ljónin og lömbin og allir hinir
Þó sumir mér komi í svaka fýlu
svo ekki sé talað um hommagrýlu
Sveinn hinn Ungi er ei velkominn þar
en "geislasverð" skilja eftir sviðið mar
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.11.2009 kl. 20:43
Já Jóhanna mín, það er alltaf best að vera vinir. En vinir eru líka þeir sem segja manni satt og vinir eru þeir sem maður getur treyst til að segja vil um það sem betur má fara. Hinir sem alltaf eru sammála eða segja ekki neitt eru ekki vinir í raun. Heldur fólk sem vill bara vinsældir. Knús á þig elskuleg mín, og við skulum þakka fyrir að eiga menn að eins og Jón Steinar og jafnvel Doktor E. Hins vegar held ég að það sé fullreynt með Okkar ágæta Jón Val, hann henti mér nefnilega út, vegna þess að ég var ekki nógu kristileg fyrir hann. Svona geta nú málin verið snúin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2009 kl. 20:52
Ef ég teldi Satan vera til.. þá myndi ég líka telja að JVJ væri handbendi hans, svona svipað og Saddam Hussein er með Satan í Southpark..
DoctorE (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:20
Ég er löngu vaxinn upp úr því að vilja að allir séu sammála mér. "Leyfum 1000 blómum að spretta." Ég vil segja JVJ það til varnar að hann kemur til dyranna eins og hann er (holdi)klæddur. JVJ hefur sagt mér að hann sé "kristilegur íhaldsmaður" og að Biblían móti afstöðu hans. Hann hefur í hyggju að bjóða fram kristileg stjórnmálasamtök.
Tveir af forystumönnum samtakanna leituðu eftir stuðningi mínum við samtökin enda muni þeir í kristilegum anda berjast gegn kvótakerfinu. Ég óska þeim auðvitað alls góðs í þeirri baráttu. En að gefnu tilefni er ég ekki á leiðinni í nein kristileg stjórnmálasamtök, þó þau styðji góð mál sem ég vil leggja lið með öðrum hætti.
Sigurður Þórðarson, 12.11.2009 kl. 07:39
Ég er svo stoltur núna, ætla að setja vísuna á bloggið hjá mér.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 09:21
Ég segi nú bara góðan og blessaðan elskurnar mínar, er yfirleitt afar glöð með kommentin hér.
Knús í daginn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2009 kl. 10:37
Milla segir ávallt meining sína
hvetur mig að segja líka mína
Sveinn hinn Ungi stoltur vísu birtir
en fyrir augum sumra áfram syrtir
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.11.2009 kl. 18:30
Cesil segir málin vera snúin
á Jóni Val sé lýðurinn býsna lúinn
Dokksi töluvert lengra tekur það
munninn hans setja mætti í bað
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.11.2009 kl. 18:48
Þúsund blómin spretta upp hjá Sigga
pólitík tengd við Krist er ekki að digga
fílar eigi lög um fiskveiðikvóta
sendir þau í afturenda þess Ljóta
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.11.2009 kl. 18:56
DoctorE er alltaf góður
Aldrei ybbar gogg
Þegar hann kynnir bíblíu óhróður.
Loka á hann blogg.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 21:59
Hehehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2009 kl. 11:55
Jahérna, sé að ég hef misst af heilmiklu. Verð að fylgjast betur með og senda styrk.
Anna Guðný , 15.11.2009 kl. 23:57
Dýrin í skóginum öll vera vinir
segir hún Jóka og er ekki að djóka
en ég eins og hinir
sem kippir í kynið
og raunveruleikinn skortir skopskynið
veit að þau aldregi öll verða vinir
Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2009 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.