"Líf mitt hófst eftir að hann dó" ....

"Líf mitt hófst eftir að hann dó" .. voru orð þýskrar konu sem flutti hingað til lands sem vinnukona. -  Í raun skiptir ekki máli hver konan var eða hver maður hennar var, - en þetta var hennar veruleiki.  

Hún átti eitt barn fyrir og vænti annars, - og það vofði yfir henni að börnin yrðu tekin af henni. Kosturinn sem hún hafði var að ráða sig í vist hjá bónda í sveitinni.  Hún þurfti síðan að þjóna honum í rúminu líka. -

Allt þetta kom fram í þýskri heimildarmynd sem sýnd var núna á RIFF - eða á Reykjavíkurkvikmyndahátíðinni. -

Bóndinn var mjög virkur alkóhólisti, -  en hún lét sig hafa það að búa með honum.  Þau giftu sig seint og síðarmeir, en þá voru börnin orðin fimm talsins,  og við giftinguna var hann svo drukkinn að hann gat varla skrifað nafnið sitt. -

Ekki veit ég hvað dró bóndann til dauða, - en það kom að því að hann lést og eins og áður hefur komið fram, þá upplifði þessi kona að líf hennar hafi hafist þegar hún var laus við hann og alkóhólisma hans.

Þetta er mjög dramatísk saga, - en því miður ekki einsdæmi. -   Fólk í sambandi við alkóhólista er oft eins og í fangelsi. -  Lifandi dautt. -  

Maður gæti spurt sig af hverju þessi umrædda kona fór ekki frá manni sínum - en beið eftir að hann létist? -  Jú, þetta er fyrir mörgum árum síðan - hún ættlaus og án stuðnings.   Þetta er því miður raunveruleiki í dag, -  fólk er ekki að lifa að fullu í sínu sambandi eða hjónabandi,  vegna drykkju makans. Það þarf reyndar ekki alltaf drykkju til,  bara að sumt fólk er hreinlega vont við hvort annað í samböndum.  -  

Það er vont ef að hugsunin kemur upp hjá fólki að það sjái enga útkomuleið úr hjónabandi aðra en að makinn hreinlega deyi - eða jafnvel það fer að óska sjálfu sér dauða.  

Þetta er náttúrulega svakalega alvarlegt, - og stundum spyr ég fólk í þessari stöðu af hverju það fari ekki út úr sambandinu, en þá koma skýringar eins og ótti við afkomu - nú eða þessi setning "hvað segir fólk?" -  Jú - allt er þetta byggt á ótta. Ótta annars vegar við afkomu og hins vegar við almenningsálit.  

Það er alltaf betra að leita sér hjálpar, en að vera farinn að upplifa það að einhver þurfi að deyja til að leysa upp hjónaband. -  

Munum að við megum ekki fórna lífinu okkar fyrir það sem aðrir hugsa! .. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf ætla ég að sjá þessa og hina myndina,en aldrei verður af því. Ég bíð bara eftir að þær komi á diskum,er viðkvæði mitt,en gleymi því svo. B.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2014 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband