Hver ber ábyrgð á gleði þinni?

GLEÐI - GLEÐI - GLEÐI ... eða ekki? ..

Það er voðalega vont, ef við förum að setja okkur skilyrði fyrir gleðinni okkar. -

  • EF ég fer út að ganga .. ÞÁ "leyfi ég mér" að eiga góðan dag!
  • ÞEGAR ég er búin að skúra gólfin ... ÞÁ "má ég" láta mér líða vel!

Ertu að skoða fésbókina og horfa á alla "dúerana?" -  Þ.e.a.s. þessa sem hafa vaknað eldsnemma og hlaupið 10 km? ..   Geta þeir verið glaðir en ekki þú, af því þú hljópst ekki?  Ertu að berja úr þér gleðina af því þú gerðir ekkert?  Af því þú svafst lengi,  hreyfðir þig ekki o.s.frv.? ...

Ætli það sé líklegt til árangurs?  - Að berja sig niður? -   Eða viltu berja þig til að fara að hreyfa þig? -

Það sem skiptir máli er að líða vel, - við berum sjálf ábyrgð á okkar vellíðan.  Ef að okkur líður vel eftir að hafa farið út að hlaupa,  þá er það æðislegt!  EN ef við förum ekki, þá megum við ekki berja okkur niður,  - því það er upphafið að vítahringnum.

Þegar okkur líður illa, þá missum við flugið - við missum orku og vilja.  Þá nennum við líka ómögulega að hreyfa okkur. -  Þess vegna verðum við að setja það í forgang að líða vel.   Það er hamingjan sem dregur vagninn.

Ég kalla það "hamingjuforskotið" ..

Þegar okkur líður vel þá eykst orkan og okkur langar til að gera.  Svo þegar við förum að gera, - t.d. fara í göngutúr,  langar okkur e.t.v. í meiri hreyfingu eins og að fara og synda eða bara ganga meira. -

Lykilatriði í vellíðan er að líka við sjálfan sig. -  Vera í góðu (ástar)sambandi við sjálfa/n sig.

Horfa í spegil - djúpt í augun - og segja: "Mikið þykir mér vænt um þig" .. og brosa við okkur sjálfum. -  Við komumst varla hjá því, því okkur finnst þetta fyndið,  en það venst. -   Brosið er plús. -

Svo ef við ætlum að eiga góðan dag, - þá skulum við a.m.k. ekki vera sá eða sú sem skemmir hann með því að dæma okkur, eða skemma allan daginn með því að taka eitthvað nærri okkur. -

Við getum tekið ákvörðun:  "Ég ætla að gera MITT BESTA til að eiga góðan dag." Það þýðir að við lifum innan frá og út, - látum ekki aðra stjórna okkar líðan.  Hvort sem það er með því að lesa um þessa aðra á fésbókinni eða hvort að einhver er að segja eitthvað sem okkur mislíkar.

Við megum vera glöð - skilyrðislaust! ..  ekki þegar, þá, ef o.s.frv. -

NÚNA ... já, já ....

og

NÚNA ...

Finndu gleðina vella upp innra með þér, - það getur vel verið að viðnám myndist og hugsunin byrji að stoppa þig, - "þetta er nú meiri vitleysan" .. gæti neikvæðnipúkinn verið byrjaður að hvísla .. eða öskra jafnvel.. eða "Þú átt ekkert skilið að vera happy,  þú þarft nú að vinna fyrir því" ... blah...

Það þarf ekki að vinna fyrir því -  hamingjan og gleðin er hér og nú, hún er skilyrðislaus.

(Vonandi ertu ekki að skemma NÚIÐ með því að leita í fortíð og framtíð að ástæðum fyrir að vera óánægð/ur?) ...

Líður þér best illa? ..

Neeee....

"The Present Moment"  NÚIÐ ..  er Gjöfin ..  og okkur er gefið "Power" eða vald yfir þessu NÚI ...

Hver hefur valdið/ábyrgðina á þínu lífi - á þínum degi? 

670px-Create-a-Rainbow-in-Photoshop-Intro

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

*BETRA ER AÐ HLUSTA Á ÁVÍTUR VITURS MANNS EN SÖNG HEIMSKRA MANNA* (Orðskviðirnir).

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/

Gunnar Dal var einu sinni spurður að því hver væri tilgangur lífsins.

Hann sagði að þegar hann var krakki; þá var það aðal-sælan/gleðin að borða karamellur.

Eins og við vitum að þá er gleðin/sælan ekki endilega alltaf holl/leiðir ekki til framfara.

Ps. Litir regnbogans geta haft guðlega fegurð ÁN þess að tengja það við kynvillu-fánann.

Jón Þórhallsson, 8.8.2014 kl. 10:39

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jón Þórhallsson, við erum blessunarlega ósammála :-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.8.2014 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband