Dr. Terry Walsh með MS "borðaði sig" upp úr hjólastól - "Kanarífugl í kolanámu"

Það skal í upphafi tekið fram að auðvitað er þetta saga einnar konu.  Það er ekki þar með sagt að allir með MS eða aðra sjúkdóma geti náð þeim árangri sem hún náði,  en ég er nokkuð örugg um að mataræðið sem hún mælir með er ekki bara eitthvað sem hjálpar einni konu, heldur gætum við öll orðið heilbrigðari ef við bættum úr þessu. Hún talar líka um þetta sem forvörn. -

Hér segir Terry Walsh s.s.  sögu sína,  frá hvernig hún breytti mataræði sínu til að næra frumur sínar, - "Minding your mitochondria" - en mitochondria sem þýðir víst  "hvatberi" á íslensku, hvatberi  sem þarf að næra. -  (Læknar og líffræðingar vita meira um þetta). 

Eftirfarandi eru bara punktar sem ég skrifa niður eftir fyrirlestri hennar, vinsamlega takið viljann fyrir verkið ;-) : 

Heilinn þarf B1, B9, B12 og Omeg 3 og Joð, -  Sulfur og B6.  Þurfum andoxunarefni líka. 

Án þessa mitochondira (hvatbera) værum við örsmá. - 

Terry sýnir þarna hvað við erum að borða, - biður fólk að rifja upp hvað það borðaði mikið af ávöxtum og grænmeti sl. sólarhring,  en hún er augljóslega að gagnrýna mataræði Bandaríkjamanna.  Unna matvöru. 

Hún mælir með "hreinu" mataræði - eins og við tölum oft um hér á Íslandi; beint frá bónda. 

Talar um "Hunter-Gatherer" diet.  (Hér er diet mataræði en ekki megrun.) 

Hunter er veiðimaðurinn,  sem veiðir dýr - (kjöt og fiskur).  

Gatherer er safnarinn - safnar berjum, ávöxtum, grænmeti, laufi,  fræjum o.s.frv. 

Í þessu forna mataræði  "Hunter Gatherer" er betri næring en nútíma fræðingar hafa gefið upp sem heilbrigt mataræði.  

Mataræðið skiptir máli fyrir heilbrigðið, heilafrumur bæði andlegt og líkamlegt, námsgetu, hegðun o.s.frv. 

SMELLIÐ HÉR til að SJÁ FYRIRLESTUR 

Hennar daglega mataræði samanstendur af: 

3 bollar af grænum laufum  -  rík af vitamínum, B vitamínum sem vernda heilasellurnar, A og C styðja ónæmiskerfið og K  Steinefni sem virka með.  

3 bollar  sulfur-ríku grænmeti - heilinn þarf á þessu að halda,  lifur og nýrun þurfa á þessu að halda, laukur, sveppir, aspas, brokkolí, kál o.fl. 

3 bollar af litríku,  andoxunarefnin eru í hinu litríka;gulrótum, papriku,  rauðkáli, berjum, appelsínum, ferskjum

kjöt af dýrum sem borða gras, lífrænt ræktað kjöt  (lambakjötið okkar)  

fiskur sem er ríkur af omega 3,  fyrir þroska kjálkans og heilans,  hún minnist á lax og síld

sjávarþari - söl,  Joð og selenium,  er nauðsynlegt fyrir heilann,  minnkar áhættuna á brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini - Joðið eyðir eiturefnum.

Borðum meira kál, ber -ávexti. -  Eftir því sem við veljum meira hollt og jákvætt inn í líf okkar verður minna pláss fyrir óhollt og neikvætt. - Þetta gildir bæði fyrir líkama og sál. -

Hegðunarvandamál og ofnæmi  eru oft tengd röngu mataræði 

Hún segir þetta allt best sjálf! .. 

Við eigum val, - hún velur að deila þessari reynslu sinni sem hún vonast til að sem flestir nýti sér. 

Hún hvetur okkur til að borða okkur til upprisu. 

Við eigum VAL,  hvert er þitt val?  

Ef við borðum 9 bolla á dag af þessu holla, minnkum við hættuna á matarofnæmi, glútenóþoli og mjólkuróþoli.  Minnkum hættuna á asma, vefjagigt, hegðunarvandamálum o.fl. o.fl. 

Í sjö ár fékk hún bestu mögulegu umhyggju, bestu lyf - en lífsgæði hennar voru orðin mjög slæm. 

Hún fór að lifa á "Hunter-Gatherer" mataræðinu. 

Eftir 9 mánuði var hún farin að hjóla 18 mílur 

Hún kallar sig kanarífugl í kolanámu .. 

Dr. Terry Walsh 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband