Hvað þarf kona? ..

 Karlmenn segja stundum að erfitt sé að skilja konur.

Ég get ekki alhæft fyrir allar konur, en ég hef hlustað á nógu margar til að heyra að það er margt sameiginlegt sem konur sakna frá mökum sínum. 

Við erum flest þannig gerð að við þurfum athygli.  Sem starfsmenn þurfum við athygli atvinnurekandans, hrós og endurgjöf. -  Sem börn þurfum við athygli - og vissulega sem fullorðin þurfum við athygli. 

Ég hef lesið í fræðiritum að jákvæð athygli sé best, neikvæð í öðru sæti og engin athygli verst, - enda kemur það út sem áhugaleysi eða afskiptaleysi. - 

Kona sem ekki fær athygli, er afskipt - fær ekki þá næringu úr sambandinu sem hún þarfnast. 

Við gætum auðvitað sagt núna; "kona með mikið sjálfstraust, á að vita að hún er elskuð, er falleg, kynþokkafull, falleg með nýju klippinguna - flott í ballkjólnum ... eða bara nakin". -  En þegar makinn segir ekki neitt,  þegir þunnu hljóði, þá fer hún að hugsa sitt." -  

Í raun hlýtur þetta að gilda í báðar áttir - en samt virðist konan þurfa meira á því að halda að fá hrós, hvatningu, aðdáun? -  Eða hvað? -  Kannski þurfum við þess öll. 

Ég veit bara að sumar konur kvarta mikið yfir að mennirnir þeirra taki ekki eftir þegar þær gera breytingar,  og hvísla sjaldan ef nokkurn tímann einhverju fallegu um þær í eyru þeirra. - Hvað þá að koma "surprise" með eina rós inn í hversdaginn.   Nógu mikið röfla sumir um að láta ekki blómaframleiðendur stýra sér í kaupunum! .. 

Samband tveggja einstaklinga er að gefa og þiggja á víxl.  Vissulega þarf það að koma af einlægni og löngun til að gefa.  Sumir karlmenn tala um að það besta við kynlífið sé að gefa konunni nógu mikla nautn. -  Þeir fatta kannski ekki alveg að nautnin hjá konunni verður mun meiri, ef að hún er andleg líka en ekki bara líkamleg.  Ef að dagurinn hefur verið góður, - þau hafa tekið langan tíma í kvöldmatinn,  fengið sér kvöldgöngu og rabbað um hluti sem skipta hana máli.  Hann hefur strokið lokkinn frá auganu á henni og sýnt henni á einn eða annan hátt að hann elskaði hana. - 

Það er ekki til töfraformúla fyrir ástinni.  Eitthvað "bling" þarf að vera á milli fólks, - en falleg samskipti,  gagnkvæmt dekur,  gagnkvæm athygli - hjálpar alveg örugglega. - 

Kona þarf að finna það og heyra að hún er metin,  og þar skiptir allur pakkinn máli. -

Eins og ég sagði í upphafi - þá þarf þetta ekki að gilda um allar konur,  en þetta er það sem ég hef sjálf upplifað og það sem ég hef heyrt í kringum mig. -  Og - eflaust er það gagnkvæmt.

Grunnurinn er - eins og alltaf - að við séum heiðarleg, einlæg og við sjálf  og tjáum okkur af hugrekki ;-) 

Í gær skrifaði ég á Facebook "I am as hot as I feel" - og var það í tilefni þess að verið var að bera saman grannar konur og þéttari. - Ég er ekki hrifin af samanburði, hver og ein kona þarf að finna hvernig henni líður með sjálfri sér og upplifa sig örugga" .. Það er auðvitað takmarkið, - að þurfa ekki að heyra það utan frá,  hvort sem það er frá maka eða öðrum. - En staðan er sú að við erum áhrifagjörn, þurfum pepp, hrós og samþykki. -  Þar til við erum 100% búin að samþykkja okkur sjálf .. þurfum við samþykki, hrós, endurgjöf makans ... og hver hefur svo sem 100%  samþykkt sig sjálf/ur? ..

Jæja, - þetta var s.s. mánudagspistilinn, hugleiðing dagsins! 

 

 

 cappuccino.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

FLottur pistill....... og MIKIÐ til í þessu  

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 23.1.2012 kl. 10:23

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Sólveig! .. 

Ég er búin að hlusta á margar konur ... og ég er svo sannarlega kona. - Væri líka gaman að sjá pistil "hvað þarf karl? .. Ég veit að vísu að mengin skarast, en hver er munurinn og er hann einhver? .. Bætið endilega við í athugasemdum hvort þið eruð sammála eða ósammála, svo við getum betur skilið okkur sjálf og hvert annað ;-) ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.1.2012 kl. 10:32

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mætti líka bæta við; hvað langar konu, hvað vill kona? ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.1.2012 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband