Súkkulaði og rjómi ...

Fyrirsögnin er villandi, en þó ekki þegar þú hefur lesið það sem hér stendur. 

Við sjálf erum yfirleitt þau sem setjum sjálfum okkur hindranir,  og við sjálf erum jafnframt þau sem erum líklegust til að ná árangri.  Líkaminn framkvæmir það sem hugurinn dvelur við. 

Þetta er lausleg þýðing á eftirfarandi: 

"Our limitations and success will be
based, most often, on our own
expectations for ourselves. What the
mind dwells upon, the body acts upon."
         Denis Waitley

Eftirfarandi er svo útlegging á þessu skv. Wes Hopper. 

Hefur þú einhvern tímann tekið eftir því hvað fólk sem gengur vel í lífinu er að fá enn betri hugmyndir og sambönd?  Það er ekki tilviljun því að þetta fólk hefur þjálfað hugann í að sjá hvers það þarfnast. 

Hugurinn á við það vandamál að stríða,  með hin fimm skilningarvit, að fá á sig gífurlega mikla skothríð upplýsinga, í orðum myndum og upplifunum hverja einustu mínútu dagsins. 

Magnið er svo stórkostlegt, en þú verður aðeins meðvitað var/vör við lítið magn, minna en 1% (pælið í því). 

Hugurinn þarf að sortera það sem þú ætlar að taka inn í meðvitundina.  Það sem hugurinn notar fyrst er að skoða hvort að hætta steðjar að, sbr. bíll sem kemur aðvífandi.  Það næsta er allt tengt súkkulaði (segir Wes Hopper í gamni,  en segir það eflaust aðeins bundið við hann og konu sína) Ég þekki það af eigin reynslu að þegar að auglýst er að rjómi verði á boðstólum í kvikmyndaklúbbnum mínum,  þá fer fókusinn oft af kvikmyndinni yfir á rjómann! .. Það sem ég hugsa um á leiðinni í klúbbinn er eplakaka með rjóma LoL

Svona til að fara aftur inn á brautina þá er það reyndar  þannig að eftir að búið er að útiloka hættu, þá leiti hugurinn að því sem er þér mikilvægast,  byggt á þeim upplýsingum sem þú hefur fóðrað hugann með, eða sagt sjálfri/sjálfum þér. 

Hvernig æfir þú þig í að tala til hugans?  Þú fókuserar hugsanir þínar á það sem þú vilt.  Þú merkir við það sem er mikilvægt með athygli þinni.  (Það sem þú veitir athygli vex).  Þú veitir því skýra athygli með að að hugleiða það og vera einbeitt/ur. 

Fólk sem nær árangri hefur lært að nýta sér þetta til að verða vör við það sem skiptir máli í þeim mikla fjölda upplýsinga sem berst til okkar á hverjum degi.   Þau sjá hluti sem aðrir taka ekki eftir,  og nýta þá.  Hin góða hugmynd, eða góða samband eða tenging,  er ekki látin fljóta framhjá óséð.

Fólk sem nær árangri hefur meiri stjórn á huganum, með því að fókusera á það sem það vill, og tapar ekki niður viljastyrk eða hikar, með því að bakka inn í ótta, efa og áhyggjur alla tíð. 

Þú getur gert þetta líka, það er æfing. Æfingin skapar meistarann.  Við lærum ekki að lesa öðru vísi en með endurtekningu,  aftur og aftur.  Hugrækt er eins og líkamrækt,  hún er ekki átak, heldur stöðug. Við erum ekki meistarar í Bubbles eða öðrum tölvuleikjum á einu augabragði, heldur krefst það æfingar. 

Við þekkjum það að sumt fólk gengur um með áhyggjuský yfir höfðinu.  Munið eftir muninum á Andrési Önd og Hábeini frænda hans.  Þetta eru ekkert ný sannindi sem Wes Hopper er að flytja.  Andrés trúði því að hann væri óheppinn og Hojben trúði því að hann væri heppinn. Og þeir voru akkúrt það.  Sumt fólk er alltaf visst um að það komi eitthvað slæmt fyrir það og verður eins og segulstál á óheppni.  Það fólk hefur því miður stillt fókusinn á það sem það vill EKKI. 

 andres_1077813.jpg

Við erum "þetta fólk" þekkjum það öll að detta í þann gírinn.  Það er mikilvægt að stunda jákvætt sjálfstal,  segja  "Ég vil vera heilbrigð/ur"   .. það er betra að nota það en "Ég vil ekki vera veik/ur" en þá ertu búinn að stilla fókusinn á veikindi í stað heilbrigðis.  

 

Stilltu athyglina á það sem þú vilt,  e.t.v. viltu hamingju, gleði, heilsu, efnahagslegt öryggi,  fjölskyldu o.s.frv. Settu niður smáatriðin líka og hugur þinn mun styðja þig í að uppgötva þá útkomu sem þú vilt fá.  

Þetta var svona í bland í boði Wes Hopper og mín. 

Ég ætla að prófa þetta (enn meira en ég hef hingað til) og þið fáið svo sannarlega að fylgjast með "my fellow citizens on planet earth") ... Wizard

Best að fara að fókusera á hreina ibúð, er í fríi frá vinnu í dag, þar sem krakkalingarnir (nemendur)  eru í páskafríi og lítið fyrir konuna að stússa án þeirra. 

Höldum fókus og förum með friði í Andabæ. 

Namaste 

 

hojben.jpg

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Auðvitað er bænin ekkert annað en hugleiðsla og að veita því athygli sem gott er. Best að koma því á framfæri líka. 

En áhyggjur eru líka bæn, með öfugum formerkjum, það er að segja að þegar við höfum áhyggjur af einhverju þá erum við að fókusera á það neikvæða. Mun betra að umvefja vini og ættingja ljósi í huganum,  heldur en að sjá þá fyrir sér í vanda eða veika. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.4.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband