Hundatemjarinn Davíð Þór Jónsson

Davíð Þór Jónsson skrifar grein sem hann kallar "Gelt geltog þið getið lesið með að smella á geltið þarna á undan.

Hann er þarna að lýsa þeim anda sem ríkt hefur í þjóðfélaginu eftir að tillögur mannréttindaráðs fóru í loftið. 

Í landinu virðast hafa skapast tvær fylkingar - með og á móti tillögum - og menn síðan varið sína fylkingu með kjafti og klóm - eða eins og Davíð segir með gelti.  

Mjög stór orð hafa fallið frá báðum aðilum,  sem hafa síðan kynt undir enn stærri orð hjá mótherjunum. 

Ég hef verið duglegri við að gagnrýna "mitt fólk" eins og ég vil kalla það,  þ.e.a.s. kollega úr guðfræðinni, og þjóna kirkjunnar,  vegna þess að mér finnst að þetta fólk,  sem er að boða kristilegt siðgæði - sem ég hef fulla trú á (elska náungann eins og sjálfan sig og allt það....)  - hefur dottið í þennan geltandi gír.  Það hefur beitt háði, óvirðingu og fleiru í garð mannréttindaráðs, sem er jú bara fólk að reyna að vinna vinnuna sína. 

Hvað er að?  Frown ..  Mér finnst ekkert gaman að vera að sussa á meðbræður og systur og biðja þau um að sýna stilingu, en því miður hefur ekki verið vanþörf á.  

Mér finnst við allt of oft gleyma að við erum öll eitt undir sama himni, á sömu jörðu - og það er það sem skiptir mestu máli.  

Mannréttindaráð hefur verið gagnrýnt fyrir að liggja einhvers staðar í hýði og koma ekki til samtals, skora á fulltrúa þess að koma fram og ræða við fólkið,  treysta því að það skilur heykvíslarnar eftir heima! LoL ..

Úps - nú fór ég á grátt svæði eflaust. 

Ég held að draumur okkar flestra, ef ekki allra,  sé að búa í landi þar sem ríkir sátt og friður manna á millum.  Skrítið að svona stór hópur fólks dreymi sama drauminn en samt er svona erfitt að láta hann rætast.  

Er það mismunandi aðferðafræði sem truflar?  Er kannski möguleiki á að við sem þjóð setjum okkur markmið - en getum farið nokkrar leiðir að markmiðinu? ..  Eigum við ekki bara að segja að markmiðið sé uppi á fjalli - ... ég veit um nokkrar leiðir upp á fjallið - og aðrir vita um enn fleiri leiðir.  Það skemmtilega í þessu er - að stundum krossast þessar leiðir og þá er hægt að setjast niður og borða nesti saman.  

Við erum búin að klúðra pólitíkinni, klúðra efnahagsmálum - en klúðrum ekki andanum í landinu, sameinumst um að hafa það svolítið gaman og notó. Kissing

We are all one ;-)

p.s. eins og fram kemur í nafni bloggsins míns - þá er naflaskoðun eitt það sem ég held upp á, þ.e.a.s. að líta í eigin barm áður en ég fer að dæma gjörðir náungans.  

Ég hef eflaust verið full hörð í "sussi" mínu á marga í þessu máli,  þetta er ekki eitthvað sem leysist bara með að fara öll í hoppandi hamingjuhalarófu - við erum of flókin til þess.  En munum að við erum mennsk fyrst og fremst,  mennskan á að gera okkur hæfari en dýrin, sem kannski bara gelta til að verja matinn sinn eða húsbónda og sem manneskjur eigum við að geta rætt saman á tungumáli sem allir skilja. 

Mig langar að biðja þá sem leggja orð í belg (ef einhver gerir)  að hafa það markmið í huga að það sem viðkomandi leggur til málanna sé uppbyggilegt, en ekki framhald af ásökunum í garð "hinna" ..  Ég virði þó að sjálfsögðu málfrelsi - en eins og alltaf virði ég ekki dónaskap eða ofbeldi í garð "hinna" ..  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband