Opin dagbók 6. október 2010 - Læst úti klukkan 00:30 að nóttu til ....

Í dag er ég að gera íbúðina  "picture perfect" þar sem að ljósmyndari á að mæta á staðinn og taka myndir fyrir sölu.  Munaði samt minnstu að ég væri bara ekkert hérna inni í morgun!  En það sem gerðist í gærkvöldi var eftirfarandi: 

Simbi var að væla og ég orðin sybbin, klukkan var langt gengin í eitt að nóttu - og ég hálf  meðvitundarlaus stóð upp úr sófanum,  fann til plastpoka og hundaól og festi Simba.  Fór síðan út í rokið þar sem Simbi var fljótur að finna hrúgu af laufum til að merkja sér kyrfilega.  Nú eru lauf með Simbapissi eflaust fokin um allan Vesturbæinn. Nóg um það, ég labbaði út að horni, og leit svo í hendina á mér, ég hélt á gemsanum mínum og bíllyklunum.  EKKI húslyklunum.  Hugsa, hugsa, hugsa... ég færi til Lottu systur og fengi að sofa í stofunni.  Nei, hún er með kött og ég er með hund og þau hafa aldrei hist. Ég var náttúrulega með bíllyklana svo ég gæti keyrt til Bjössa og Addý og fengið svo lásamann á morgun. 

Svo rámaði mig allt í einu í það að þegar ég skellti á eftir mér uppi að það hefði ekki verið í lás. Þá væri ein hindrun úr veginum.  Ég kíkti á ljósin í húsinu og sá ljóstýru á fyrstu hæð og ákvað að láta vaða á bjöllunni hjá þeim.  Frúin á neðri hæðinni kom fullklædd til dyra (hjúkkit) og ég afsakaði mig í ræmur -  og hún gerði lítið úr þessu.  Ég náði eiginlega ekki að segja henni hvað ég væri yfirmáta þakklát.  Hljóp upp,  eða reyndar Simbi togaði mig upp á 2. hæð,  og það fór sem mig minnti,  ég hafði ekki skellt í lás. 

Rosalega var ég lánsöm í óláninu! .. Smile Reyndar lánsöm að hafa þak yfir höfuðið og nóg að borða, og svo er ég svo svakalega heilsuhraust. "Lukkunnar pamfíll, svei mér þá!" 

Ég er farin að hugleiða fjallræðuna mína, hvað það sem ég geti sagt sem talar inn í ástandið í dag og gefi fólki von.  Yfirleitt er best að reyna að hugsa út fyrir rammann.  Ekki get ég gefið pólitíska von,  ekki efnahagslega,  en ég get gefið svona "andlega" von og rætt um mikilvægi þess að við séum ekki ein og veröldin snúist ekki bara um rassgatið á okkur sjálfum.  "It´s not about ME its about WE"  sagði Anthony Robbins.   

Um leið og við förum að beina athyglinni að öðrum en okkur sjálfum þá fer okkur að ganga betur og í raun endar athyglin hjá okkur,  eða eins og stendur í laginu:  "If you give a little love it all comes back to you" ....  Hvernig þjóð viljum við vera í raun? ... 

Jæja, þetta var bara tiltektarpása. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband