Rejsedag ..

Var að hugsa um að blogga á dönsku í tilefni dagsins og til að koma mér í gírinn, en mun notast við mitt ástkæra ylhýra móðurmál. Í dag er nefnilega komið að því að leggja í leiðangur til Danmerkur, nánar tiltekið til smábæjar á Jótlandi sem kallast Hornslet. Þar býr hún Eva Lind dóttir mín og maðurinn hennar hann Henrik ásamt börnum (og mínum barnabörnum) en Hornslet er heimabær Henriks.

Mér skilst á Evu að hún hafi varið miklum tíma í kaldri barnasundlaug fyrir utan húsið þeirra vegna hitabylgju sem hefur gengið yfir,  en svona barnasundlaugablæti er genetískt þar sem hún móðir hennar eignaðist þær nokkrar meðan hún var að ala sín börn upp.  Gekk að vísu full langt þegar hún keypti þriggja tonna sundlaugina og fyllti hana af vatni, vindsængum og börnum á nýsmíðuðum palli pabba barnanna.  Við fluttum eiginlega út í þessa sundlaug í tvo daga, þar til pabbinn kom heim úr fluginu sínu og fékk áfall. Hann hélt nefnilega að pallurinn fíni og flotti myndi síga eða hreinlega hrynja, en það varð sem betur fer ekki raunin. 

En nú er s.s. stefnan tekin á þessa plastsundlaug dótturinnar,  give or take - nokkrir metrar, sem þýðir að ég ætla ekki að gista útí laug heldur inni. 

Ferðalagið tekur reyndar allan daginn, því að flugið er rúmir þrír tímar og svo lestin þrír og hálfur til Århus,  þá tekur við bílferð í 30 mínútur eða svo. 

Í dag er 25 stiga hiti í Århus, en veðrið í Danmörku breytist yfirleitt þegar ég kem, ótrúlegt hvað veður getur breyst út af einni manneskju,  svo í þetta skiptið kólnar niður í 18 - 21 gráðu sem er bara fínt! 

Þegar ég kom í mars sl. þá hlýnaði all verulega en frostið sem hafði verið hafði varla verið meira í manna minnum.

En nú má konan engan tíma missa, á eftir að pakka snyrtidótinu og ákveða "rejsedragten" passi, farmiði, danskar krónur, myndavél og hleðslutæki allt komið ofan í tösku og að sjálfsögðu sundbolurinn sem konan mun nota þegar hún stingur sér fagurlega til sunds í barnalauginni. 

 Kiddie_Pool

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða ferð mín kæra og njóttu blíðunnar og barnanna. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2010 kl. 10:54

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Godt rejse :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.7.2010 kl. 11:00

3 identicon

Góða ferð, Jóhanna mín og njóttu samverunnar með litlu fjölskyldunni í Danmörku

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 12:11

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, góða ferð Jóhanna og góða skemmtun. En spurningin vaknar nú samt ein með það í huga að konan er "Fegurri en flestar ömmur aðrar", sundbolur, en ekkert bikini?!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2010 kl. 23:16

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ha´en god tur :)

Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2010 kl. 23:33

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða ferð og njóttu vel 

Marta B Helgadóttir, 21.7.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband