Lífsbókin

Lífsbókin 

Ljóð: Laufey Jakobsdóttir

Ljúktu nú upp lífsbókinni
lokaðu ekki sálina inni.
Leyfðu henni í ljóði og myndum,
leika ofar hæstu tindum.

Svipta burtu svikahulu.
Syngja aftur gamla þulu
líta bæði ljós og skugga,
langa til að bæta og hugga.

Breyta þeim sem böli valda
breyta stríði margra alda.
Breyta þeim sem lygin lamar,
leiða vit og krafta framar.

Gull og metorð gagna ekki
gangir þú með sálarhlekki.

 

Vinsamlega taktu þátt í skoðanakönnun hér vinstra megin á síðunni, hafir þú ekki nú þegar greitt þitt atkvæði.  Niðurstöður verða síðan birtar á morgun, laugardag 26. júní  

Takk fyrir Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú stendur þig vel í barráttunni vinkona. Keep up the good fight.

Mér finnst þetta allt mjög skemmtilegt. En ég hef náttúrulega ekki nokkra samúð með þeirri hugmynd að reglur biblíunnar hafi eitthvað mikilvægi, svo þetta er dálítill skrípaleikur fyrir mér. Teldi ég reglur biblíunnar ksipta máli myndi ég eiga í mestu erfiðleikum með að taka afstöðu gegn kirkjunni ef ég teldi mig kristinnar trúar og verð hálfpartinn að taka undir það sjónarmið að þetta sé ný trú, en ekki kristni. Sem er líka ágætt. Hvað er "kristni" annað en einhver merkimiði.

Ef boðskapurinn er gullna reglan, þá má bara kalla þetta gullnu trúarbrögðin eða eitthvað. Hengjum okkur ekki í merkimiða.

Annars er ég bara trúlaus og frjáls til að meta lífið fyrir það sem það er, sem er stórkostlegt furðuverk sem hægt er að kjósa að hafa gaman af eða kvíða. Ég kýs að hafa gaman af því - því þótt fólki kunni að þykja áhugamál mín skrýtin hef ég samt voðalega gaman af þeim

Kristinn Theódórsson, 25.6.2010 kl. 10:54

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Þakka þér innleggið Kristinn minn, já spurning með þessi blessuð trúarbrögð og trúarsamfélög. 

Sammála því að hengja sig ekki í merkimiða og hafa sömuleiðis gaman af lífinu.

The Golden Circle fær nýja merkingu! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.6.2010 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband