Höfum við eitthvað lært? - og skoðanakönnun heldur áfram.

Það að guðfræðimenntað fólk, vígt sem óvígt og trúfólk almennt taki sér stöðu með samkynhneigðum systrum og bræðrum, taki sér stöðu með hjónavígslu para af sama kyni  og þá jafngildri hjónavígslu karls og konu, er mjög mikilvægur þáttur í að styðja við fólk sem vegna kynhneigðar húkir í  félagslegri einangrun m.a. af hræðslu við viðbrögð hinnar "kristnu stórfjölskyldu." 

Sumir hafa verið aldir upp í trúarsamfélagi þar sem litið er á lífsstíl samkynhneigðra sem synd og að það sé val að vera samkynhneigður. Þeim uppálagt að þau séu að „velja syndina“ og samviskubiti plantað í þeirra huga. Kærleikur?  

Þetta ER úreltur hugsunarháttur og vissulega gamaldags, svo ég taki undir orð Sigríðar Guðmarsdóttur i kvöldfréttum Stöðvar 2, 18. júní sl. 

Biskup þjóðkirkjunnar  hélt síðan þann 20. júní,  ræðu sem hægt er að lesa á tru.is  og stillti upp  gamaldags sem góðu og hinu nýja sem vondu.  Tilviljun? 

"Biskupinn stillir kirkjunni og trúnni einfaldlega upp andspænis samtímanum, hvort sem það eru vísindi, listir, stjórnmál og lýsir þau ómöguleg og í mótsögn við fagnaðarerindið."  er upplifun ónefnds þjóðkirkjuprests. 

Nútíminn er ekkert ógurlegur,   nútíminn færði okkur t.d. læknavísindin sem gera læknum og hjúkrunarfólki kleift að bjarga nýfæddum börnum sem annars hefðu dáið.  Nútíminn færði okkur þá visku að virða og samþykkja kynhneigð fólks,  sem annars hefði endað í félagslegri einangrun og í sumum tilfellum látið lífið vegna vanlíðunar.

Við eigum að vera komin út úr moldarkofunum og inn í nútímann.  Við hljótum að hafa lært eitthvað.    

Rödd Guðs er ekki þrumuveður dómhörku, rödd  Guðs er fyrst og fremst kærleikur  og kærleikurinn er trompið.  Allt annað  (ritingargreinar um boð og bönn varðandi samliggjandi karlmenn) eru lágspil í spilabunkanum sem gilda ekki þegar kærleikurinn er annars vegar.  Gamlir dagar geyma bæði gott og vont,  svo okkar er að velja hið góða úr gamla tímanum (af því við höfum lært og þroskast)  og skilja eftir hið vonda.  

Kærleikurinn er mælistikan.

Eitt er víst að við lifum ekki á Biblíulegum tímum, við lifum ekki í gamla daga, við  lifum NÚNA og kirkjan þarf að uppfæra sig til núsins, uppfæra sig til fólksins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þarna komum við að kjarna málsins, á kirkjan að fylgja fólkinu eða fólkið að fylgja kirkjunni?

Gefum okkur það að eftir 20-30 ár verði hávær krafa í samfélaginu um að leyfa fjölkvæni sökum þess að tvíkynhneigðir telja að mannréttindi þeirra séu brotin af því þau mega ekki ganga í heilagt hjónaband, er það þá sjálfgefið að kirkjan í sínum takmarkalausa kærleika blessi það og segji já við því í nafni kærleikans?

Kærleikur felst ekki einvörðungu í því að segja já við öllu og brosa, kærleikurinn er í hnotskurn blanda af virðingu, umbyrðarlyndi og ábendingum, sbr. uppeldi á börnum, erum við þá ekki að bera kærleika til barnanna okkar ef við bönnum þeim að borða bara vínarbrauð og rjómatertur í hvert mál?

Við þurfum að hafa kjark til þess að taka afstöðu og átta okkur á því að vilji samfélagsins er ekki alltaf í samræmi við vilja kirkjunnar.

Magnús V. Skúlason, 21.6.2010 kl. 14:34

2 Smámynd: Arnar

Gefum okkur það að eftir 20-30 ár verði hávær krafa í samfélaginu um að leyfa fjölkvæni sökum þess að tvíkynhneigðir telja að mannréttindi þeirra séu brotin af því þau mega ekki ganga í heilagt hjónaband, er það þá sjálfgefið að kirkjan í sínum takmarkalausa kærleika blessi það og segji já við því í nafni kærleikans?

*hóst*mormónar*/hóst*

Arnar, 21.6.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Magnús V. Skúlason, ég vil benda þér á viðtal við Ragnhildi Sverrisdóttur í Fréttablaðinu um helgina sem býr með spúsu sinni og tveimur dætrum í Fossvoginum.  Veit ekki til þess að þeirra líf sé neitt óhollara en annars fólks í Fossvoginum eða annars staðar.

Tvíkynhneigðir hafa hingað til mátt gifta sig með allra blessun svo framarlega að maki þeirra sé af gagnstæðu kyni.  Lögin leyfa síðan að pör af sama kyni giftast þannig að tvíkynhneigðir falla þar undir einnig. 

Hver erum við, þú og ég, að "ala upp"  samkynhneigða og segja þeim að þeir megi ekki giftast ástinni sinni?  Er það þeim svona óhollt?   Er það ekki eigingjarnt. Finnst þér það virkilega kærleikur Magnús? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.6.2010 kl. 15:57

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kjarni málsins er að kirkjur og trúfélög hafa gengið sér til húðar og þarf að leggja niður. Það þarf að taka afstöðu með Guði og á móti kirkjum og trúfélögum. Þessi afstaða sem Magnús er að presentera þarna á heima í hryllingi kirkjunar í fornöld og myrkraverka hennar, Kirkjar hefur aldrei borið virðing fyrir einu eða neinu og er aldrei sótt til saka fyrir allt það tjón sem hún hefur unnið.

Óskar Arnórsson, 21.6.2010 kl. 16:20

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Já 63.1%

Nei 32.9%

Hlutlaus 2.7%

Annað 1.3%

149 hafa svarað

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.6.2010 kl. 17:25

6 identicon

Með skoðunarkönnunina að vopni?  :)  Hvað segir hún.  Ef þú myndir gera skoðunarkönnun í leikskóla hvort börnin vildu ís í hádegismatinn eða soðna ýsu með kartöflum, hvort heldur þú að yðri ofan á og hvort er betra fyrir börnin?

Getum við börn Guðs alið okkur upp sjálf?  Þurfum við engan aga?  Fólk sem hatast útí trúfélög og heilaga ritningu, blótar á daginn og biður svo til Guðs á kvöldin og talar um endalausan Kærleika, hver er þess Guð?

Við höfum hvorki visku né tilfinningaþroska til þess að taka skynsamar ákvarðanir það hefur sagan sýnt okkur.

 Það virðist vera útbreiddur misskilningur að samkynhneigð hafi ekki þekkst hér fyrir um 2000 árum.  Málið er einmitt að það var allskonar sambandsform viðurkennt á þessum tímum, viðurkennt af samfélaginu sem öskrar nú á réttlæti heimsins með höfðingjan í fararbroddi og hvern á að fella?  Jú, hina heilögu ritningu, hún er núna fyrir ykkur "kærleiksríku".

Staðreyndin er sú að það hefur ekkert breyst.  Heimurinn er jafn sjúkur í dag eins og hann var þá, heimurinn verður alltaf sjúkur því fékk Jesús að kynnast þegar hann var hér.  Hann þurfti að vera í stöðugu bænasambandi við föður sinn til þess að þrauka jarðvistina, syndlaus Mannsonurinn í kringum alla syndarana.

Mér verður hugsað til greinar sem birtist í Fréttablaðinu ekki svo alls fyrir löngu þar sem réttindabaráttu samkynhneigðra var lýst.  Þar var talað um að svo mikið hefði áunnist á 32 árum þegar samkynhneigðir voru beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, reknir úr vinnu og húsnæði fyrir kynhneigð sína.  Ég verð sá fyrsti til þess að fagna þessu ef þetta raunin.  Hafa samkynhneigðir losnað undan þessu oki?  Ef svo er þá er það mjög gott því það á engin skilið að vera beittur ofbeldi, ofbeldi er viðbjóðslegt. 

En því miður þá er þetta ekki raunin.  Við erum öll beitt ofbeldi á einhvern hátt og jafnvel stundum án nokkurrar ástæðu.  Það hefur verið ráðist að mér niður í bæ fyrir að vera hommi þó svo að ég hafi aldrei haft slíkar kenndir.  Heimurinn hefur ekkert breyst.  Næsta skotmark eru Kristnir, eða þeir sem kjósa að fylgja sinni trúarsannfæringu.  Þessi áróður þinn er með ólíkindum þar sem þú ræðst á einn minnihlutahóp til þess að upphefja annan Jóhanna.  Ef Óskar Arnórsson væri vinnuveitandi minn þá mundi hann reka mig vegna trúar minnar.  Hvað hefur breyst á 32 árum?

Valur (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 00:33

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Myndi ég reka þig vegna trúar þinnar Valur? Hvernig færðu þessa niðurstöðu? Það hefur verið ráðist á þig sem homma niður í bæ þó þú sért ekki hommi??? Um hvað ertu að tala? Ég trúi á Guð og ekki á Biblíu, sem er valdatæki og notkun í valdatafli á refskák kirkjunar. Það er ekkert heilagt við svoleiðis bók eða hegðun fólks sem þykist vera kristið. Það er kirkjan búin að sanna svo rækilega. Og að bera saman skoðanakönnuná leikskóla með skoðanakönnun um hjónabandslög er svo gjörsamalega út ur kortinu að ég vel að trúa að þú sért að grínast með þessu kommenti þínu öllu...

Óskar Arnórsson, 22.6.2010 kl. 01:31

8 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Jóhanna Magnúsdóttir, svo að ég árétti fyrri ummæli þá átti ég við að ef tvíkynhneigður einstaklingur myndi vilja gifast bæði karli og konu og mynda þannig með sér fjölkvænissamband, er það t.d. æskileg þróun og væri það merki um skort á jarðtengingu hjá kirkjunni ef hún myndi ekki leggja blessun sína yfir slíkan gjörning?

Ég er hjartanlega sammála þér með að það er ekki okkar hlutverk að ala fólk upp með beinum hætti en því fer fjarri að ég leggi blessun mína yfir allt það sem aðrir gera og þeirra skoðanir.

Að sama skapi get ég ekki með nokkru móti séð hvaða kærleikur býr að baki því að svo gott sem leggja sr. Maríu Ágústsdóttur sökum þess að hún er einfaldlega ekki sammála þér. Hún er, líkt og þú, að fylgja trúarsannfæringu sinni.

Að lokum bendi ég á þá einföldu staðreynd að Guð elskar sérhverja manneskju í þessum heimi, sama hverrar þjóðar, kyns, hneigðar eða hvers þess sem einkennir viðkomandi. Hinsvegar fer því fjarri að Guð elski allt það sem við gerum og það sem við framkvæmum í lífinu.

PS. Óskar, þú hefðir bara gott af því að kíkja í messu einhvern tímann, það fer lítið fyrir refskákina þar þessa dagana en eflaust væri hægt að taka í hefðbundna skák ef menn eru í skapi fyrir það.

Magnús V. Skúlason, 22.6.2010 kl. 10:05

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég afplánaði kirkjumessur í fleiri ár sem krakki svo ég er búin með þann pakka Magnús minn, enn þakka samt fyrir gott boð um að taka skák einhversstaðar. ég væri alveg til í það einhverntíma. Annars um hvernig kyneðli fullorðins fólks er háttað og að kirkja vogi sér að hafa einhverja skoðun á því er fyrir neðan allar hellur árið 2010. Hvenær ætlar kirkjan að gefast upp á fornöldinni? Svo þetta með Guð að Hann þreitist aldrei að elska allt fólk sem er ekki það sama og Hann elski öll verk þeirra, Því það eru ólíkir hlutir. Það þarf að taka af kirkjunni leyfi til að gifta fólk og láta það í hendur fyrirtæki sem sér um það. Einnig jarðarfarir og skírnir. Einföld lög sem bönnuðu kirkjum að stunda þetta og setja í hendur þjónustufyrirtækja. Þá sleppur kirkjan við að hafa skoðun á málum sem þeim kemur ekkert við.

Óskar Arnórsson, 22.6.2010 kl. 10:31

10 Smámynd: Arnar

Það er eiginlega hálf skondið þegar þeir sem eru mótfallnir hjónabandi samkynhneigðra búa sér til einhvern strámann eins og Magnús gerir hér á ofan.

Þótt samkynhneigðir sé nú leyft að giftast þýðir það ekkert sjálfkrafa að það eigi að leyfa fljölkvæni (kristnu mormónanir yrðu reyndar ánægðir með það) eða að það eigi að leyfa fólki að giftast dýrum eða dauðum hlutum eins og sumir vitleysingarnir hafa kastað fram.

Arnar, 22.6.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband