Tvítyngdur hundur?

Vala hundaeigandi fór að heimsækja systur sína til Danmerkur og skyldi síðueiganda eftir með hundinn Simba. Simbi er skemmtilegur hundur, búinn að lifa tímana tvenna þó hann sé aðeins tveggja ára gamall. Ferlega klár og skemmtilegur eeeennn...  óþekkur og/eða mikill leikur í honum.  Hann slær á móti þegar þú segir "Give me five"  .. kann að leika að hann sé dauður, hoppar í hringi þegar sagt er "turn around" og fleiri sirkusatriði.  Hann er sko tvítyngdur því hann fæddist og ólst upp í henni Ameríku og er bara búinn að búa á Íslandi síðan 27. maí sl.  svo skipanir eru flestar á amerísku, en auðvitað lærir hann líka að hlýða íslenskum skipunum (vonandi). 

Hann er fullvaxinn,  en flestir álíta hann hvolp. Hann er þó mun stærri en chiuaua og geltir ekki eins mikið, en hann geltir því miður stundum hér heima þegar hann verður var við hunda úti eða fólk frammi á gangi. Það er þetta blessað varðhundaeðli (Nú eða bara frekja).

Við Simbi höfum farið í göngur á hverjum degi, lágmark 40 mínútur.  Sl. sunnudag fórum við Hulda systir í hressingargöngu út á Gróttu  og ég ákvað að leyfa orkuboltanum (hundinum, ekki systur minni) að hlaupa í fjörunni. Hann hljóp eins og hann átti lífið að leysa fram og til baka, í hringi og næstum kollhnís.  En svo kárnaði gamanið hjá mér þegar ég ætlaði að setja á hann ólina aftur!  Ég hef bara átt hunda sem koma þegar kallað er, en hann tekur það sem leik og lætur mig sko ekkert ná sér. Frekar neyðó! LoL 

Við systir settumst að lokum niður á sitt hvorn steininn, en þá var liðin drykklöng stund frá því að ég ætlaði að koma böndum á hvutta og þá kom hann loksins af forvitni og Hulda náði að krækja í hálsólina hans. 

Í dag gerði ég þetta aftur, það er að segja sleppti honum, en var mætt með hundanammi og viss um að hann myndi gleypa við því og þá gæti ég gripið í ólina.  En ekki að ræða það einu sinni, hvorki á íslensku né amerísku. 

Ég hélt á tímabili að það mætti enn "finna mig í fjöru" í fyrramálið.  En náði yfirhöndinni að lokum. 

Ég er að hugsa um að leyfa honum bara ekkert að hlaupa aftur, það er svo stressandi. 

 _mislegt_juni_2010_008.jpg

Hann lítur nú út fyrir að vera risahundur á þessari mynd, en kannski er það vegna þess að hann hefur svo mikið sjálfsálit! 

Nú langar mig í lítið sætt hús með garði,  hund, kött og kall! Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

ÆI, hann er svo glaður að því að hann fékk að lifa og hann er yndislega fallegur hann Simbi, en ég mundi nú kenna honum að hlýða áður en ég þyrði að sleppa honum.

Minn þorir ekki út af lóðinni, stundum eftir að vera búin að kikka hvort ég er að fylgjast með honum, læðist hann yfir á næstu lóð hehehe, en kemur svo á hundrað til baka.

Veistu ég er í húsi með garði og er að fara í annað sem er með stærri garði og er svo fegin að ég á engan kall, lífið er dásamlegt eins og það er.

Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljúflingur þarna á ferð sýnist mér. Gasngi þér vel með hann. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég myndir reyndar alls ekki fá mér kött þar sem tengdadóttir mín er með svo mikið ofnæmi og dóttirin eitthvað smá fyrir köttum.  Kallinn er ég víst ekki heldur tilbúin í, búin að prófa en það hefur ekki gengið upp, ég er erfið   Verð víst að láta mér nægja hund og hús og svo að sjálfsögðu börn og barnabörn í heimsókn!

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.6.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband