Je ne sais quoi - Who has this special something?

Hvaða flokkur eða hvaða fólk hefur þetta "special something" sem þarf til að stjórna borg. Hvaða fólk er tilbúið til að taka sig ekki það hátíðlega að þykjast kunna allt sem þarf til að stjórna borg og upplýsa að það muni leita ráðgjafar á viðkomandi fagaðilum. 

"Ég hef aldrei flutt flugvöll" segir Jón Gnarr,  og virðurkennir að honum líki persónulega illa við hávaðann frá flugvellinum - og jafnframt að það trufli hann við að tala í símann bæði í Hljómskálagarði þegar hann fer út að ganga með hundinn og í Öskjuhlíð.  Það er fyndið, en sumir fatta ekkert þennan húmor Jóns Gnarrs og finnst hann bara ekkert fyndinn. 

Ég held að enginn af forsvarsmönnum flokkanna kunni í raun að flytja flugvöll og auðvitað þarf að leita til  fagfólks með að taka slíkar ákvarðanir,  hvort það sé þjóðhagslega hagkvæmt, hvort það sé í lagi öryggisins vegna. 

Sá flokkur sem kemst að þarf að hafa það til að bera að fá fólk í lið með sér og vera þægilegt í samvinnu. Samskiptagreindin er oft vanmetin. 

Hanna Birna segir að búið sé að mæla gleði fólks í borginni og þegar hún talar lítur út fyrir að hér gangi allir í einni hamingjuhalarófu og tralli saman.  Eina halarófan sem hefur verið áberandi undanfarið í fréttum eru raðir fyrir utan mæðrastyrksnefnd og fjölskylduhjálpina.

Hanna Birna sendi mér bréf með áritun "Kæra Jóhanna..." o.s.frv.  þar sem hún biður mig að kjósa sig.  Kæra Hanna Birna ég ætla ekki að kjósa þig,  sérstaklega vegna þess hroka að viðurkenna ekki vandann.  

“Example is not the main thing in influencing others, it's the only thing”. Albert Schweitzer

Hvers konar fordæmi er það hjá Hönnu Birnu að spandera bréfi ritað með hágæðaletri á hágæðapappir í hágæðaumslagi á konur Reykjavíkurborgar? Gerir það hana að hágæðakonu?

NB hún bar það varla út sjálf. 

Hvað kostaði þessi gjörningur?   Í leikskólum borgarinnar er þrengt gífurlega að,  þar hefði allur þessi pappír hefði svo sannarlega komið að góðum notum,  en þar er skorið við nögl og starfsfólki skipað að prenta aðeins í "draft"  og  allt efni til listsköpunar hvort sem er pappír eða annað í lágmarki.  Samt sem áður sendi núverandi borgarráð glansbækling inn á leikskólana um störf ráðsins.  Ég heyrði að starfsfólk á einum leikskóla borgarinnar var stórlega misboðið.  En nei, "allir svo ánægðir skv. skoðanakönnun." 

Eru þessar góðu niðurstöður skoðanakannana ekki að þakka því starfsfólki sem hefur róið bátnum þrátt fyrir lélegan aðbúnað?   

Hanna Birna er með munninn fyrir neðan nefið, það má hún eiga, en er hún með fingurinn á púlsinum?  Er hún tengd við raunveruleikann?   Mér finnst það ekki.  

Ég er viss um að frambjóðandi Framsóknar er einn heiðarlegasti Framsóknarmaður sem hefur stigið fram,  en hann vantar öryggið í framkomu og Framsókn er skemmt vörumerki svo hann er á röngum stað.  Ég hreinlega man ekki hvað þessi frambjóðandi heitir og ætla ég að láta það standa hér þó að sjálfsögðu gæti ég flett því upp, en það segir kannski meira en nokkur orð. 

Helga hjá Frjálslyndum er líka heiðarleg og hún myndi örugglega vinna í því að stytta raðirnar í matarskammtana og ekki hygla sínu eigin og Sóley hjá VG er líka heiðarleg,  en stundum klaufaleg og of stjórnsöm eins og hún sýndi þegar hún sagði samflokksfélaga hvernig hann ætti að kjósa. 

Ólafur F.  er ekki boðlegur,  eflaust heiðarlegur en því miður virðist hann vera "viðkvæmt blóm" og viðkvæm blóm þurfa að vera í logni. 

Baldvin hjá Reykjavíkurframboði er skemmtilegur bangsi,  og kemur með ferskan blæ og hugmyndir, spurningin er bara hvort þær gangi upp?

Dagur hefur komið þokkalega út, en ég tel að Samfylkingin hefði átt að stokka upp og svo er ekki hægt að líta framhjá hvernig hún er að standa sig í landsmálum.  Vantar röskleika þar.  Með Bjarna Karlsson í fyrsta sæti og sem væntanlegt borgarstjóraefni hefði ég íhugað að kjósa Samfylkinguna,  en Bjarni Karlsson er ekki fyrstur á lista. 

Ég hef séð á blogginu að lítið hefur verið gert úr fólki sem hyggst kjósa Besta flokkinn, kallað fábjánar og að það sé bara unga fólkið o.s.frv.  Unga fólkið sem sagt fábjánar eða hvað? 

Ég er  ung í anda, líst vel á frumlegheitin og vil gera Reykjavík að fallegri og skemmtilegri borg.  Lesið bara hvað 7. maður  (kannski baráttusæti miðað við skoðanakannanir)  á lista Besta flokksins,  Páll Hjaltason, arkitekt  hefur að segja.  Þar segir hann m.a.

 "Það sem dafnar best í miðborginni eru ölduhúsin. Það er ekki alslæmt að Reykjavík sé vinsæl skemmtanaborg en opnunartími öldurhúsa ásamt hrikalegri umgengni hefur gert innsta hring miðbæjarinns í raun óíbúðarhæfan. Þetta þarf að laga."

Hver er ekki sammála þessu? 

Ég ætla að hugsa út fyrir kassann, styð frumlega hugsun og því ætla ég að kjósa Besta flokkinn.

Smá hamingjuskot í restina inn í daginn. Smile

 

 


mbl.is Kjörstaðir opnaðir klukkan 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mæli svo með þessu bloggi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2010 kl. 09:01

2 identicon

Sæl Jóhanna.

Gott yfirlitsblogg um pólitísku óværuna.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 09:35

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk Þórarinn,  þetta er það sem kom upp við íhugun.  Það er vissulega úr vöndu að ráða. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2010 kl. 10:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegan kosningadag Jóhanna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.5.2010 kl. 10:45

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk sömuleiðis Milla!

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2010 kl. 11:04

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elska Pál Óskar

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband