Icesave - nei ég meina Iceberg! ..

Hvað varð eiginlega um Icesave annars?  Heyrði á Útvarpi Sögu sem ég hlusta að sjálfsögðu aldrei á, að verið væri að hrossakaupast með Icesave á þann hátt að Sjálfstæðismenn fengju að vera í friði með kvótann og þá samþykktu þeir ný Icesave lög. Ég veit ekki hvort ég tók rétt eftir, það mega aðrir vita, enda er Iceberg það sem ég er að einbeita mér að núna en ekki Icesave. 

Hér verðurs.s. ekki meira fjallað um Icesave en sný mér að mjónubloggi dagsins: 

Þetta blogg mitt er svona framhalds-síberíukúrsblogg,  fyrir þá sem ekki vita hvað Síberíukúrinn er þá má skoða það hérna, og svo hérna. 

Ég er bara á degi númer tvö, borðaði banana í morgunmat, spelt rúgbrauð með avocado og tómat og svo brokkolíböku í hádeginu, aftur banana í kaffinu (hefði kannski mátt vera epli til að sýna fjölbreytni en bananinn er svo snöggétinn þegar mikið er að gera og gefur orku.)  Svo drakk ég að sjálfsögðu alls konar dýrindis te og mikið af vatni, það er algjört möst eins og sagt er á góðri íslensku. 

Nú hef ég hugsað mér að útbúa einhvers konar kalt túnfisk salat  "as we speak"  Set salat á botninn - rucola og blöndu af iceberg salati,  svo túnfisk úr dós, m/vatni alls ekki olíuneitt.  Svo m.sker ég niður rauðlauk og bæti í,  avocado því það gerir húðina svo fallega og er afeitrandi með meiru. Jalapeno setti ég smá, capers og svo grænar ólífur.  Það eru nú ekki allir fyrir þetta þrennt, en mér finnst það allt gott og capers passar sérstaklega vel með túnfisknum.  Að lokum skreytti ég með smá Mango Chutney, sem er auðvitað sætt - en ekkert extreme! .. 

Nýrnabaunir hefðu passað með þessu líka, en ég átti engar - svo það verður bara næst. 

Kryddað með salti, pipar og e.t.v. sítrónu- dill - piparnum sem ég var að fjárfesta í!  Krydd er mín della og reyndar servíettur líka en það er önnur saga.  Þeir sem eru ekki í súper aðhaldi geta að sjálfsögðu borðað með þessu kotasælu eða sælu að eigin vali. 

004.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars gengur annar dagur vel, en það eina sem er farið að hrjá mig er kaffibindindið því ég er komin með fráhvarfseinkenni. Sideways  Svona er kaffið nú mikið eitur! 

p.s. ég stalst til að vigta mig í morgun eftir fyrsta dag - en það á ekki að gera fyrr en eftir fyrstu viku og ég var 400 gr léttari í dag en í gær, en auðvitað er það ekkert að marka, en samt hvetjandi.

Ekkert kaffi, ekkert vín ...  en sólin áfram skín! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Verð að kommenta hjá sjálfri mér; "Þetta var bara býsna gott"

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.5.2010 kl. 18:38

2 identicon

Mig langar að benda þér á það Jóhanna að á Útvarpi Sögu sem þú hlustar aldrei á, er að finna hana Arnþrúði Karlsdóttir. Hún er svosem ágætiskona og allt það en hún er jafnframt ókrýnd drottning samsæriskenninganna. Hún sér samsæri og hrossakaup í hverju horni svo það er betra að taka því með fyrirvara sem er verið að halda fram á Útvarpi Sögu, sem þú hlustar aldrei á.

En engu að síður er þetta verulega girnilegur réttur á disknum. Verði þér að góðu!

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 19:45

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétturinn er mjög girnilegur eitthvað annað en ógeðsdrykkurinn Æsseif

Sigurður Þórðarson, 26.5.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband