STJÖRNUSPÁ - FYRIR ALLA ..

Ágæti þú, - já þú sem ert alveg einstakt eintak af manneskju.  Ef eitthvað er að íþyngja þér, slepptu því bara og hættu að reyna að stjórna því sem þú kemur aldrei til með að geta stjórnað.  Þú nærð kannski tökum á því tímabundið, en það verður ekki til langframa. -   Þú nennir varla að halda puttanum lengi í gatinu á stíflunni eða hvað? -   Hvar skilur það þig eftir? -  Jú, þá ertu fastur/föst við stífluna, og stíflan verður að þinni stíflu! -

Elskulegi þú - þú ert ekki alveg að átta þig á hversu dýrmæt manneskja þú ert, og hefur ekki alveg leyft þér að vaxa og skína eins og þú átt skilið.  Þú átt það til að láta skoðanir annarra skyggja á ljósið þitt.  Ljósið þitt má skína og á að skína,  því hvernig ætlar þú að lýsa veginn fyrir aðra ef þú heldur aftur af því og þér? -

En hvað er svo framundan minn kæri einstaklingur - þú? -  Framundan er skapandi tímabil, þú ert að skapa framtíðina og framtíðin er ævintýri! - Veistu það.  Þú ert þátttakandi í mesta ævintýri allra tíma! -  Engin ævintýri eru slétt og felld með beinum brautum.   Í ævintýrum eru góð öfl og ill, það eru álfameyjar og nornir,  risakóngulær, gryfjur og hólar.   En þú, af því það ert nú þú,  veist að þetta er ævintýri og veist (eða veist það núna)  að þú getur gert þitt besta, og ekki hins eða hennar besta.  Alltaf "ÞITT" besta.  Og þegar þú gerir þitt besta,  þá veistu að þú ert stödd/staddur í ævintýri og gerir það besta úr hverri stund.   Núna, sko. -

Þú munt mæta fallegri persónu fljótlega, - og ef þú ert ekki í ástarsambandi gæti kviknað ást.  Þessi persóna er líklegri til að koma til þín, ef þú speglar þig á hverjum degi, kyssir spegilinn og segir: "Oh ég elska þig" ..   þá snögglega birtist út úr speglinum annar aðili sem er líka búinn að vera að æfa sig og munnar ykkar mætast! -

Já, og ef þú ert í sambandi, - elsku þú,  - þá gerðu þetta endilega líka. Nema ekki við spegilinn, heldur maka þinn auðvitað.  Horfist í augu, eins og þið séuð að horfa í spegilinn og segið "Ég elska þig" .. og þið verðið spegilmynd og um leið bergmál hvers annars. -

Elsku þú, ég spái þér góðum degi,  þar sem þú leiðir sjálfa/n þig á vit ævintýranna!

<3

SPENNANDI! ... :-)

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Upplýsingar um mig og fleiri pistla má lesa á www.johannamagnusdottir.com 

    Að tala í sig gleði eða tala í sig kvíða ....

    Það er voðalega gott að geta talað um tilfinningar sínar, - allar sorgir, vanlíðan, kvíða o.s.frv. - en það þarf þar, eins og annars staðar að hafa mótvægi til að maður tali sig og aðra í kringum sig, ekki bara niður í kviksyndi. - 


    Það er, eins og áður hefur komið fram, alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir og kannski er það málið að þakka meira. 


    Í námskeiðinu mínu "Ég get það" var eitt skiptið helgað þemanu "Kvíðalaust líf" úr bókinni "Ég get það" eftir Louise Hay. Þetta voru tvær klukkustundir í senn,  í átta skipti.  - Í fyrri stundinni sögðu allir þátttakendur frá sér og sínum kvíða, bæði gömlum kvíða og nýjum. - Herbergið var þrungið kvíða og það mátti eiginlega skera andrúmsloftið á eftir. Það var komin einhvers konar "kvíðaorka" í rýmið.

    Ef ég hefði sent alla heim þarna, hefðu þau varla komið aftur næst, eða a.m.k. átt leiðindaviku framundan. - Seinni tíminn fór nefnilega í uppbyggingu og gleði, - og við hreinlega "hvolfdum" kvíðanum við og fórum í tilhlökkunar og gleðiástand.

    Það er hægt að stjórna orku í herbergi, enda tölum við um "andrúmsloft" í herbergi og þá erum við að meina orkuna í herberginu, ekki hvort þar er kalt eða heitt o.s.frv.  Spurning sem sprettur fram af þessu: Er þá ekki hægt að stjórna orku í landi? Hvað með okkur á bloggi og fésbók - hver er orkan hjá okkur? -

    Það þarf ekkert að lifa í afneitun þó við tölum á jákvæðu nótunum. Það er frekar að vita af því sem er að, eins og að við myndum vita ef að bensínmælirinn er kominn á rautt að við erum bensínlaus, en það dugar ekki mikið að verja of miklum tíma í að tala um það. Og ekki dugar að setja broskall yfir bensínmælinn. Það sem dugar er að segja "Hvað næst?" - Hvað ætla "ÉG" að gera. - og "Hvað langar mig að gera?" -

    Það er ótúrlegur munur á því að hugsa upp og hugsa niður. - Það er hægt að tala í sig kvíða og það er hægt að tala í sig gleði. - Það er ekki meira feik að tala í sig gleði en að tala í sig kvíða. -

    Ég myndi vilja sjá stjórnmálamenn með lausnir og jákvæðni.  Forseta, biskup og alla áhrifavalda vera sýnilegri í því að byggja upp þjóð. -  

    Talið eitt, dugar ekki eitt og sér, - en neikvæðni, bölsýni og áhyggjur eru bara hindranir að bata þjóðar.  

    Eyðum ekki orkunni í að skammast á meðan við höfum engar lausnir, - segjum frekar hvað við myndum gera betur. - Finnum úrræði.   Ég hef mikla trú á því að upphafið að lausninni finnist í því að fara að breyta hugsanaganginum, úr því að hugsa niður í það að hugsa upp.

     


    Bloggfærslur 26. september 2014

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband