"Er þetta skemmtilegt?" .......

Þegar ég var í kennsluréttindanáminu mínu (2006 - 2007), gerði ég könnun hjá framhaldsskólanemum, og spurði hvaða kostir prýddu góðan kennara.  

Þegar ég lýsi góðum kennara sjálf, tel ég upp kosti eins og að hann kveiki áhuga hjá nemendum, sé hvetjandi, noti fjölbreyttar kennsluaðferðir, sé með gott viðmót, skýr markmið o.fl. -

Nemendur svöruðu spurningunni um hvað prýddi góðan kennara oftast með þessu:

"Kennari þarf að vera skemmtilegur." - 

En hvað er að vera skemmtilegur? -  Og hvað þýðir það þegar um kennara er að ræða? - Ég tel það vera ekkert ósvipað og það sem ég tel hér upp sjálf, að hann haldi nemendum við efnið með vekjandi fyrirlestrum og fjöbreyttum kennsluaðferðum, og auðvitað hafa gott viðmót. -

Krafan um skemmtilegheitin er mikil.  Hún er alls staðar í raun.

Sama hvert á land ég kem með mína fyrirlestra, - hvort sem það er á vinnustað eða í skóla, heyri ég
oftast pískrað; "Ætli þetta sé skemmtilegt?" -   Og stundum hef ég hreinlega verið beðin um að vera skemmtileg, jafnvel þegar ég er að tala um meðvirkni, skömm, sektarkennd, höfnun o.s.frv. -

Það að vera skemmtilegur - þarf ekki að þýða fífla-og trúðslæti, eða einhvers konar "stand-up" dæmi.  Það þýðir hreinlega að halda fólki við efnið - vekja áhuga, og jú,  "poppa" efnið svolítið upp, koma með skondnar og/eða persónulegar sögur sem tengjast efninu.

Kennarar þurfa þá að vera skemmtilegir, - fyrirlesarar skemmtilegir - og, haldið ykkur fast: makar þurfa að hafa þennan eiginleika að vera skemmtilegir.  

Ég hef líka gert (óformlega) könnun hjá hópi kvenna, - niðurstaðan sem trónaði á toppnum (ofar trausti og því að hann ætti að vera myndarlegur)  - var að makinn ætti að vera skemmtilegur.   Það liggur í hlutarins eðli að engin/n vill eiga leiðinlegan maka.  

 

Ef við berum þetta nú saman við kennsluna, - þá hlýtur það að vera þannig að makinn þurfi að vekja áhuga, hafa gott viðmót og hafa kannski vera smá uppfinningasamir (eins og fjölbreytni í kennslu). -

Kannski er hægt að læra að vera góður maki, eins og að læra að vera góður kennari? - Ekki satt?

Kannski þarf fólk að læra að vera góðir makar, kannski er það ekkert sjálflært?

Ég ætla ekki að svara því hér, - en langar að velta þessum skemmtilegheitum hér upp og mikilvægi þess að einhver og eitthvað sé "skemmtilegt" .. með áðurnefndum skilgreiningum.  Svo, vegna þess að þetta fína athugasemdakerfi er hér fyrir neðan, væri gaman að fá skilgreiningu þína, sem lest, á því hvað er að vera skemmtilegur og hvort þú ert sammála mikilvægi þess? -

TAKK FYRIR LESTURINN ..  


Bloggfærslur 17. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband