12.12.2009 | 19:35
Ég ætlaði að kaupa KYNLÍF og fá hamborgarhrygg í kaupbæti en ......
Ég var í konuboði nýlega með Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, sem var að gefa út bókina KYNLÍF, heilbrigði, ást og erótik. Þar sagði hún okkur að nú færi bókin að koma í búðir. Ég frétti síðar að verið væri að selja bókina og kaupendur fengju hamborgarhrygg í kaupbæti!
Þetta mundi ég áðan og lagði s.s. leið mína í Eymundsson í Austurstræti, sá bókina og spurði afgreiðslukonu hvort maður fengi ekki hamborgarhrygg í kaupbæti. Svipurinn sem hún gaf mér var svolítið sposkur, en hún kannaðist ekkert við dæmið. Ég áttaði mig þá á því að líklegast væri það önnur verslun sem væri með tilboðið.
Ég ákvað að fresta kaupunum, kom heim og fletti upp á síðu ráðgjafastofu Jónu Ingibjargar: http://www.kynstur.is/ en þar stendur:
"5. desember 2009.
Bókabúð Máls og menningar ætlar að snúa blaðinu við.
Þegar keypt er eintak af bókinni minni Kynlíf - heilbrigði, ást og erótík fylgir hamborgarahryggur frá Gallerí Kjöt með í kaupbæti."
Nú er bara spurning hvort að tilboðið gildir ennþá!
....
Athugasemdir
Ég sem var eitthvað að hafa áhyggjur af því að ástir, kynlíf og erótík með hamborgarahrygg væri svona á línunni :)
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 21:10
Allt fullkomlega heilbrigt samkvæmt bókinni sko!
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.12.2009 kl. 21:39
Tvennskonar val.Kaupa kynlíf og hamborgarhryggur í kaupbætir eða fara til Köpen og fá kynlíf frítt.
Ingvi Rúnar Einarsson, 12.12.2009 kl. 21:55
Ég er að byrja að fá smá móral að hafa sett upp svona tvíræðan titil.
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.12.2009 kl. 22:19
Ég keypti kynlíf af Jónu og hún gaf mér að borða hamborgarahrygg á eftir.
S. Lúther Gestsson, 12.12.2009 kl. 22:35
Þú ert alveg stórágæt
Jónína Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 23:14
Mér finnst reyndar ananas passa vel með hamborgarhrygg ..
Takk Jónína, ég veit þú veist að ég er ekkert voða slæm!
Jóhanna Magnúsdóttir, 13.12.2009 kl. 00:00
Frumleg og fyndin!
Sigurður Þórðarson, 13.12.2009 kl. 00:38
Takk Siggi!
Jóhanna Magnúsdóttir, 13.12.2009 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.