Súperfólk og súperfæði

Ég sá brot úr viðtali við David Wolfe í Kastljósinu í gær og þegar hann talaði var það eins og beint út úr mínu hjarta (og af mínu bloggi).  Hér á að vera hægt að sjá viðtalið.

Þann 27.10.2009 skrifaði ég blogg undir nafninu "Iceland Naturally" sem ég komst síðar að að er virkilega stolinn frasi og vörumerki.

Þetta blogg er farið að líta út eins og Wikipedia með öllum þessum tenglum, en til að gera langa sögu stutta er David Wolfe s.s. hér á landi að kynna súperfæði; hollt og næringarríkt fæði sem gefur okkur miklu betri orku til að hugsa og starfa.

Maðurinn er að miklu leyti það sem hann hugsar og maðurinn er líka það sem hann borðar.

healthy_body

Ef við borðum bara ruslmat, verðum við lifandi ruslatunnur. Enginn vill vera það í raun.  

Í gær sá ég í sjónvarpi að skattur á sykri, kexi og gosdrykkjum átti að hækka í 25% og finnst mér það gáfuleg hækkun. Að sama skapi ætti að hafa hollari mat eins ódýran og kostur er.

Fólk getur gert tilraun með sjálft sig, að borða hollari og næringarríkari mat og séð hvernig því líður. Það má eiginlega segja að ég hafi verið að gera ómeðvitaða tilraun á sjálfri mér undanfarið, því ég hef borðað óreglulega og ekki verið nógu dugleg í ávöxtum og grænmeti. Ég finn það að ég verð þreyttari, skortir einbeitingu og úthald.

Ég var dregin út í slembiúrtaki þeirra sem eiga að mæta á Þjóðfund á laugardag. Mín áhersla þar mun verða á sjálfbært Ísland, uppbyggingu á eigin matvælaframleiðslu að svo miklu leyti sem lega lands og aðstæður bjóða upp á.  Fleiri gróðurhús, meiri sjávarafurðir - og hollari næring.

Við eigum góða vatnið, við eigum hitann, við eigum menntun - nú vantar bara viljann.

"Where there´s a will, there is a way" ..  Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Kona nokkur var nýlega stödd í Sierra Leone, þar tók hún eftir að mango og papaya ávextir lágu eins og hráviðir um allt undir trjánum. Fólkið tók sér til átu en ekki meira, afgangurinn rotnaði. Þarna er mikil örbirgð og fátækt og hún undraðist það að ávextirnir væru ekki nýttir, seldir eða sultaðir.

Svörin sem við gáfum okkur var að fólkið hefði ekki nægilega menntun eða hugvit til að gera þetta.

Nú pæli ég í því hvort að við, Íslendingar,  erum ekki að nýta okkar góðu ávexti? Höfum við menntun eða/og hugvit til að virkja okkar góða land og flagga vörumerkinu Heilsa?

David Wolfe talaði um að hingað gætu erlendir gestir komið, andað að sér frísku lofti, drukkið hreint vatn og borðað góðan og lífrænt ræktaðan mat og með því  hlaðið batteríin.  Höldum loftinu tæru, höldum vatninu tæru - við höfum af miklu af taka, nóg fyrir okkur sjálf og nóg fyrir aðra.

Nóg komið í bili - best að fara að nærast! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Verði þér að góðu

Jónína Dúadóttir, 10.11.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta með þér heillin mín og gangi þér vel á Þjóðfundinum.

Er ekki hlynt sykurskattinum því hann hækkar allt annað og ég man er ég, arma kona reykti, þá óskapaðist maður yfir hækkun tópaks, en keypti það eftir sem áður, svo þeir sem ætla sér að kaupa sykur og allt sem sykrað er munu gera það.

Við eigum hins vegar að vera með góðar forvarnir fyrir ungviði okkar.

Já það er rétt að þar sem er vilji, er leið til bata, ég segi bata því auðvitað eru þeir veikir sem afneita þeim góða og sterka vilja sem þeir hafa, já ég segi það, kannski að því að það þarf að hafa fyrir hlutunum.

Kærleik til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband