8.10.2009 | 07:09
Byrgi til að misnota vald ..
Vald er eitt það vandmeðfarnasta tæki sem maðurinn hefur. Þegar menn fá tækifæri eða vald til að láta gott af sér leiða og fara siðan með vald sitt eins og Guðmundur gerði, kenndur við Byrgið, þá þurfum við að staldra við.
Þessi 10 milljóna króna fjárdráttur er eflaust minnsti skaðinn sem hann hefur valdið. Hann áttaði sig augljóslega ekki á stöðu sinni gagnvart skjólstæðingum, en ekki veit ég forsendur fyrir því að hann fékk leyfi fyrir að reka slíkt "byrgi."
Að taka að sér brotnar sálir og taka síðan þátt í því að brjóta þær enn meira niður það er með því lægra sem manneskjan kemst.
Orðið "Byrgi" hefur fengið nýja merkingu í hugum margra, ekki lengur sem skjól friðar heldur felustaður fyrir ofbeldi.
Hver ber ábyrgð á slíkum "forstöðu" mönnum? Hverjar eru faglegar forsendur sem fólk þarf að uppfylla til að reka slíka stofnun, að taka að sér fólk sem vissulega þarf byrgi, þarf skjól og hjálp?
Ég efast á engan hátt um það að fólk er í neyð, þess vegna hefur það leitað til Byrgisins, en úrræðið var gallað og líklegast eftirlitslaust úrræði miðað við hvað þar gekk á.
Hver er það sem setur valdið í hendur manna eins og Guðmundar sem virðist sjálfur veikur fyrir?
Jóhanna Sigurðardóttir hefur vart haft undan,undanfarið ár, að biðjast afsökunar fyrir hönd stjórnvalda vegna illrar meðferðar á skjólstæðingum stofnana.
Loksins kom þó einhver sem hafði dug í sér að gera það.
En hver á að biðjast afsökunar vegna Byrgismálsins?
Hvað höfum við lært?
Hvenær hætta stjórnvöld að þurfa að biðjast afsökunar á mismunandi ófaglegum stofnunum sem eiga að byrgja ofbeldið úti en byrgja það í raun inni .. er enn verið að reka einhver svona "skjól" fyrir ofbeldisverk eða kannski bara siðleysi?
Guðmundur í Byrginu ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:38 | Facebook
Athugasemdir
Komdu sæl.
Já, þetta er alveg óskiljanlegt mál , allveg sama hvernig maður skoðar það. Og svo er annað sem vekur furðu mína og það er að nánast öll "upptöku heimili fyrir stúlkur" hvar sem er á landinu hafa öll meira og minna " barnaníðinga"( sem eru að leita á ungar stúlkur) í sínu starfsliði.
Hvað er þar á ferð ?
Og það finnst mér rannsóknarvert á alla línuna.
Ég er allveg agndofa yfir þessari úrkynjun okkar !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 07:48
Er sem sagt alls ekkert eftirlit með þeim sem vilja setja á stofn svona "meðferðarstofnanir/úrræði" ??? Og þarf ekki að sækja um alls konar leyfi og sýna og sanna svo ótvírætt sé að hann/hún hafi eitthvað erindi á þessum vettvangi ? Ég þarf að sækja um sérstakt leyfi til að gera tvöfalt bílastæði við húsið mitt...
Jónína Dúadóttir, 8.10.2009 kl. 07:56
Góður punktur Jónína, ætli það sé erfiðara að fá leyfi fyrir tvöföldu bílastæði en meðferðarheimili?
Þórarinn, ó, já, við hristum bara hausinn og skiljum ekkert. Verst er að ég tel að í flestum tilfellum séu þeir sem beita ofbeldinu þeir sem hafa verið beittir ofbeldi í æsku - og þann vítahring þarf að rjúfa. ;-/
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 09:47
Ég er viss um að ef við gæfum okkur allan þann tíma sem börnin þurfa í uppeldinu þá kæmu færri brotnar sálir út í lífið.
Brotnu sálirnar laða að sér þá sem hafa stórt hjarta, vorkenna og halda að þeir geti hjálpað, oft á tíðum, leiðast síðan hjálparhellurnar út í að verða brotnar sálir.
þetta byrjar er við erum börn.
Börn þurfa að fá málin á hreynt svo þau skilji hvað er rétt og rangt.
Þau mega heldur ekki velltast í vafa um að það er hægt að ræða saman og þau þurfa ekki að vera hrædd, allavega ætti það að vera þannig.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2009 kl. 11:43
Sæl Jóhanna.
Líður þér betur núna eftir að Jóhanna Sigurðardóttir hefur beðið afsökunar? Það er auðvelt fyrir fólk að biðjast afsökunar fyrir hönd einhvers og einnig svo til marklaust. Sjálf átti Jóhanna minnstan hlut í því sem illa fór.
Guðmundur í Byrginu er einn ábirgur fyrir því sem hann gerði. Hvers vegna þarf að klína ódæðisverkum einstaklinga upp á ríkisstjórnina eins og að hún hafi verið þátttakendur í þessu sukki með honum. -
Að sýna pólitíska ábirgð á einhverju er ekki endilega að biðjast afsökunar á því sem miður hefur farið heldur fyrst og fremst að viðurkenna það og gera síðan ráðstafanir til að það gerist ekki aftur, ef það er mögulegt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 12:17
Hljótt hefur verið um ábyrgð stjórnvalda í Byrgis málinu
En Jóhanna tjáði sig um það Þegar hún var í stjórnarandstöðu
Pistill hennar bar nafnið: Ráðamenn viðurkenni ábyrgð
Sjá hér :
Pistill Jóhönnu
Hér er líka viðhorf Össurar
Össur spyr um ábyrgð stjórnvalda gagnvart stúlkunum í Byrginu
Breittist það við að komast í ríkisstjórn ?
Pétur Haukson geðlæknir skrifaði Landlækni bréf og tjáði sig í fjölmiðlum um ábyrgð stjórnvalda og um lög og réttindi sjúklinga og heilbrigðisstofnana
Hér er grein um það á mbl :
Segir sjúklinga með fíkniheilkenni eiga rétt á bestu meðferð sem völ er á
Hér er úrdráttur :
Pétur Hauksson geðlæknir segir að þó meðferðarstofnunum fyrir sjúklinga með fíkniheilkenni sem þurfi langtímameðferð hafi verið lokað, sé ábyrgð ríkisins sú sama gagnvart þeim. Þetta kemur fram í bréfi hans til landlæknis vegna málefna Byrgisins.
Ágæti landlæknir
Bréf þetta er skrifað vegna þess að ég hef áhyggjur af heilsu sjúklinga sem dvalið hafa á meðferðarheimilinu Byrginu. Ég tel að dvöl sumra sjúklinga í Byrginu og áföll sem þeir urðu fyrir þar hafi haft slæm og jafnvel varanleg áhrif á heilsu þeirra og líðan. Það eykur á vanda þeirra og vanlíðan að enginn virðist ábyrgur, og er þá eins og fórnarlambinu sé kennt um ófarirnar. Ég tel að ríkið ætti að axla ábyrgð á því hvernig fór og lýsa yfir bótaskyldu.
Ég mun rökstyðja hér hvers vegna ég tel lög um réttindi sjúklinga og um heilbrigðisþjónustu ná til Byrgisins. Byggi ég þetta erindi mitt um ábyrgð ríkisins á þeim grunni og beini því þess vegna til þín, með afriti til heilbrigðisráðherra.
Almennt er litið á alkahólhólisma og fíkniheilkenni sem sjúkdóma, og eru flestir fagmenn og almenningur væntanlega sammála um það. Í þessu tilviki er um að ræða fárveika einstaklinga, sem eru illa haldnir af sjúkdómseinkennum, bæði andlegum og líkamlegum. Almennt var litið á Byrgið sem meðferðarheimili. Fólk lagðist inn í Byrgið vegna sjúkdóms síns, og fékk þar meðferð. Bæði var um að ræða umdeildar aðferðir til að meðhöndla fíkn, en einnig hefðbundna meðferð, m.a. lyfjameðferð, þótt læknar væru ekki alltaf viðriðnir meðferðina. Komið hefur fram að afeitrun var stunduð með lyfjum, og að illa hafi gengið að fá Byrgismenn til að hætta þessari lyfjameðferð. Auk þess var önnur meðferð veitt við ákveðnum sjúkdómseinkennum.
Áður rak ríkið meðferðarstofnanir fyrir sjúklinga með fíkniheilkenni sem þurftu langtímameðferð, en eftir að þeim stofnunum var lokað hafa þessir sjúklingar ekki í önnur hús að venda en meðferðarstofnanir á vegum félagasamtaka. Það breytir því ekki að áfram er um heilbrigðisþjónustu að ræða, og ábyrgð ríkisins er sú sama.
Sjúklingar eiga rétt á bestu meðferð sem völ er á og eiga einnig rétt á að komið sé fram við þá af virðingu. Svo virðist sem að langur vegur hafi verið frá því að þessum lagaákvæðum væri framfylgt. Ríkið á enn kost á því að sýna þessum sjúklingum þá virðingu að viðurkenna skaðann og ábyrgðina, svo hægt sé að vonast eftir því að þeir fái bót meina sinna.
Tilvitnun líkur.
Þakka þér kærlega fyrir mjög vel skrifaða grein Jóhanna
Það er áríðandi geta treyst því að svona vald sé ekki misnotað og vera með eftirlit ,vegna þess að einmitt níðingarnir sækja oft í svona störf !
Guðmundur var í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir einstaklinga sem hafa hrasað illa á lífsleiðinni og áttu nánast hvergi höfði sínu að halla þegar þeir leituðu til Byrgisins eftir aðstoð og hann kom fram sem Pastor ,kennari ,verndari ,læknir og ráðgjafi!
Hann misnotaði gróflega skjólstæðinga sem voru í einlægni að leita hjálpar og töldu líf sitt undir því komið að vera í Byrginu undir hans handleiðslu og leita þar svo áfram stuðnings bæði félagslega og andlega.
Ein af stúlkunum var aðeins 17 ára þegar hann misnotaði hana !
Ruth, 8.10.2009 kl. 12:36
Æææææææ!
Fyrirgefið, kannski fer ég út fyrir öll velsæmismörk hér á blogginu.
En er þetta ekki bara snarbilaður maður? Það er ljótt að misnota aðstöðuleysi fókls sem er í neyð. Óhuggulegast er þó að misnota börn t.d. munaðarlaus, heyrnarlaus og varnarlaus. Þarf ekki að herða skrúfu í höfðinu á slíku fólki?
Svanur ég er ekki sammála þér núna. Ég er líka hneykslaður á þjóðfélagi sem lætur veika einstaklinga út á götuna sem brjóta aftur og aftur og aftur á börnum.
En Jóhanna, það er ekki nóg að biðjast afsökunar það verður að gera eitthvað í þessu og það er ekki gert.
Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 14:01
Tek undir með Sigurði, það er ekkert gert og við ekki heldur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.10.2009 kl. 14:25
Takk fyrir málefnaleg innlegg öll, ég er nú bara að stelast hér inn að kíkja í kaffipásunni, en skrifa meira síðar.
Það sem ég tel "summa" upp vandamálið er "Eftirlitslaust Ísland" það er eiginlega sama í hvaða horn er litið. Að svona sukkstaður skuli fá að grassera eins og Byrgið fékk að gera, þrátt fyrir mörg rauð ljós á veginum, er einhverjum að kenna og það er að mínu mati stjórnvöldum og þeim sem gáfu upphaflegt starfsleyfi fyrir rekstrinum.
Guðmundur var sjúkur, sammála Sigga með það.
Það er spor í rétta átt að biðjast afsökunar fyrir hönd stjórnvalda, en þá er að læra af því sem rangt er gert, ekki halda áfram á sama spori.
Þakka Ruth777 fyrir bréfið fyrir upplýsingarnar.
Ábyrgðin er okkar allra að gæta smæsta bróður/systur okkar, svo við skulum öll taka þetta til okkar. Betur má ef duga skal.
Kem inn aftur á þráðinn í kvöld, þakka ykkur öllum fyrir að taka þátt í umræðunni og vonandi gerum við eitthvað gagn með því, því þetta fjallar um þá sem eru beittir ofbeldi fyrst og fremst og geta ekki varið sig sjálfir.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 14:42
Sigurður; Ég er ekki viss um að þjóðfélagið láti einstaklinga eins og Guðmund, sem er hér til umræðu, ganga lausa, alla vega ekki með ábyrgð á öðrum einstaklingum. Var hann grunaður um eitthvað vafasamt athæfi áður en þetta kom til?
Það voru flestir grandalausir fyrir þessu og þess vegna er brot hans jafnvel alvarlegra. En þessar stöðugu kröfur um afsökunarbeiðni eru farnar að hljóma í mínum eyrum eins og einhverskonar beiðnir um ábyrgð og síðan aflausn fyrir þá sem á endanum gefa afsökunina og fær fólk til að finnast eins og eitthvað mikilvægt hafi gerst í þessum málum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.10.2009 kl. 17:03
Þetta er líklega alveg rétt athugað hjá þér Svanur.
En þó okkur finnist þetta hræðilegt þá verð ég að viðurkenna að andvaraleysið var miklu verra hér áður fyrr. Þetta veit ég vegna þess að faðir minn var barnakennari og lét sig þessi mál miklu skipta. Oftar en ekki voru brot á munaðarleysingjum framin undir yfirskini góðgerðar/trúarlegrar starfssemi. Það var einhver furðuleg meðvirkni eða þöggun í gangi meðal broddborgara sem litu undan. Eitthvað furðulegt TAABO sem ég kann enga skýringu á.
Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 19:25
Ég tel að fyrst og fremst þurfum við að læra af þessu, læra að hlusta á þá sem vara við, stunda virkt eftirlit með stofnunum, því vissulega er ekkert samasem merki með því að vera menntaður í faginu og vera vammlaus.
Afsökunarbeiðnir eru auðvitað hjómið eitt ef engin er eftirfylgnin. Við þurfum hvert og eitt okkar að líta í eigin barm og hugsa hvort að við getum sjálf gert betur og hvað við getum lagt af mörkum?
Lokum ekki augum fyrir ofbeldisverkum því þá erum við orðin þátttakendur í því eins og broddborgararnir sem Sigurður talar hér um að ofan.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2009 kl. 21:28
Prófum annað sjónarhorn á málin frekar en að falla í fordómagryfjuna & dæma mannezkjuna Guðmund breyskari en aðra, án þess að ég verji hana.
Á þessum tíma tók Byrgið á móti fólki sem að var úthýst frá öllum öðrum opinberum meðferðarúrræðum & margir fengu þar skjól & sumir bata.
'Virkt eftilit', minn skjannakvídi eðalmargbónaði afturendi.
Mærðu ekki mætir þingmenn starfið þarna, þegar það hentaði ?
Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 23:04
Afsökunarbeiðni er samt viðurkenning á misgjörðunum og mér findist mjög gott ef Ríkisstjórnin sæi sóma sinn í afsökunar beiðni.
Annars er ég hjartanlega sammála orðum ykkar og gott að geta tekið þátt í málefnalegri umræðu um þessi mikilvægu mál.
Hin umræðan sem er í gangi skeytingalaus og hryllileg
Ruth, 8.10.2009 kl. 23:08
Steingrímur !
Fólk á rétt á að leita sér hjálpar án þess að eiga það á hættu að vera misnotað og skaðað andlega.
Ruth, 8.10.2009 kl. 23:13
Asnalegt að lesa feitletraða stafsetningarvillu eftir sjálfan sig og það í enskuslettu!!
Látum okkur þetta að kenningu verða: Barnaníðingar eru snillingar í að sigla undir fölsku flaggi mannúðarmála eða trúar. Þeir hika ekki við að nýta sér þroskaleysi, óreglu eða geðveilu forráðamanna barnsins. Munaðarleysingjar og fatlaðir eru í mestri hættu. Háttsettir borgarar njóta sleppa oft vegna stöðu sinnar og pólitískra tengsla. Broddborgarar eiga það til að líta ekki einungis undan heldur sýna vinum sínum þá greiðasemi að koma þeim undan réttvísinni. Um þetta þekkjum við öll nýleg dæmi í okkar samfélagi.
Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 23:37
Eitt er mjög sorglegt í þessum máli, það er hann Birkir framsóknarmaður... hann ber mikla ábyrgð í þessu máli.. henti peningum í Gumma á fullu... hann hefur ENGA ÁBYRGÐ tekið á þessu megafokki sínu... hann situr á alþingi og gagrnýnir og gasprar út og suður... eins og ekkert hafi í skorist
DoctorE (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.