Hlustum á sérfræðinga í fötlunarfræðum

Þegar ég fór að vinna á Sólheimum í Grímsnesi á sínum tíma, notaði ég alls konar röng orð vegna þess að ég vissi ekki betur.  Ég nefndi fólkið þar til dæmis "vistmenn" og gerði mér ekki grein fyrir að það væri rangt.  En um leið og mér var bent á það, sá ég villuna.  Fólkið þar voru bara íbúar Sólheima, en engir "vistmenn"  en það var að sjálfsögðu ekki af neinu nema fáfræði sem ég vissi það ekki. - 

Sérfræðingar í fötlunarfræðum vita sínu viti.  Ef þeir vilja ekki vinna með Önnu Kolbrúnu þá ber að hlusta á þá, og kannski sýna örlitla auðmýkt? -  Hvers vegna velur Anna Kolbrún ekki að víkja þar til niðurstaða siðanefndar kemur í ljós í stað þess að sitja sem fastast?  

Stolt?  Það er engin skömm að því að sýna auðmýkt, - og eiginlega alveg hið gagnstæða.  

Ég mæli með því að hlusta á sérfæðinga í fötlunarfræðum.  

Reyndar er eitt orð sem skiptir mestu máli þegar kemur að öllum mannlegum samskiptum, hvort sem það eru samskipti við fólk með fötlun eða ekki fötlun:  Það er orðið VIRÐING.  

Af virðingu við hin fötluðu myndi ég, í sporum Önnu Kolbrúnar,  víkja en ekki sitja. 

Ég er viss um að niðurstaða sérfræðingana er byggð á virðingu við fólk með fötlun. 



mbl.is Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fötlunarfræðagengið í Háskólanum á ekki að leggjast með þessum hætti á konuna og öryrkjann Önnu Kolbrúnu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2018 kl. 10:52

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hvers vegna kallar þú fagfólkið "fötlunarfræðagengið" Heimir?  - Er gengi ekki venjulega einhvers konar glæpamenn? 
Getur þú ekki séð þá hlið að með því að starfa ekki við hlið Önnu Kolbrúnar - sem uppnefndi Freyju Haraldsdóttur;  Freyja Eyja  - séu þau að standa með henni og virða þá skoðun hennar að eina raunverulega afsölunarbeiðnin sé að þessir þingmenn  sem tala af óvirðingu um fólk sem það á að vera að vinna fyrir víki? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.12.2018 kl. 11:03

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóhanna, við höfum ekki sömu sýn á gengi.

Ég sé ekkert athugavert við það að Anna Kolbrún segi Freyja Eyja og endurtaki það.

Anna Kolbrún er líka fötluð kona.

Háskólagengið á ekki að setja sig ofar Alþingi.

Hefur þú aldrei verið kölluð Hanna panna, eða eitthvað álíka?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2018 kl. 11:36

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Að hvaða leyti er Anna Kolbrún fötluð? - Ég hef því miður ekki fylgst með því. 

Ég lærði það í barnæsku að það að uppnefna fólk væri ekki fallegt.  Hef aldrei verið kölluð Hanna Panna,  en kannski Jóga Póka eða Jóga Jógúrt - en mér hefur aldrei þótt það fyndið, merkilegt nokk.   Undantekning gæti verið ef að vinir mínir segja þetta í léttum og vinsamlegum tón,  en ég held að við séum komin langt frá þeim tón sem sleginn var á Klaustursbarnum.   Hann heitir hæðnistónn.   
Fæstum þykur okkur gott að hæðst sé að nafninu okkar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.12.2018 kl. 12:47

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvað er jafnrétti í umfjöllun almennings?

Er það að gera bara grín af fólki sem er feitt?

Er það að gera bara grín af fólki sem mismælir sig oft?

Er það að gera bara grín af fólki sem ber sig um á einkennilegan hátt?

Er það að gera bara grín af stuttu fólki?

Er það að gera bara grín af kjörnum fulltrúum?

Svona mætt lengi telja.

Hvernig einstaklingar taka síðan gríni og umfjöllun um sig, fer eftir því hvaða  húmor hver og einn hefur fyrir sjálfum sér.

Benedikt V. Warén, 10.12.2018 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Fyrir mína parta er þingmaður aldrei fatlaður. Hann er alltaf að standa sig að minnsta kosti jafn vel eða betur í lífinu en meðaljónin. Og meðaljón er jú  ekki fatlaður. Þingmenn sem skáka í skjóli fötlunar eru að brjóta á þeim sem raunveruleg eru minnimáttar vegna  fötlunar.

Guðmundur Jónsson, 11.12.2018 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband