Hanna Birna og hvítu flíkurnar ..

Hún Hanna Birna okkar virðist fylgjast grannt með tískunni, því undanfarnar vikur hef ég ekki séð hana (í fjölmiðlum) nema hvítklædda.  

Ég hélt reyndar að þetta væri pólitískt "trikk" til að líta út fyrir að vera sakleysislegri, - en það er þá bara mín eigin pólitíska (spillta?)  hugsun. - 

Hvítt tengi ég við sakleysi, hreinleika og ljós. - Gúrúar í Kundalíni Yoga klæðast hvítu frá toppi til táar, - en gú þýðir myrkur og rú þýðir ljós.  Það eru s.s. gúrúar sem eru að leiða okkur frá myrkri til ljóss. Kannski er það líka markmið Hönnu Birnu? -  

En það þarf að vanda sig þegar við klæðumst hvítu og þetta gæti því orðið mikil uppgangsár fyrir fatahreinsanir, ef að "lýðurinn" fylgir tískubylgju New York og/eða fetar í fótspor Hönnu Birnu. -

p.s. þegar ég var barn í myndlistartíma - þá var eitt af því fyrsta sem kennarinn sagði: "Hvítt og svart eru ekki litir" -  gildir það enn?


mbl.is Þetta er haustliturinn í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband