22.12.2013 | 10:05
Líkamsræktin - ákvörðun tekin..... fyrsta skrefið
Fókusinn hefur verið býsna stífur á að næra andann, en nú er víst kominn tími á að sinna líkamanum betur, en hann hefur ekki fengið það atlæti sem hann á skilið, undanfarið ár.
Ég er eins og þið öll, kann og veit hvað er best. Hollara mataræði og meiri hreyfing. En hef ekki elskað mig alveg nógu mikið, eða borið virðingu fyrir mínum yndiskroppi. Að elska sig er að bera ábyrgð á heilsu sinni, andlegri sem líkamlegri. Að bera ábyrgð á velferð sinni. Að sjálfsögðu þarf að skella dash af æðruleysi í pakkann, því sumt er utan okkar máttar, en sumt bara alls ekki.
Fyrsta skrefið í að taka upp nýja siði er ákvörðunin, og hún er tekin. Svo er það plan, langtímaplan, engin barbabrella. Konan stefnir á sitt besta form að ári liðnu, aðhaldið felst í því að hafa þetta opinbert :-)
Ég hef því 12 mánuði, til að líta út eins og konan sem var á nærbuxunum framan á bókinni sinni. Lofa samt engri slíkri mynd, en nú er Moggabloggið orðið mitt heilsublogg, veit að fólk hefur gaman að fylgjast með slíku.
Það sem mig langar er að stunda meiri útivist og hafa styrk til að ganga á fjöll. Dansa meira og leika mér meira. Svo, til að passa aftur í fötin frá því í fyrra, ætla ég að léttast um ca. 8 kg.
Spennandi að segja frá árangri að ári liðnu, eða kannski fyrr?
Það er mikilvægt að segja "ætla" en ekki "reyna" og "langar" en ekki "þarf" ...:-)
Í dag er s.s. dagurinn sem ákvörðun er tekin, skrifa hvernig gengur, komdu endilega með í þetta ferðalag ef þig langar! Fyrir þig og ef þú elskar þig!
Hörfræjarolía er víst algjört möst, sagði Kolla grasalæknir, en reyndar sagði hún að kaffi væri svakalega óhollt. Ég ætla að drekka minna kaffi, meira vatn og sleppa öllu alkóhóli.
Ef ég vil heilbrigðari heim, verð ég að vera heilbrigð sjálf.
Dagur númer eitt fer í hönd.
NJÓTUM
Athugasemdir
Mér líst vel á þessa ákvörðun, þetta er búið að vera áramótaheit mitt síðustu 20 árin, en staðan hefur frekar versnað en hitt og það má margfalda kílóin sem ég þyrfti að kveðja með gleði á nýju ári. Þar sem þú ert ein af þeim fyrirmyndum sem ég hef valið mér að fylgja á nýju ári, þá ÆTLA ég ég að láta þetta verða síðustu áramótin sem þetta gamla áramótaheit verður sett.
Sonja (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 21:44
Gott mál Sonja, gerum þetta saman :-) ..
Dagurinn í dag var góður, þó ekki sé hægt að hrópa húrra fyrir hreyfingu. - Það má þó byrja á fysta degi í "planki" sem tekur bara 20 sekúndur! :-)
Mataræðið þó til fyrirmyndar.
Gangi okkur vel!
Jóhanna Magnúsdóttir, 22.12.2013 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.