Af hverju er svona erfitt að taka skrefið út úr ofbeldissambandi? ...

Vegna þess að ofbeldið hefur þau áhrif að við erum full af sjálfsásökunum og skömm. -  

(Svona fyrir utan óttann við afkomu, óttann við viðbrögð maka, samfélags o.fl. atriða) 

Að spyrna sér af stað út úr slíku er eins og að spyrna í mýri, - það er næstum vonlaust.

Þess vegna þýðir það "að taka ábyrgð" ekki að fara í sjálfsásakanir og skammir í eigin garð, heldur að hætta að láta bjóða sér upp á eitthvað sem við eigum ekki skilið. -  

Til þess að snúa við ferlinu, sérstaklega þegar ofbeldissamband hefur varað lengi, þarf iðulega hjálp. Þegar hjálpin er fengin, eða hugarfar breytt er kominn þéttari "pallur" til að spyrna í og koma sér í burtu úr skaðlegum aðstæðum. -  

Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að báðir aðilar í sambandi geta upplifað ofbeldi af hálfu hins. -  Sá sem er særður vill oft særa o.s.frv. -    

Það er því báðum aðilum greiði gerður ef að annar kemur sér út úr aðstæðum og leysir þær þannig upp, og ef að börn eru í spilinu er sá eða sú sem það gerir að gera börnunum gagn líka. -

Það er svo langt í frá alltaf besta leiðin að vera saman,  þegar samskiptin eru svona vond,  því það eru gríðarlega vond skilaboð til barna og þess verri fyrirmynd.  -

Foreldrar eru kennarar barna sinna, - og að bjóða börnum að alast upp í ofbeldissambandi eða við alkóhólískar aðstæður er eins og að láta "bully-ana" í umferðinni kenna í ökuskólanum. -  Það yrðu væntanlega tíðari árekstrar þá, er það ekki?  

Besta lausnin er ef báðir aðilar taka ábyrgð og finna sér saman hjálp, ef að vilji er fyrir hendi,  næst best er að fara í sundur og síst er að gera ekki neitt og viðhalda ofbeldissambandi.

Ekki leita endilega að sökudólgum, þó að leitað sé að orsökum fyrir því að samband hafi farið illa, -  en mikilvægast er,  eins og stendur hér í upphafi, að vera ekki í skömminni,  því út frá henni er enginn bati. -

Fyrirgefningin færir okkur batann - að lokum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband