Jólin eins og stormur ...

Ég er pinku sátt við sjálfa mig. -  Ég hef staðið af mér, hingað til, storminn sem byrjar að blása í nóvember og stendur yfir fram að jólum. - 

Kringlan er stöppuð,  Smáralind full. Fjölmiðlar fullir af auglýsingum.  Jólahlaðborð og tónleikar. Allt er fullt af ? ...   Sumt fólk er fullt af stressi og annað fullt af kvíða. 

Verður fólk ekki dasað?

Hvernig stendur maður af sér storminn? - Jú, með að taka sem minnstan þátt, og halda sínu striki. -

Það að þessi árstími sé kynntur sem "besti tími ársins"  þýðir ekki að við þurfum að eyða öllum peningunum í stórar og dýrar gjafir eða versla dýr föt. -

Það þarf ekki mikið. -

Það sem skiptir máli um jólin og í aðdraganda þeirra er samvera, samvera í gleði og frið. -

Jólakort eiga ekki að vera eins og "verkefni" sem þarf að ljúka af, - og smákökubakstur ekki heldur.

Ef við höfum gaman af því að setjast niður og skrifa kveðju til vina, eiga rólega kvöldstund þá er það hið besta mál.  Enda vill væntanlega enginn fá jólakort fullt af stressi. - (Segjum að andinn fylgi með!)

Það heldur hver og ein/n jólin eins og hann eða hún vill, að sjálfsögðu.  

En eins og ég sagði í upphafi, þá finnst mér aðdragandi jóla eitthvað sem ég þarf að fara í gegnum eins og að það komi stormur sem ég spyrni við að dragast inn í.  

Ég er uppgefin á öllu sem heitir gerfi, yfirborð,  og allri þeirri "fullnægju" sem við eigum að geta keypt fyrir peninga, auk þess sem við gerum börnin snarvitlaus og frek á þessu. -  Stærra dót, meira dót o.s.frv. -  Það er margsannað að það sem börn raunverulega þarfnast er tími og góð samvera, en ekki meira dót.  Og við erum öll börn. 

Kaupmennskan blómstrar um jólin - kannski meira en fólkið? -  

Það er svo gott að hittast, spila, spjalla - vera saman.   Það skiptir máli.  

Jólin eru fæðingarhátíð Jesú Krists, -  Jesús Kristur kvartaði undan því að verið væri að  gjöra hús föður hans að sölubúð. -  

Jólin eru orðin ein stór "sölubúð", það er ofgnótt varnings og kaupmennsku,  og það virðist ekkert lát á.    

Kannski er ég "party-spoiler" að fjalla svona um þetta, - en ég hika ekki við að segja hvað mér finnst og ítreka enn og aftur að allir hafa val að taka þátt og hvernig þeir gera það.

"Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum" - sagði Gandhi, svo ég tek það til mín.  Er ekki að benda einungis út á við - ekki að segja "sjáið hvað ÞIÐ eruð að gera" .. heldur er þetta til að vekja sjálfa mig og viðhalda ró minni í þessum stormi sem gengur yfir. -

Njótum friðar og gleði um jólin.

Njótum okkar.  

<3 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er þá bara líka party-spoiler... ;-)

Mér finnst ég ekkert ÞURFA að gera neitt fyrir jólin... nema það sem mig langar til... :-)

Jónína Dúadóttir, 16.12.2013 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband