Hvað get ég gert? ...

Það er fátt átanlegra og erfiðara í starfi ráðgjafans en að vera með fólk í viðtali sem hefur gengið í gegnum bæði andlegt og veraldlegt gjaldþrot.  Þetta tvennt virðist oft fylgjast að, þ.e.a.s. að þegar að fólk missir hið veraldlega þá hrynur andinn um leið.  Afkomukvíði og óvissa er bara hræðilega vont ástand og við þurfum að vera hálfgerðir "Búddar" til að hið ytra hafi ekki áhrif. - 

Það er margt sem er ekki hægt að gera,  en ég hef þá lífsreglu að spyrja frekar "Hvað get ég gert?" í stað þess að spyrja "Hvað get ég ekki gert?" -

Ef að andinn hrynur með hinu veraldlega, er kannski hægt að reisa sig við með að styrkja andann og gæti hitt þá fylgt á eftir? - Af hverju ekki? -

Hugaraflið er, að mínu mati, sterkasta aflið. -  Það hefur til að mynda áhrif á líkamann. -  Hvers vegna skyldi andinn ekki líka geta haft áhrif á hið veraldlega? -

Þau sem trúa að þau séu heppin eru yfirleitt heppin. - Margir vara fólk við að lesa um aukaverkanir lyfja vegna þess að þá er fólk líklegra til að upplifa þau. -  Já, alveg eins og okkur fer að klægja þegar mikið er talað um lús!  - Ég var með fólk á námskeiði um daginn, þar sem við ræddum kvíða.  

Námskeiðið er 2 tímar og í fyrri tímanum ræddum við mikið um kvíða. Í lok tímans var orkan í herberginu orðin kvíðaorka, ein sagðist upplifa að hún væri bara alveg að kafna. -   Í seinni tímanum snérum við dæminu við og fórum yfir í gleðina, ræddum hana, gerðum skemmtilegar æfingar og ég fór með hópnum í "Tapping" - en það eru sérstakar æfingar sem ég geri og byggðar á gamalli kínverskri speki um orkupunkta í líkamanum og svo sláum við á þessa punkta og förum með þulu - þar sem við snúm frá neikvæðri orku upp í jákvæða. -   Já, þetta er einhvers konar "míní" hugræn atferlismeðferð. -  Við snérum upp á kvíðann - og fólk fór að upplifa vellíðan og gleði. 

DON´T WORRY BE HAPPY ...  

--

Ef við erum andlega gjaldþrota, verðum við að byrja frá grunni - frá botninum, að byggja upp andann,  ekkert ósvipað og ég var að lýsa hér að ofan. -  Það kostar ekki peninga.

Ef fólk hefur aðgang að neti (sem jú vissulega kosar peninga) getur það leitað uppi alls konar vekjandi og hvetjandi efni til að bæta andann. -  Til dæmis  EFT  á youtube.  Ég hef safnað "tækjum" á síðu sem heitir:  www.samleikur.wordpress.com  og svo er ég með aðra síðu sem ég segi frá EFT en hún heitir www.frelsun.wordpress.com  og þær eru í mínu boði og vona ég að einhver geti nýtt sér efnið þar,  til að líða betur. -  

Við getum svolítið unnið sjálf í okkar andlegu líðan, - við getum ekki ráðið veðri og vindum, en við getum reifað seglin þannig að báturinn okkar haldi siglingu. -  Á meðan við höfum líf höfum við bát, og meðan við höfum val um viðhorf getum við snúið seglunum í vindinum. -

Byrjum því að fókusera á að vinna okkur upp hið innra, vinna í andanum og leyfa okkur að njóta stundarinnar -  akkúrat núna. -

Þá förum við frá því að kvíða framtíð.  -  

Hvað sem við gerum, höldum áfram,  þó við þurfum að skipta um leið - gera breytingar, þá ætlum við ekki að hætta. -   Höldum jafnvægi - og alveg eins og þegar við erum að hjóla - þá höldum við jafnvægi með því að halda áfram að hjóla.  Nú ef við dettum,  þá þýðir ekkert að liggja og berja okkur niður fyrir að hafa dottið, valið ranga leið, eða kenna öðrum um að við fórum ákveðna leið.  Við gætum jú, legið í götunni með hjólið ofan á okkur í langan tíma og býsnast,  eða vorkennt okkur, en það kemur okkur ekki neitt. -  

Hristum af okkur rykið, - stöndum upp og förum aftur upp á hjólið og skoðum hvaða leiðir eru til fyrir okkur. -  Kannski þurfum við að gera eins og frændi minn, sem keppir í hjólreiðum,  að halda á hjólinu spölkorn - yfir mestu ófærurnar, - en ekki gefast upp! -  

Ef hjólið aftur á móti reynist of þungt, þá biðja um hjálp til að koma sér áfram, gera við sprungið dekk eða bera en halda svo áfram að settu marki. -  

Lífið er hreyfing - það er ekki stöðnun.  Orkan er á hreyfingu, allt sem er lifandi er í raun á hreyfingu, líka það sem okkur sýnist alveg kjurrt. -

Skilaboðin eru þessi.  Gerum það sem við getum, og við getum flest gert eitthvað,  það er byrjunin. Að byrja á andanum er ágætis ráð. -

Stunda hugleiðslu og slökun, dansa, hreyfa sig, labba, rabba - allt sem við GETUM.  Fókusum á það og svo kemur alltaf meira og meira,  alveg eins og ef við byrjum að "Planka" í  20 sekúndur fyrst, þá erum við komin upp í 3 mínútur með æfingunni. -   Við getum meira og meira.

Ekki spyrja okkur hvað við getum ekki gert,  heldur  "Hvað get ég gert?" ..  

Svörin gætu komið skemmtilega á óvart.-

Smile  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband