14.8.2013 | 08:00
Er flughræðsla stjórnsemi og/eða vantraust á lífsins gangi? ...
Hér á eftir kemur algjörlega óvísindaleg pæling, bara svona hugdetta sem ég var að ræða við minn nánasta. -
Ég fór að heimsækja ónefnda konu í gær, sem var mjög stressuð vegna þess að hún var að fara í flug í dag. Sagði að hún færi oftar i ferðalög ef hún væri ekki svona logandi hrædd. Í einhver skipti hafði hún drukkið áfengi, jafnvel öskrað á flugfreyjuna að færa sér drykk áður en barþjónusta hófst.
Svona i framhjáskoti má nefna það að einu sinni var viðtal við Eddu Björgvins sem sagðist aldrei drekka í flugvél, því að ef hún hrapaði vildi hún mæti Guði edrú! :-)
Vantar aldrei húmorinn hjá Eddu.
En áfram að blessaðri flughræðslunni, - ég man ííka eftir dagfarsprúðri konu sem kom að tala við mig þegar ég var að fara til Florida með börnin og konan var svo drukkin að börnin voru logandi hrædd við hana og fannst hún mjög óþægileg.
Af hverju óttumst við nokkurn hlut? -
Jú, tilgáta mín - hin óvísindalega - byggist á því að þetta eru bæði hlutir sem við höfum ekki stjórn á. Við getum ekki stjórnað flugvélinni (nema við séum flugmenn) og verðum að treysta öðrum.
Við getum engu ráðið - verðum að slaka á og treysta. Það er ekki reyndin þegar um flughræðslu er að ræða, sá/sú sem glímir við flughræðslu slakar ekki á og treystir. Ég á reyndar vinkonu sem er bæði flughrædd og bílhrædd (hjá öðrum) svo það stemmir.
Það er þó pinku öðruvísi með bílhræðsluna því að þú getur verið að skipta þér af akstrinum eða þekkir þann sem er við stýrið.
Ekki veit ég hvað er gert á námskeiðum gegn flughræðslu, hvað dáleiðarinn gerir - en mætti kannski dáleiða eitthvað af stjórnsemi úr fólki og vantaust á gangi lífsins?
Þegar ég tala um stjórnsemi þá er það svona þetta að vilja halda i taumana á öllu og öllum. Treysta ekki neinum fyrir sjálfum sér og þurfa helst að fá að ráða því að þannig fari allt best.
Efst á einkennalista Coda samtakanna um stjórnsemi er:
- "Mér finnst flest annað fólk ófært um að sjá um sig sjálft"
Hvað þá með að stjórna flugvél?
Það er reyndar áhugavert að vita hvaðan öll hræðsla kemur.
"Þó ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt" - segir í Davíðssálmi 23. og í framhaldi "vegna þess að þú ert með mér"..
Það er voðalega gott að trúa og treysta - og málið er að við breytum engu með því að óttast, ef eitthvað gerist þá gerist það. Eina sem við gerum er að fara í gegnum vanlíðan á líkama og sál, við förum í gegnum atburðinn fyrir fram, e.t.v. aftur og aftur, og við getum verið t.d. flughrædd alla ævi en aldrei lent í flugslysi.
Það er í sjálfu sér vont slys að fara í gegnum ævina þannig að þegar við þurfum að ferðast í flugvél þá séum við stíf af hræðslu og vanlíðan og lika einhverja daga fyrir flug. Ef við erum ekki stíf, erum við "dópuð" með lyfi frá lækninum eða ölvuð þannig að við jafnvel hræðum börn um borð, eins og ég sagði hér frá áðan.
Snýst þetta allt um trú? - Þá er ég ekkert að tala um "religion" bara belief - eða hugsun í okkar kolli. Traust og trú er það sama, við eigum erfitt með að treysta.
Við þurum sjálf að hafa stjórn á ytri aðstæðum - eða ekki.
Kannski snýst þetta um innri stjórn, innri frið - og traust á almættinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.