Erum við stundum farin að óttast gleðina?

Einn svona "hugsað upphátt" pistill - en hann er um nýjasta uppáhaldsumræðuefnið mitt: gleðina og hvernig við skemmum stundum fyrir henni. "Hætta skal leik er hæst stendur" - af hverju? .. Af hverju ekki að "mjólka" bestu stundirnar og njóta í ystu æsar? -  

Gleðin og þakklætið haldast í hendur. -

Þegar við upplifum að allt er farið að ganga vel - og byrjum að finna gleðina vella fram, förum við mörg að óttast.

Við förum að setja í gang viðbragðsáætlanir,  því eins og margir segja eða hugsa "þetta er of gott til að vera satt" -  og þá förum við að skemma fyrir og erum ekki glöð lengur.  Reynum að leita að einhverju sem gæti mögulega skemmt gleðina, leitum að einhverju til að óttast - ef við bara skemmum ekki sjálf fyrir eða höfnum gleðinni áður en hún hafnar okkur (eða við höldum að hún hafni okkur).

Ef við venjum okkur á það að þakka það sem veitir okkur gleði, -  ekki bara stóru hlutina, heldur litlu fallegu daglegu hlutina,  hversdagslegu hlutina, sem við svona dags dagleg teljum sjálfsagða förum við að ná að gleðjast án þess að óttast.

Þessi hugmyndafræði kemur m.a. frá Brené Brown sem segir:

"There is no joy without gratitude" - 

Rithöfundurinn Paulo Coelho segir að ef vð ættum bara eina bæn væri hún:   "Takk"- eða "Thank you" -

Það gerðist pinkulítið skrítið í sturtu í morgun, - ég fann allt í einu svo vel fyrir vatninu, það mynduðust dropar á augnahárunum og hrundu svo niður. Mér fannst eins og ég væri komin í ævintýri - og langaði ekki að hætta.

Nei, nei  - ég er ekki að klikkast,  bara að taka eftir litlu ævintýrunum - og ég hugsaði að ég þyrfti ekki að fara í Disney World til að upplifa ævintýrin.

Um leið hugsaði ég líka hversu heppin ég væri að geta verið í sturtu og ekki þurft að pæla í hvað vatnið kostaði - og að það væri nóg af því.  Já, ég þakkaði það og þakka það enn.

Á hverju kvöldi er gott að fara yfir daginn í huganum, skrifa niður hversdagslega hluti sem við erum þakklát fyrir og sjá hvort við verðum ekki pinku glaðari dag frá degi.

Einu sinni dreymdi mig um að búa í gömlu steinhúsi í Vesturbænum í Reykjavík.  Nú er það raunveruleiki, - og vá hvað ég er þakklát.  Ég á ekki þetta hús, en hef það til leigu í tvö ár og hvað sem gengur á þá ætla ég að eiga fyrir leigunni,  þó ég eigi ekki endilega fyrir öllu hinu. -

Heimilið heldur vel utan um mig, börnunum mínum finnst gott að koma hingað og hér er góður andi, enda kalla ég húsið "hús andanna."

Ég er að komast aftur í þann "fullnægjugír" að opna fataskápinn og segja "vá hvað ég á mikið"  í stað þess að segja "oh ég hef ekkert að fara í" -  en langflest fötin mín eru orðin margra ára gömul.   Kona slítur ekki fötunum sínum.   Ég get verið þakklát fyrir að hafa ekki vaxið upp úr þeim.

Þakklæti og gleði - það er eins og hestur og kerra.  Þakklæti dregur gleðina áfram. 

Ég þakka fyrir - og gleðst í framhaldi af því.  Ég óttast ekki að eitthvað dásamlegt gerist , ég ætla að leyfa því að gerast og gleðjast óhindrað.

"Fearless og free" er markmiðið mitt.

Ég þakka fyrir meðbyrinn sem ég fæ frá samferðafólki,  þið eruð vissulega vindurinn minn. -  Líka þakka ég mótbyrinn, því mótbyrinn gefur mér innblástur,  eins og til að skrifa pistla.  Hann lyftir mér eins og flugvél - og setur á loft.  Þannig varð t.d. pistillinn sem ég skrifaði í morgun til, pistill um skömm og stolt.

Það er alltaf hægt að finna eitthvað til að vera þakklát fyrir og þá um leið gleðjast yfir því. 

Ef fólk vill fræðast meira - eða læra nýja hugsun,  þakklætishugsun,  þá er hægt að panta viðtal þar eða námskeið sem ég starfa sem ráðgjafi: www.lausnin.is   

577265_507374556008940_379875734_n

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Erum við ekki eins og frostpinnar sem finnum ekki leiðina að gleðinni.

Ómar Gíslason, 13.8.2013 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband